Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.07.1965, Blaðsíða 3
DAS OG SVFÍ BERAST HÖFÐINGLEGAR GJAFIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. júlí 1965 3 Rvík, ótj. | SLYSAVARNAFÉLAGINU og j Dvalarheimili aldraðra sjómanna, báiust nú á dögunum höfðingleg ar gjafir frá Ólafi Albertssyni kaupmanni og konu hans Guð rúnu, en þau hjónin eru búsett í Kaupmannahöfn. Gjöfin til dval larheimilisins var frönsk klukka 175 ára gömul, en gjöfin til slysa varnafélagsins var ensk klukka 200 ára gömul hvort tveggja for láta gripir. Ólafur hefur um 11 ára skeið borið hita og þunga af „Danmerk urdeild“ siysavarnafélagsins en hann var einn af stofnendum hennar, sú deild heitir Gefjun og er markmið hennar fjársöfnun og kynning á starfsemi slysa varnafélag ins í Danmörku. Á fundi með fréttamönnum kynnti Gunnar Friðriksmn, forseti slysa varnafélagsins, Ólaf fyrir frétta mönnum. Sagði hann að þó Ólaur hefði búið 35 ár fjarri föðurlandi sínu, talaði hann lýtalusa ís lenzku, og bæri hag íslendinga, sé slaklega sjómannanna, mjög fyrir brjósti. Sjálfur sagði Ólafur að hann væri af sjómönum kom inn, og hefði af því gjörla kynnzt aðbúð sjómanna fyrr á árum. Væri sé það mikil gieði að sjá hversu vel væri gert við þá núna, og kvaðst þar eiga við Hrafnistu. Slíkt heimili væri þjóðinni mjög til sóma og óskandi að það mætti efla t og vaxa sem mest. Auðunn Hermannsson þakkaði Ólafi og konu hans fyrir hönd gamla fólks ins á Hrafnistu þennan vináttuvott sem hann kvað mikils metinn- Þau hjónin eru hérna í stuttri heim ókn, og halda utan aftur nk. laugardag. Stjórn Novas vöSt í sessi AÞENU, 20. júlí (NTB—Reuter.) Konstaniín konunfúir sneri aftur til Aþenu í gær frá sumarsetri sínu á eynni Korfu til að taka ei'ð af nokkrum ráðherrum í stjórn Athanassiades—Novas, og þótt allt sé kyrrt f steikjandi sumarhitan. um í Aþenu er enn mikil spenna í stjórnmálunum. Athanassiades—Novas reynir að treysta sig í sessi með útnefningu hinna nýju ráðherra- Honum hef ur enn ekki tekizt að fylkja um sig flokki sínum — og Georgs Papandreous fráfarandi forsætis ráölierra — MJðsambandinu. Því er talið að stjórn hans verði ekki langlíf og hún geti fallið er minnst varir. Papandreou sýndi á áhrifamik inn hátt í gær hin miklu áhrif sín kerrar Oanmerkur og Norejsrs komu í gærkveldi Reykjvík, — EG. 1 gærkveldi komu hingað til lands menntamálaráðherrar Norð manna og Dana til að sitja skóla fundinn sem hefst hér á fimmtu dag. KB. Andersen menntamálaráð herra Dana og kona hans komu með flugvél til Reykjavíkur um ellefu leytið í gærkveldi en Helge Sivertsen menntamálaráðherra Norðmanna átti að koma til Kefla víkur með Loftleiðavél klukkan hálf tvö f nótt. Menntamálaráð lierra Finna Saukkonen er vænt anlegur hingað til lands í kvöld ásámt konu sinni. í grískum stjómmálum er hann ók um götur Aþenu og talaði til 200- 000 manna, sem safnazt höfðu ram an til að hylla hann, úr eintm glugga aðalstöðva flokksins. Stjórn málaf éttaritarar kalla mótmæla fundinn einstæðan í sögu Grikk lands. 