Alþýðublaðið - 16.07.1965, Síða 9
STÆRSTA miðstöð rafmagns-rannsókna hefur verið byggð í háskólabaenum Erlangen í Vestur-
Þýzkalandi af Siemen-Schuckert-verksmiðjunum. Er þarna aðallega fjallað um rannsóknir á krafti. Stöð-
in var fjögur ár í byggingu, þar starfa um 1500 manns við rannsóknir á sviði eðlisfræði, efnafræði
og sérsviða innan þessara greina. Stöðin kostaði um 100 milljónir marka.
Krag hafnar Larsen
EKKERT ,,uppgjör“ varð á nýaf-
stöðnu floltksþingi danskra jafn-
aðarmanna eins og sum borgara-
blöðin höfðu spáð. Fundarmenn
voru einhuga og Jens Otto Krag
forsætisráðherra hlaut stuðning
alls flokksins við stefnu sína. Að-
alatriði stjórnarstefnunnar hafa
aldrei verið í hættu þótt sumar
aðferðir þær, sem beita þarf,
kunna að hafa mætt mótspyrnu.
Dæmi um þetta er tilboð það,
sem tveimur mönnum, er spgðu
sig úr Vinstri flokknum var gert
um að taka sæti í stjórninni í
marz. Stjórn jafnaðarmanna er í
minnihluta á þinginu og þarf á
atkvæðum annarra flokka að halda
til að fá meirihluta í mikilvægum
atkvæðagreiðslum.
Um fátt hefur verið meira rætt
en afstöðu jafnaðarmanna til Sós-
íalistíska þjóðarflokksins <EF). —
Áður en þirígið hófst hvöttu ungir
jafnaðarmenn og fleiri flokksmenn
til þ'ess, að fylgt yrði ákveðnari
jafnaðarstefnu og að stuðningi
SF yrði ekki hafnað þegar koma
þyrffi frumvörpum stjórnarinnar
í gegnum þingið.
Ummæli, sem Krag forsætisráð-
herra viðhafði í kosningabarátt-
unni í september'í fyrra hafa ver
ið túlkuð á þá lund, að stjórnin
mundi ekki bera fram frumvörp ef
atkvæði SF réðu úrslitum um það
hvort þau yrðu samþykkt. Krag
forsætisráðherra átti ekki við það,
að útiloka bæri SF, enda felur
það hvorki í sér traust né van-
traust á stjórnina ef eitthvert
frumvarp er samþykkt með at-
kvæðum SF. Hins vegar kannar
stjórnin jarðveginn í málum, sem
geta orðið henni að falli í því
skynl að koma á samkomulagi með
þeim flokkum, sem hún óskar að
hafa samvinnu með. En í slíkum
viðræðum vill stjórnin ekki að SF
taki þátt. Hún dregur skýrari
mörk milli jafnaðarmanna og SF
Aksel Larsen
en milli jafnaðarmanna og Vinstri
flokksins.
Þegar stjórnin stóð höllum fæti
í marz gaf forsætisráðherrann í
skyn, að samkomulag það sem
tókst við Róttækaflokkinn og
klofningsmennina úr Vinstri
flokknum gæti orðið upphafið að
varanlegri samvinríu. En hvorki
róttækir né klofningsmennirnir
vildu eiga aðild að stjórninni þá.
í svipinn er hér aðeins um að
ræða samkomulag um stuðning,
og þingmenn þeir, sem hér um
ræðir dæma út frá málefnum
hvort þeir skuli styðja stjórnina,
en greinilegt er, að Krag stefn-
ir að myndun samsteypustjórnar.
Ekki er vitað hvað verður um
klofningsmennina tvo úr Vinstri
flokknum. Þeir hafa enn ekki á-
kveðið hvort þeir stofni eigin
flokk og þeir geta fallið í næstu
kosningum. Þeir bíða eftir því, að
Vinstri flokkurinn haldi flokks-
þing sitt í haust, og ekki er óhugs-
andi að þeim verði boðið að ganga
aftur í flokkinn, enda er nýr mað
ur nú tekinn við formennskunni.
Samkomulag með jafnaðarmönn
um, róttækum og SF kemur ekki
til greina í svipinn, þótt á þann
möguleika hafi verið minnzt. For-
maður þingflokks róttækra, Karl
Skytte fv. landbúnaðarráðherra
sagði nýlega í viðtali við óháða
blaðið ,,Information“, að afstaða
þingmanna flokksins væri óháð
1 Frh. á 10. síðu.
Jens — Otto Krag.
HAFNARFJÖRÐUR
2ja — 3ja herbergja íbúð óskast til leigu nú
þegar eða síðar. Uppl. í síma 51134 milli
kl. 12 — 1 og 7—8.
Orðsending frá Myndlista-
og Handíðaskóiðniim
Væntanlegir nemendur í vefnaðarkennaradeild á kom-
andi vetri skulu hafa sent umsóknir sínar til skrifstofu
skólans. Skipholti 1.. ekki síðar en 1. september n.k.
Þær stúlkur, sem stundað hafa undirbúningsnám í vefn.
aði eða skyldum greinum, sitja fyrir.
Skólastjóri.
Viðskiptafræðingur
Opinber skrifstofa óskar eftir að ráða í þjón-
ustu sína viðskiptafræðing með nokkurra
ára starfsreynslu
Þeir sem áhuga hefðu á starfinu vinsamlega
sendi nafn sitt til blaðsins, merkt
„VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR“.
Ferðafólk athugið
Veitingahúsið Hlöðufell,
er opið alla daga. Reynið viðskiptin.
Pantið í síma 41-173.
Veitingahúsið Hiöðufetl,
H ú s a v í k .
Kópavogur - nágrenni
t
Allt til húsamálunar úti sem ínni.
Við lögum litina. — Við sendum heim.
Qpið til kl. 10 og til kl. 6 á laugardögum,
LITAVAL, Álfhólsvegi 9
Sími 4 15 85
LOKAÐ
frá 17. júlí til 26. júlí vegna sumarleyfa
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlun — Grettisgötu 6.
ALÞÝÐUBLAÐiÐ - 16. júlí 1965 $