Alþýðublaðið - 16.07.1965, Page 5

Alþýðublaðið - 16.07.1965, Page 5
NA UÐUNGARUPPBOÐ það sem auglýst var í 31., 33. og 35. tölublaði Lögbirtinga blaðsins 1965 á fasteigninni Hlíðarhvammi 9, þinglýstri oign Sigurbjörns Eiríkssonar, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 20. júlí 1965 kl. 16, samkvæmt kröfu Gjald heimtunnar í Reykjavík, Sigurðar Péturssonar hrl., Veðdeildar Landsbanka íslands. dr. Hafþórs Guðmunds- sonar hrl. og Iðnaðarbanka íslands h.f. Bæjarfógetinn í Kópavogi. TILKYNNING í júlí- og ágústmánuði 1965 mun bankinn annast kaup á erlendum gjaldeyri (ferða- tékkum og bankaseðlum) í afgreiðslusal að- albankans, Austurstræti 11, utan hins venju lega afgreiðslutíma, sem hér segir: Á laugardögum kl. 16,00 — 18,00 Á sunnudögum kl. 10,00 — 12,00 og mánudaginn 2. ágúst kl. 10,00 — 12,00 LANDSBANKI ÍSLANDS, ^ Danmörk - Swjb/oð - Rúmenía É Á 2.9. - 27.9. 20 daga ferð Ú W///Æ. '///////. w//////* ww// § Verð kr. 13.550.00 Ferðir, hótel, matur og leiðsögn innifalin í verði. Aðeins morgunmatur í Kaupmannahöfn. Ferðir til Istanbul, Odessa, og innan lands gegn vægu aukagjaldi. Ferðamannagjaldeyrir. 300 sól ardagar á ári. Þægilegt loftslag. Nýtízku hótel og gott fæði. Tryggið ykkur far í tima. Ódýr- ustu Rúmeníuferðir sem völ er á. // Fararsfjóri: Gestur Þorgrímsson. // Ferðaáætlun: 2. septem */* ber: Flogið til Kaupmannahafnar og dvalið þar 2 daga. 4. september: Farið með ferju til Malmö og samdægurs flogið til Constanta og ekið til Mamaia og dvalist þar á baðströndinni í hálfan mánuð á hótel Doina. 18. september: Farið frá Mamaia til Constanta og flogið til Malmö en þaðan farið til Kaupmannahafnar með ferju og dvalist þar í 3 daga. L/\N P S a N T FERÐASKRIFSTOFA Skólavörðustíg 16, II. haað f 1 I 1 Þetta tæki er af sumum kallað lofthreinsunartæki, vegna þess að við notkun þess finnst fólki loftið verö'a hreinna, ólykt eins og t.d. tóbakslykt og fúkkalykt hverfur, en réttara er að kalla það jóna- tæki (enskumælandi menn kalla það einfaldlega „Jóner”) vegna þess að andrúmsloftið jóniserast, lausar og laustbundnar elektrón ur bætast í andrúmsloftið. en það eru einmitt þær, sem við notum okkur við öndunina. Það er t.d. gagnlítið að opna glugga ef loftið úti er jákvætt, eins og oftast er í fallandi loftvog og eða rykstormur. Ýmis nútíma þægindi hafa í för með sér já- kvæða jóniseringu andrúmsiofts- ins, t.d. lofthitunar- og geislahit- unarkerfi móti þessu verðum við að vinna með því að bæta elektrón um í loftið, jónisera það neikvætt. Ýmis tæki eru nú komin á markað inn í nágrannalöndunum, sem vinna þetta starf, með mismunandi árangri og á mismunandi hátt. Þetta íslenzka tæki hefur þá yf- irburði að vera stöðugt, þ.e., afköstin breytast ekki meðan lamparnir endast, það er ekki hætta á að tækið sendi frá sér annað en til er ætlazt og svo er tækið ódýrara en önnur og allt að því helmingi ódýrara en sum, miðað við afköst. Til er fólk, sem setur metnað sinn í það að kaupa það ódýrasta án þess að athuga það að hluturinn er verðlagður til þess að fullnægja hégómagirnd þess. Þetta tæki er selt við sannvirði og því er ætlað að bæta líðan fólks með því að gera andrúmsloftið hollara. Úr grein í Rótaríon Sumardag einn heitan í Philadelfía árið 1961 sat maður í sjúkrahúsi við lítinn málmkassa sem stóð á skjalaskáp. Hann var tengdur við venjulega ístungu í vegg. Læknir sneri rofa. Bak við málm- grind kassans snerist loftþyrill, kassinn suðaði fjarlægt, eins og háspennustrengur og lét frá sér veikan, sætkenndan ilm. Bráðlega varð maðurinn óvenju hress og vel vakandi, eins og liann hefð* dregið andann djúpt í tæru haustlofti. Læknirinn slökkti á vélinni og setti aðra eins útlits af stað. Loftið varð fljótlega þungt og maðurinn fékk höfuðverk, hann sveið í augun og átti erfitt um and- ardrátt. Hann varð hálf þreyttur og mæddur eins og hann hefði ekki sofið nóg. Með þessari einföldu