35 stiga hiti var í Aþenu í dag Framh. á 14 síðu MEXlKANAR VIUA KAUPA HÉÐAN SALIFISK OG ULL Reykjavík OÓ HINN nýi ambassador Mexi kó, Eduardo Suares Aransolo afhenti í gær forseta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum, að við stöddum utanríkisráðherra. Jafnframt því að vera am- bassador á íslandi er Aransolo ambassador lands síns í London og er aðsetur hans þar. Tók hann við þessu starfi sfnu fyr ir þrem mánuðum, en hann hef ur um áratuga skeið gengt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir land sitt. Meðal annars var hann fjármálaráðherra Mexiko um ellefu ára skeið, eða til ársins 1946. Síðan rak hann lögfræðiskrifstofu í Mexi kóborg þar til hann tók við nú verandt starfi sínu. Hann hef ur átt sæti á fjölmörgum al þjóðaráðstefnum m.a. var hann aðalfulltrúi Mexikó í Þjóða- bandalaginu á sínum tíma. Ambassadorinn, ásamt frú sinni, kom aðeins í stutta heim sókn til íslands að þessu sinni, þau fóru utan í morgun, en Aransolo mun koma hingað til lands aftur innan skamms og sagði hann á fundi með blaða- mönnum í gær að þá mætti bú ast við að viðskiptasamningur yrði undirritaður milli Islands og Mexikó. Óformlegar viðræð ur hefðu farið fram um þetta efni milli sín og íslenzkra for ráðamanna, en síðar verður end anlega gengið frá samningum. Viðskipti milli landanna hafa ekki verið mikil til þessa, en þó hafa íslendingar selt nokk Framh. á 14. síðu BLAÐIÐ OKKAR Verzlunin Reykjafoss hf- ann ast útsölu Alþýðublaðsins í Hveragerði, en framkvæmda stjói'i hennar er Ragnar G. Guðjónsson. Ragnar er Stranda maður að uppruna, fæddur að Þy.ilsvöllum í Hrófbergshreppi í Steingrímsfirði, en fluttist til ísafjarðar árið 1921 og var þar í 25 ár eða til 1946- Ragnar tók þar þátt: stofnun Samvinnufélags ísfirðinga og var auk þess í verkalýðsfé laginu Baldri og í stjórn þess um tíma. Verkalýð.félagið var hálfgert leynifélag framan af. „Verkamennirnii’ voru nieifni lega settir á svartan lista ef þeir tóku þátt í félaginu op inberlega, en Finnur Jónsson, sem var póstmeistari að starfi og í fastri' atvinnu varð for maður þess og bjargaði þann ig félaginu.“ — Hvenær komstu svo til Hveragerðis? — Þangað kom ég árið 1946 og hef starfað við verzlunina Reykjafoss síðan. Þorpið er alltaf að byggjast upp. Nú eru um 20 íbúðarhús í smíðum og fyrirtækin stækka við sig. Þann ig er Trésmiðja Hveragerðis að hefja smíði stórhýsis yfir starf emi sína^ Heilsuhæli NLFÍ bætir stöðugt við sig, ullarþvottastöð SÍS er nýlegt fyrirtæki og nú er orlofsheim ili ASÍ komið við hlaðvarpann. í Magna hf. starfa nokkrar kon ur, en flestir starfa þó við garð yrkju. Garðyrkju kólinn er að reisa nýtt skólahús á Reykj um. í Hveragerði eru marg ir ísfirðingar og allt ágætis fólk. Ragriar tekur mikinn þátt í félagsmálum í Hveragerði, hef ur lengi verið í stjórn Leik félags Hveragerðis og sézt oft á fjölunum. Blaðalesendur í Hveragerði sækja blöðin sín í Reykjafoss á morgnana eða þegar þeir fara til hádegisverðar. Síminn þar er 21 og þar er tekið á móti nýjum áskrifendum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.