Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 10
I NOREGUR - DANMÖRK I P 29.7.-19-22.8. 20—24 daga fetð. - Verð kr. 14.600.00. Fararstjóri: Margrét SigurðarJóttir Flogið verður til Osló 29. júlí og lagt áf stað í 7 daga ferð um Suður-Noreg 1. ágúst með langferðabíl og skipum — Verður m.a. komið við og gist á Arendal, Mandal, Stavanger, Nestflaten, Harðangri og Veringsfoss. Dvalið verður i Oslo 1 dag 1 lok þessa ferðalags. Þá hefst. 7 daga hringferð um Danmörku m.a. um Frederikshavn, Bröhderslev, Silke- horg, Esbjerg, Ribe, Odense og Kaupmanna- höfn, dvalið þar í 2 daga. Þaðan verður farið til Oslo, norður eftir strönd Svíþjóðar, með viðkomu í Gautaborg. Að lokum verður dval- ið á kyrrlátu hóteli rétt utan við Oslo í 3 eða 7 daga eftir því sem menn vilja heldur •— Viðburðarík og róleg ferð. Þátttaka takmörkuð. — Hafið því samband við okkur sem fyrst. i I LAN □ S tl N 1- 1 10 21. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Úr síldarplássinu Framhald af síðn 7. koma að einum bát í viðbót, þvi allir vilja þeir losna fljótt. Grikkjunum tveim í bragg- anum er mikið niðri fyrir, þeg ar Ameríkaninn, sem skilur ís lenzku, hefur sagt þeim, að Konstantín konungur hafi rek- ið Papandreou frá. Kvöldið kemur kyrrt og hlýtt, netakarlarnir hamast með nálarnar og Skipstjórinn tvístígur órólegur, sildarstelpa læðist með heimastrák upp í hliðina og síðustu tónar síldar- söngsins hverfa út í sólarleys- ið. B. Bjarman. Hafnarfjarðarmót Framhald af 11. aiðu. sérstaklega sé þess gætt að þarna áttust við tvö I. deildarlið. Lið Hauka í þessum leik var mjög lélegt og aðeins einn maður í þeirra liði, sem stóðst saman- burð við FH-ing, en það var Sig urður Jóakimsson, sterkur og áhugasamur leikmaður og skoraði hann 5 af mörkum Hauka. Lið FH var aftur á móti mjög gott. Markverðirnir báðir, Karl og Hjalti stórsnjaiiir og eiga áreiðan lega eftir að velgja undir uggum bæði innlendum og erlendum sóknarmönnum á vetri komanda. Útispilararnir voru allir í essinu sínu, vel leikandi og geta allir skotið. „Gömlu mennirnir” Birg- ir og Ragnar létu ungu mennina um að skora mörkin, en stjór-nuðu spilinu og réðu hinum mikla hraða. Páll skoraði flest mörkin eða 11 og næstur kom Geir með 9. Örn og Kristján eru alltaf stór- hættulegir með skotin sín. Jón beztur, Rúnar og Gils áttu ailir góðan leik og Rúnar skoraði 4 mörk. Ármann — Þróttur 29-17 ((12-9) (17-8) Bæði liðin voru mikið breytt frá mótinu í vetur, þó var Ármanns- liðið með uppistöðuna, en vantaði Hans Lúðvík og Þorstein í markið, en hann mun vera kominn í Fram. Lið Þróttar var að mestu skipað sömu mönnum og í vetur, þó vant aði þá Axel og Guðmund Gústafs- son í markið. Ármenningar byrja leikinn vel og eftir nokkurn tíma, en þá taka Þnóttarar góðan sprett og undir lok hálfléiksins hafa þeir náð markatölunni upp í 9—8, en Ármann á síðustu mínúturnar og í hálfleik er staðan orðin 12—9. í byrjun síðari hálfleiks ná Ár- menningar að gera út um leikinn og skora nokkur mörk án þess að Þróttur fái svarað. Höfðu Ár- menningar þá þann hátt á að þeir létu Árna Samúelsson bíða á vall arhelmingi Þróttar, meðan Þróttur sótti og vörðust þannig einum færri. þetta gaf góða raun og fékk Árni að vera í friði til að byrja með, en er Þróttarar sáu hvert stefndi létu þeir mann gæta Árna og jafnaðist þá leikurinn, en hann endaði með sigri Ármanns 29 gegn 17. Lið Þróttar var engan veginn gott, en gæti með meiri yfirvegun náð miklu lengra. Beztir voru Birg ir, Guðmundur og Axel. Lið Ármanns var sýnilega æf- ingalítið og báru þeir Hörður og Árni liðið uppi, en mest á óvarl kom geta markmannsins, sem lék í síðari hálfleik, en hann varði oft ótrúlegustu skot. Valur — ÍB 31-7 (16-3) (15-4) Lið Vals var í þessum leik full- skipað að öðru leyti en því að Sig- urð Dagsson vantaði og í lið ÍR vantaði Hermann Samúelsson. Það tók iangan tíma fyrir liðin að finna réttu leiðina fyrir knöttinn i netið, en Valsmenn voru fyrri til