Alþýðublaðið - 16.07.1965, Page 8
■■ti.iiigwrfr
Loftmynd af bænum og höfninni í Ólafsvík.
í umkomuleysi mínu reika
ég um mína heimabyggð í sól
skini júlídagsins. Og það ber
ýmislegt fyrir auga, sem ekki
vekur daglega eftirtekt. Þótt
margt hafi breytzt frá fyrri
dögum, eru stallarnir í Enninu
vorgrænir og kindur eru þar
á beit upp við hamravegginn
og Hjartað er ennþá kaldur
klettur og bærist ekki.
Hins vegar er kominn
göngubrú yfir Gilið fyrir neð
an og götur liggja nú þvers um
Soffatún, sem mannsfótur
mátti ekkj á stíga um gróand
ann- En það gengur ekki sil
ungsbranda í gilið, sem var
veiðistöð okkar strákanna fyrr
um. En á veitunni gömlu, er nú
leikvöllur og sonarsonur minn
sparkar þar nú fótpolta öllum
stundum- Og á Hólavöllum rís
kirkja af grunni og hinn 33
metra hái turn hennar teygir
sig þessa dagana upp úr vinnu
pöllum smiðanna. í turni á að
koma fyrir klukkum kirkjunn
ar og koma þær seinna frá
Þýzkalandi og munu væntan
legar innan tíðar og um langa
framtíð kveðja Ólsara ti!
helgra tíðá. Úti við Ennisbraut
ina er barnaskólinn. Við hann
er verið að byggja sundlaug
eftir Ottó Árnason
fréttaritara Alþýðublaðsins.
og íþróttahús- Sundlaugin er yf
irbyggð og á að nota húsið á
vetrum fyrir íþróttahús með
því að setja yfir laugina sér
stakt leikfimisgólf. Þetta ku
vera gert með góðum árangri
: Englandi. Nú er búið að jafna
lóðina í kring um skólann. Fyr
ir framan hann hefur verið
látið gjall, en vonandi verður
sáð í lóðina fyrir sunnan skól
ann og yrði það til mikillar
prýði- Niður við höfnina standa
fiskiðjuverin,. Þar er allt í
fullum gangi; því að afli er
góður, þegar ég geng : gegn
um vinnusali húsanna verður
mér það ljósara en ella, að
margt fólk hefur flutzt hing-
að undanfarið- Það er fjöldi
fólks, sem ég þekki ekki og
kann ekki nöfn á. En færibönd
in snúa=t og flytja án afláts
fullunna vöru ti! frystiklefanna
og bíða útflutnings. Og við höfn
ina er fullt af bátum. Á síld
veiðum eru 7 bátar héðan, en
sex dragnótabátar eru á veið
um og einn humarbátur, og
12 trillur taldi ég við gömlu
brvggiu.na. Aflabrögð mega
heita ágæt og allir hafa mik ,
ið að gera.
Á leið minni inn Ólafsbraut
inta mætti ég húsmæðrunum
:■ leið þeirra í búðirnar til
innkaupa. Þar verður fyrir
mér sáma fyrirbærið og í vinnu
sölum frystihúsanna, og ég
þekki ekki fólkið. Þetta eru
yfirleitt ungar konur^ og ber
þétta vott um, að hingað flyt
ur fólk á bezta aldri og að
byggðin er vaxandi-
Og Sandeyjan rokkar milli
húsið áður var. Höfn er hér
í byggingu fyrir 30 til 40 fiski
skip.
Og það er verið að leggja
skólplögn inn Ólafsbrautina
og Vigfús Sigtryggsson teygir
rauðan kollinn upp úr skurðin-
um. Þetta á sér stað rétt fyrir
framan tukthúsið, Ráðhúúð eða
lögreglustöðina, hvað sem
menn vilja kalla það, en húsið
gegnir þessu þríþætta hlutverki
og er auk þess íbúð fyrir toll
arann.
Þegar ég reika út Sandholt
hafnargarðanna og sýgur sand
inn úr víkinni og spýtír hon
um upp í lónið fyrir framan
þar sem fiskreitir og Kamp
ið, dettur mér í hug, hvort
ekki sé hentugt að taka neðri
hlutann af túninu hans Árna
Vikk undir barnaleikvöll, en
byggð fer nú vaxandi á holtun
um. Lægðin fyrir ofan Rás
ina mun varla vera eftirsótt
til bygginga fyrir það hvað hún
stendur lágt, en einmitt fyrir
það mundi vera skjólsamt og
þess vegna hentugt leiksvæði.
Og í kringum hin nýbyggðu
hús, er nú verið að laga til lóð
ir og breytir umhverfið mjög
um svip.
Á ELINÍUSARBLETTINUM
er nú sjómannagarðurinn. Þar
mátti fyrr meir ekki köttur
stíga fæti. í garðinum miðjum
er stytta gerð af Guðmundi
frá Miðdal. Þetta er eina stytt
an í þorpinu, því að, héðan
er ekkert slíkt mikilmenni
runnið, sem unnið hefur neitt
sér til ágæti= í lífinu. Koma
dagar koma menn- Hins vég
ar er hér um styttu !af sjó
manni að ræða í sjóklæðum
með lúðu á bakinu. Er þetta
verðugt, bar sem sjómennskan
hefur ve'ið undir'taða byggðar
innar. Garður bessi er : mót
um, en skaðlaust væri nú að
slá blettínn. Éa kom til ísa
fjarðar fvrir skömmu og S
morgungöngu minni þar, sá ég
gamlan mann. sem nostraði í
kirkjuaarðinum, og roskin
kona kliDot.i kalvið af runn
um oa hlúði að blómum í
garði bæj°.rins, en hvað eina
ber þess vott. sem mannshönd
in fer höndum um. Og er hægt
að bera saman siómannagarð
inn og lóðina við hliðina hjá
Haraldi Guðmund'syni.
Og á leið minni upp að foss
inum sé ég, að í Barðabrekk
Framhald á 10. síðu.
Ólafsvík séð norðan af bryggju. — Ljósm. Þ. Jósepsson.
3 16. ■ júlí 1965 .- ALÞÝÐUBLAÐIÐ