Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 16
Stór eldavél með góffum geymsluskúffum til sölu vegna breytinga. Augl. í Vísi. Tilraunastóð afurðadeildar SÍS í Hafnarfirði hefur verið starf rækt síðan árið 1962. Eins og nafnið bendir til eru gerðar þarna tilraunir með nýjungar í meðferð á matvælum og umbúðum utan um þau. Tilraunastöðin er jöfnum höndum framleiðslufyrirtæki. Framkvæmdastjóri þess er Einar Jóhannesson, og hefur hann gegnt þessu starfi síðan um áramót 'sl- — Enn hefur enginn áll borizt hingað í sumar^ þó er byrjað að veiða liann í Borgarfirði og vitum við af nokkrum álaveiðimönnum þar sem þegar hafa fengið nokkra veiði. En aðalveiðitíminn byrjar ekki íyrr en farið er að skyggja og haustrigningar byrja, því áll inn hreyfir sig lítið á meðan enn er bjart og þurrt, þá grefur hann sig í botnleðjuna og heldur sig þar til haustsins. — Nú sem stendur vinnum við aðallega við að leggja niður grá sleppuhrogn, eða svokallaðan kav íar. Þetta er eftirsótt vara og er mestöll framleiðslan seld úr landi aðallega til Danmerkur, Þýzka lands og Bandaríkjanna- Við leggj um grásleppuhrognin niður í glös bæði 50 gramma og 100 gramma sem fer á almennan markað en mikið iaf framleiðslunni leggjum við niður í kílódósir sem ætlað ar eru veitingahúsum. í ár tök um við á móti 500 tunnum af grá sleppuhrognum, eða um 50 tonn um. Kemur þetta magn víðs vegar að af landinu. Ýmist salta fiski mennirnir hrognin sjálfir eða kaup félögin á viðkomandi stöðum en tilraunastöðin tekur eingöngu við söltuðum hrognum og eru tunnurn ar geymdar í kæli þar til innihald þeirra er lagt niður. Lítið er gert annað við grásleppuhrognin en að blanda í þau bragðefnum og leggja niður í glösin, og setja Þau í umbúðir. — Hér reykjum við rauðmaga, ál og lax- Laxinn er geýmdur í kæli og reyktur eftir því live mikil neyzla er á hverjum tíma. Álinn fá Reyktur áll er sem kunnugt er mesta hnossgæti, en ekki eru nema tiltölulega fá ár liðin síffan ís- lendingar lærðu að hagnýta sér álinn, sem áður var varla álitinn mannamatur. Hér heldur einn af starfsmönnum Kjötverzlunar Tómasar Jónssonar Laugavegi 2, á pakka af reyktum ál. -Hefurðu séð J>ennan skrítna vio hliðina á oldcur? Q! -°em skipstjóri á þessari skótu lýsi Ig £>ví hlr meo yfir að viö erum tíjón0 -KeyrSu góði, tívaðan er þetta graina tíár á öxLinni á þér? 'X>000000000000000000000000000000' Étt‘ann sjálfur! Fyrir ágjörnum stundum illa fer, eins og dæmin sanna: Þeir naga skottin af sjálfum sér, en sýnist það náunganna. Fyrir illmálgum fer þó ennþá verr, eins og dæmin sanna: Þeir narta í hælana á sjálfum sér, og sýnist það náunganna. Kankvís. ^ OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO. um við lifandi og eigum við enn birgðir af lifandi ál síðan í fyrra. Áður en hann er reyktur verður að fara með hann eftir öllum kúnst arinnar reglum. Álaveiðin var fremur lítil á síðasta ári og unn um við aðeins um 6 tonn af hon um og fór það allt á innanlands markað- Áður en tilraunastöðin tók til starfa var undantekning ef íslendingar lögðu sér þennan ágæta mat til munns en nú er þetta eftirsótt fæða. Mun meiri sala er á reyktum laxi og ál á sumr in en aðra árstima og er mér ekki grunlaust um að þessi aukna eft irspurn stafi af ferðamanna straumnum. — í fyrra var gerð tilraun með framleiðslu á fiskpylsum, en hún tókst ekkj sem skyldi en við erum staðráðnir í að hefja þessa fram leiðslu aftur og liöfum við fengið sýnishorn af fiskpylsum frá Banda ríkjunum og erum að safna upp lýcingum og uppskriftum af þess ari vöru og er unnið að frekari tilraunum og sendum við ekki pylsurnar á markað fyrr en öruggt er að um fyrsta flokks vöru sé að ræða og standa vonir til að það geti orðið í haust. Alveg er maður steinhætt ur að skilja það isem ungling arnir segja- Þetta heyrði ég til dæmis á morgungöngu um daginn: Sælir eru fattlausir sem fatta ekki hvað þeir eru vitlausir. Og svo var bætt við Sælir eru vitlausir sem vita ekki hvað þeir eru fattlausir. ICWVH Allt er fertugum fært, isagði kallinn í gær. Ekki fert ugum skvísum sagði ég þá-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.