og svo var yfirleitt um allt í leiknum. Þetta Valslið er skipað ungum og efnilegum leikmönnum, sem eiga örugglega eftir að ná langt. Þeir tóku leikinn strax í sínar hendur og léku af öryggi á miklum hraða. ÍR liðið var aftur á móti hálf viðvaningslegt og voru þeii> sýnilega óvanir grasinu. Stað an í hálfleik var 16—3 fyrir Val og gefur það góða hugmynd um gang leiksins. í síðarj hálfleik hélt Valur áfram að skora og lauk leiknum með sigri Vals 31—7- Lið Vals er eins og áður segir skipað ungum piltum, sem hafa mikinn hraða og góða boltameð- ferð. Liðið er mjog jafnsterkt, þó að þeir Bergur og Hermann séu kannske beztir. Markverðir liðsins einnig báður góðir. Melavciillur Framhald af 11. síðu- staðið kyrr, hefði boltinn lent á honum, en með því að liann hreyfði sig úr stað, heppnaðist spyrnan. Síðara markið skoraði Axel er um 15 mín voru eftir af leiknum. Fékk hann langsendingu upp úr siglfirzkri „pressu" og hljóp af sér vörnina og skoraði næsta auðveldlega. í þessum hálf leik áttu Siglfirðingar eiginlega engin umtalsverð tækifæri til að skora. Sóknarmenn þeirra voru meira og minna á tvístringi og vörnin opin. Sem sé liðið í heild meira og minna á ringulreið, snerpuminna og óákveðnara í öll- um sínum aðgerðum en í fyrri hálfleiknum. Meðal annars var áberandi meira um rangar send- ingar í síðari hálfleiknum en í þeim fyrri, sem hvað eftir annað voru upphaf að sóknarlotum Þrótt ar. í liði Siglfirðinga er margt vaskra pilta, sem með auknum æf- ingum og bættri aðstöðu til þeirra hafa öll skilyrði til að ná langt á knattspyrnubrautinni. Guðmundur Haraldsson dæmdi leikinn og fórst það vel. — FB ísafjör@yr Framhald af 11. síðu- liðin reyndu nokkuð langar spyrn ur í átt að marki, með æðisgengnu kapphlaupi, sem endapunkt, og var þetta einkum áberandi hjá Breiðabliki. Fyrsta verulega marktækifærið var á 11 mín., er hægri innherji ísfirðinga var kominn inn fyrir vörn Breiðabliks og átti aðeins markvörðinn eftir, en misnotaði tækifærið herfilega. Á 20. mín. fengu ísfirðingar fyrra mark sitt. Halldór Guðbjarn- arson náði langspyrnu, sem hann afgreiddi út undir stöng, framhjá markverði, sem hljóp út á móti. Er um 40 mín voru af fyrri hálf leik náðu ísfirðingar að skora á ný. Föstum, lágum bolta var spyrnt að marki, en markvörður, sem var staðsettur nokkuð utar- lega, hélt ekki boltanum og missti hann milli fóta sér, svo Tryggva Sígtryggssyni, sem fylgt hafði fast á eftir, reyndist auðvelt að ýta honum yfir marklínuna. Síðari hálfleikur 2:0 fyrir Breiffablik. Eftir gangi leiksins í fyrri hálf- leik hefur áreiðanlega engum dottið í hug, að í þeim síðari sner- ist dæmið við. Sú var þó reyndin hvað mörkin snertir- Ekki voru liðnar nema nokkrar mínutur af leik þegar Breiðabliks menn náðu að skora, eftir hrein mistök ísfirzku varnarinnar. Eftir markið og allt fram undir leikslok skiptust liðin á upphlaupum án þess að um verulega hættu væri að ræða. Var heldur lítið um góða knattspyrnu. Lið ÍBÍ náði sér eng- an veginn á strik, Breiðablik var sýnu frískara en í fyrri hálfleik, án þess þó að vera sterki aðilinn í leiknum. Á síðustu mínútu ná Breiðabliks menn upphlaupi, sem þeir fylgdu vel eftir. Varnarleikmaður ÍBÍ tók síðan af þeim ómakið við að skora með því að slá boltann í markið, í tilraunum sínum til varnar. þar með töpuðu ísfirðingar enn einu stigi til Breiðabliks, stigi, sem ó- neitanlega hefði gefið þeim mögu leika til sigurs í riðlinum. Ekki hefði það talizt ósanngirni, að heimamenn sigruðu í þessum leik, en Breiðablik hefur verið mark- heppið á móti tsfirðingum í báð- um leikjum, og þó sérstaklega, er þeir sigruðu í Kópavogi. — S SMURT BRAUÐ Snittur Opið frá kl a—23,30 Braaiðstofan Vesturgrötu 25. Síml 16012 Látið oltkur stilla og herða upp nýju hifreiðina! BÍLASKOÐUN Skúlagötu 34. Sími 13-100 Látið okkur t yðverja og hljóðeinangra bifreiðina rneð TECtvl! Grensásvegi 18. Sími 30945

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.