tilraun sýndi vísindamaðurinn dr. Igho H. Kornblueh við amerísku læknisfræðilegu loftlagsfræði- stofnunina fram á hvaða áhrif jónir í gufuhvolfinu geta haft á mannlegar verur. Fyrri vélin fram- leiddi neikvæðar jónir, en hin síðari jákvæðar jónir. Loftið umhverfis okkur inniheldur ógrynni þessara rafhlöðnu agna sem kallast jónir. Náttúr- an framleiðir ósýnilega miljarða þeirra eftir ýmsum leiðum, með geimgeislum, geislavirkum frum- efnum í jarðveginum, útfjólublárri geislun, í óveðrum, fossum og við núning rjúkandi sand- og ryk- korna. Hægt er að framleiða þær með geislavirkum ísótópum, hátt hlöðnum rafskautum eða vefjum, útfjólublárri eða annarri öflugri geislum. í hvert skipti sem við drögum andann, fyllast lungun af lofti mettuðu elektronum, sem berast með blóðinu til líkamsfrumanna, sem hver um sig gefur frá sér örlítið magn þeirra. Elektrónurnar virðast hafa m ikil áhrif á skap manna. Til dæmis virðast þær valda því að giktin eykst þegar loftvoginn fellur og að maurar vita fyrirfram um rigningar svo að þeir geta lokað göngum sínum í tæka tíð. íslenzka jónatækið fæst í ístorg á Hallveigarstíg 10 og Ljós og Hita Garðastræti 2. Leikfélagid Framhald af 2. síðu barnaleikrits var tekinn upp þráð ur að nýju; barnaleikrit höíðu ekki verið sýnd á vegum Leikfélagsins síðan 1947. í haust létu borgar- yfirvöld Reykjavíkur Leikfélaginu í té afnot af Tjarnarbæ og við það sköpuðust loks skilyrði til slíkrar starfsemi, auk þess sem leiklistar skóli félagsins fékk þarna ákjósan- legan samastað. Almansor konungs son var sýndur 25 sinnum. Ný viðfangsefni á árinu voru Vanja frændi eftir Tsjekov, 25 sýningar. Saga úr dýragarðinum eftir Edward Albee, 18 sinnum, þar af 10 sinnum sem síðdegis- sýning. sem nýr liður í starfsemi leikhússins, Þjófar, lík og falar konur eftir Dario Fo, 27 sýningar og sú gamla kemur í heimsókn eftir Diirrenmatt, 10 sýningar. Þá var tekið upp frá fyrra leikári Sunnudagur í New York og sýnt 23 sinnum. Loks var svo Ævintýri á gönguför sýnt 80 sinnum. Aðalleikstjórar félagsins voru sem fyrr Gísli Halldórsson og Ilelgi Skúlason; einn erlendur gestaleikstjóri starfaði fyrir félag- ið á leikárinu, Svíinn Christian Lund, og tveir nýir leikstjórar bættust í hópinn, Erlingur Gísla- son og Ragnhildur Steingríms- dóttir. Leikfélagið fastréð leikara í fyrsta skipti í haust og störfuðu 7 leikarar með þeim hæti fyrir fé- lagið, en alls störfuðu 35 leikarar á sviðinu í Iðnó í vetur, auk nem- enda og aukaleikara, en nálega 69 manns tók þátt í sýningunum. Aðsókn að Leiklistarskóla félags ins er miklu meiri en rúmast og er inntaka nýrra nemenda mjög takmörkuð. Sjö nemendur braut- skráðust úr skólanum í vor. Sýningar í Iðnó á leikárinu urðu 193 og í Tjarnarbæ 25, eða sam- tals 218 og hafa aldrei verið fleiri á einu leikári. Flestar hafa áður. orðið 158, það var í fyrravetur. Fjöldi sýningargesta var rúmlega 41 þúsund, en var í fyrra rúmlega 28 þúsund. Sætanýting var 50%, eða svipuð og í fyrra. Einn af aðalleikurum félagsins, Gísli Halldórsson, fékk á árinu silfurlampann, verðlaun Félags islenzkra leikara, fyrir leik sinn í Þjófar, lík og falar konur eítir Dario Fo. Leikfélag Reykjavíkur er nú á leikför um landið og sýnir Ævin- týri á gönguför við feikilega að- sókn. Æfingar hófust svo í vor á fyrsta nýja viðlangsefni hausts- ins. Það er nýtt leikrit eftir Jökul Jakobsson. Samkvæmt félagslögum á einn að ganga úr stjórn á tveggja ára fresti og var það að þessu sinni formaðurinn, Helgi Skúlason. 4 hans stað kom í stjórnina Steinþóv Sigurðsson ritari, en Steindóv Hjörleifsson var kjörinn formaður, Guðmundur Pálsson er> meðstjórn- andi, en Regína Þórðardóttir vara- formaður. SMURSTÖÐIN Sætúni 4 — Sími 16-2-27 BilUnn er smurður fljótt og vcl. Seljum allar teguadir af sinuroiíu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 16. júlí 1965 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.