Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 2
Ííeimsfréttir ....síáastliána nótt ★ SAIGON: — Hersveitir Vietcong hörfuðu í gær fyrir stór skotahríð Bandaríkjamanna eftir harða bardaga sem stóðu í níu tima umhverfis suður-vietnamiska herstöð. Ástandið er alvarlegt þar eð búizt er við stórsókn Vietcong bráðlega. Suður-vietnamisk ar flugvélar vörpuðu í gær flugmiðum skammt frá Hanoi og Hifipliong og hafa aldrei áður flogið eins nálægt þessum borgum. ★ SAIGON: — Landvarnaráðherra Bandaríkjanna, Robert Mc Namara, sem lagður er af stað heimleiðis eftir fimm daga eftir- litsferð í Suður-Vietnam, mun leggja til að fjölgað verði til muna í herliði Bandaríkjamanna í landinu. ★ WASHINGTON: —■ Johnson forseti skipaði í gær Arthur Goldberg liæstaréttardómara sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ í Stað Adlai Stevensons, sem lézt í síðustu viku. ★ LONDON: — Stjórnarfulltrúi Ghana í London. Kwestri Armah, fór áleiðis til Hanoi í gær. Forseti Norður-Vietnam, Ho Chi Minh bauð í síðustu viku Kwame Nhrumah forseta eða fulltrúa hans í heimsókn til Hanoi. Nkrumah á sæti í Vietnam-friðarnefnd brezka samveldisins. ★ AÞENU: — Konstantín konungur fór til Aþenu frá Korfu I gær að taka eiða af nokkrum ráðherrum í stjórn Athanassiades- Novas, sem er valtur í sessi og verður sennilega að hrökklast frá yöldum þar sem honum hefur ekki tekizt að fylkja um sig flokki sínum, Miðsambandinu. ★ NEW YORK: — Öryggisráð SÞ hélt stuttan fund til minn ingar um Adlai Stevenson er það kom saman í gær að fjalla um ágtandið í Domingo-lýðveldinu. Boðað var til fundarins að beiðni Rússa, en þegar haldnar höfðu verið tvær minningarræður var fundi slitið. ★ WASHINGTON: — Bandaríska utanríkisráðuneytið til- kynnti í dag, að bandarísk yfirvöld hefðu fyrirskipað nákvæma rannsókn í sambandi við flug bandarískrar könnunarflugvélar af gerðinni F-101 yfir frönsku kjarnorkustöðina Pierrelatte í síðustu viku. ★ SAIGON: — Árvökull lögreglumaður afstýrði bví í gær að Maxwell Taylor, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna í S- Viet nam, o;g nokkrir Suður-Vietnammenn væru ráðnir af dögum. Lög reglumaður fann sprengju nokkrum metrum frá heiðursstúku í íþróttaleikvanginum í Saigon þar sem minnzt var 11 ára afmælis Genfarsáttmálans um Vietnam. ★ MOSKVU: — Brezka tungumálakennaranum Gerald Brooke verður stefnt fyrir rétt í Moskvu á fimmtudaginn ákærður fyrir undirróðursstarfsemi gegn Sovétríkjunum. Brooke var handtek- fnn 15. apríl sl. Tíu skip hafa komið meö ferðamenn Reykjavík — KB i GÆR lá hér á ytri höfninni þýzkt skemmtiferðaskip, Bremen, eg á fimmtudag er væntanlegt annað skemmtiferðaskip, Hanse- atic, en það skip var hén á ferðinni fyrr í sumar. Þegar Hanseatic verður komið verður enn ókomið ^itt skemmtiferðaskip, sem hér fcemur á vegum ferðaskrifstofu Geirs Zoega, og hafa þá komið um tíu skemmtiferðaskip hingað á Bumrinu. Farþegar eru nokkuð fnismargir með þessum skipum; á þýzku skipunum eru þeir um 700, en á öðrum skipum færri, allt niður í 400. Er óhætt að gera ráð fyrir að alltaf 5—6 þúsund manns liafi komið hér með skemmtiferða skipum í sumar, þegar öll kurl verða komin til grafar. Þýzka skipið Bremen er ein- göngu með Þjóðverja innan borðs, og hélt skipið héðan í kvöld norð ur til Akureyrar, en þar mun skipið standa við í hálfan dag, meðan farþegar bregða sér til Goðafoss. 2 21. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Tíunda bindi Kulturhistorisk leksikon komið út Reykjavík KB ÚT ER komið tíunda bindi af Kulturhistorisk leksikon for nord- isk middelalder, en útgáfa þessa Goldberg eftfr- maöur Stevenson WASHINGTON, 20. júlí (NTB- Reuter), — Lyndon Johnson for- seti skipaði í dag Arthur Gold- berg liæstaréttardómara sendi- herra Bandaríkjanna hjá Samein uðu þjóðunum I stað Adlai Ste- vensons, sem lézt í síðustu viku. Goldberg var verkalýðs- og fé- lagsmálaráðherra Kennedys for- seta en hefur átt sæti í hæstarétt inum í Washington undanfarin þrjú ár. Skipun hans í embættið kom mjög á óvart í Washington. Rusk utanríkisráðherra og ýmsir stjórn málamenn höfðu verið taldir lík- legir í embættið en engum hafði dottið Goldberg í hug. AUCKLAND, 20 júlí (NTB— Reu er — Yfir 200 fangar, sem gert hafa uppreisn í Mount Eden—fang elsi :■ Auckland á Nýja Sjálandi, héldu enn velli í kvöld í. viðureign við mörg hundruð hermenn og lögreglumenn, sem um kringt hafa fangelsið. merka verks liefur staðið yfir í nokkur undanfarandi ár og er enn ekki lokið. Hið nýútkomna bindi inniheldur 714 efnisdálka, og þar að auki skrá yfir höfunda upp- sláttagreina og nokkrar sérstakar myndasíður. Fyrsta uppsláttarorð þessa bind is er Kyrkorátt (kirkjuréttur) og hið síðasta Ludus de Sancto Can- uto duce. (Leikur um heilagan Knút hei'toga). Útgefandi af ís- lands hálfu er Bókaverzlun ísafold SAIGON, 20. júlí (NTB-Reuter). — Landvarnaráðherra Bandaríkj- anna Robert McNamara, sem í dag lauk fimm daga eftirlitsferð sinni í Suður-Vietnam, mun sennilega leggja til að fjölgað verði til muna í herliði Bandaríkjamanna í land- inu er hann gefur Johnson for- seta skýrslu um förina, að því er góðar heimildir í Saigon hermdu í kvöld. Á það er lögð áherzla af bandarískri og suður-vietnamiskri hálfu, að fleiri bandarískum her. mönnum verði beitt gegn komm únistum ef ástandið versnar á næstunni. McNamara hélt frá Saigon í kvöld að staðartíma áleiðis til Washington, og sagði á blaða- mannafundi fyrir brottförina að Vietnamdeilan hefði versnað síð an hann heimsótti landi-ð síðast fyrir 15 mánuðum. Ástandið er enn mjög alvarlegt, sagði hann. Hersveitir Vietcong eru fleiri en þegar ég var hér síðast og árásar aðgerðum kommúnista befur fjölg að. Árásii'nar eru orðnar ákafari, árásir Vietcong á vegi og járn- brautir eru orðnar víðtækari, og hryðjuverk gegn óbreyttum borg urum hafa færzt í aukana. — Ástandið er þó ekki að öllu leyti dökkt, sagði MacNamara. Vietnamiska þjóðin er enn fús til ar, en verkiö er gefið xít með samvinnu forlaga í öllum Norður- löndunum fimm. Ritstjórn verks- ins annast ritnefndir frá hverju Norðurlanda og eiiui ritstjóri, nema tveir frá íslandi, þeir dr. Jakob Benediktsson og Magnús Már Lárusson prófessor, en auk þeirra sitja í ritnefnd af íslands hálfu þeir dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, Ármann Snæv- arr rektor Háskóla íslands og dr. Einar Ól. Sveinsson, prófessor. að berjast og deyja fyrir sjálf stæði sitt. Mannfall eykst stöðugt í li'ði Vietcong og Bandaríkjamenn hafa eflt varnir og sóknargetu Suð ur-Vietnam til muna. Landvarnaráðherrann vildi ekk ert um það segja hvaða tillögur hann mundi leggja fyrir Johnson forseta, en sagði að þær mundu fjalla um það hvernig Bandaríkja menn bezt gætu staðið við skuld Fraxnhald á 14. síðu. LEIT AÐ LÍKI BORMANNS BERLÍN, 20. júlí (NTB-Rauter). — Lögreglan í Vestur-Berlin hóf í dag leit að jai'ðneskum Ieifum staðgengils Himmlers, Martin Bormanns, sem talið er að kunnl að leynast í liúsarústum við In. validenstrasse, skammt frá Sand krug, þar sem fara má gegnum múrinn milli Austur- og Vestur- Berlínar. Starfsmenn skrifstofu ríkissak sóknarans hafa eftii'lit með greftr inum. Saksóknarinn í Frankfurt am Main hefur heitið 100.000 marka yerðlauiium fyrir upplýs. Framhald á 14. siðu. Fjölgun enn boðuö í Vietnam-her USA Skemmtiferðaskipið Bremen, sem var í Reykja vík í gær, er tíunda skemmtiferðaskipið, sem hing að kemur í sumar, og enn eru nokkur skip ókoinin. Með Bremen, sem fór héðan í gærkveldi, voru mestmegnis Þjóðverjar. Mynd. JV.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.