Alþýðublaðið - 31.07.1965, Side 5

Alþýðublaðið - 31.07.1965, Side 5
Byrjaði að dorga 11 ára á Helinum Rætt við Kristján S. Jónsson, formann í Ólafsvík 85 ára. KRISTJÁN Sumarliði Jónsson, eða Kristján S., eins og Ólsararnir daglega kalla hann, verður 85 ára 1. ágúst næst komandi. í tilefni af þessu merkisafmæli átti ég viðtal við hann á heimili sonar hans, Runólfs Kristjánsson- ar, bílstjóra hér í Ólafsvík. Kristján sat við gluggann á her bergi sínu og horfði niður að höfn- inni og út á sjóinn. Jú, það fer að líða að þessu af- mæli. Ég er fæddur í Bárðarbúð á Hellnum 1. ágúst 1880 og fluttist hingað árið 1896 og var þá útgerð- armaður — eins og það þá var kallað —• hjá Guðmundi Magnús- syni, Gilsbakka. Jú, ég spilaði á harmóniku á mínum yngri árum. Keypti hana inni í Stykkishólmi af Guðrúnu Clausen. Þetta var einföld harmón- ika, og við dönsuðum í Samkomu- húsinu, sem þá var nýbyggt. Það var dansað fram á rauðan morgun og allir skemmtu sér vel. Ég fór að fara með færið mitt á Hellnum á ellefta árinu og hélt, að ég fengi það, sem ég drægi, en svo var nú ekki. Ég var sjóveikur, en varð að harka af mér, því að ekki var farið í land. Ég stundaði sjóinn á árabátum, á þilskipum og vélbátum og hefur farnast vel. Þú spyrð um fundinn út af hafn- armálinu, líklega 1911. Jú, ég var á honum. Milljónafélagið, svo nefnda, hafði boðið hreppsfélaginu að leggja fram efni og áhöld til byggingar brimbrjóts á Tangan- um, ef hreppurinn legði fram vinn- una. Fundur þessi var hinn f jörug- asti, en sitt sýndist hverjum. Af þessari framkvæmd varð ekkert, en hugmyndin um höfn í Ólafsvík lifði og hefur verið að rætast smám saman. — Jú, ég var á sjó, er Guðjón frá Brekkubæ fórst. Ég var með Gísla Magnússyni. Það var SA rok og mikill sjór og útlit mjög slæmt. Þó var byrjað á að leggja línuna, en dregið strax inn aftur. Við sigldum fram hjá Guðjóni, þar sem hann var að draga. Við lentum í Krossavík á Sandi, og aðrir bát- ar úr Ólafsvík, ýmist í Rifi, Kefla- vík, eða Sandi, en Guðjón fórst með 10 manna áhöfn. Það var 8. mars 1913. Ég byrjaði formennsku á vetrarvertíð 1914, þá á bát, sem hét Rauðseyingur og var eign Guð- brandar Sigurðssonar hreppstjóra í Bifröst og Þorgríms Vigfússon- ar. Eitt sinn í N. áhlaupi hleyptum við í Keflavík á Hellissandi. Ég var ókunnugur og fór yfir höfuðið, eins og það var kallað. Það var sker við lendinguna, sem margir höfðu kollvætt sig á. En í þetta sinn var stórstraums flóð svo að báturinn flaut yfir skerið og allt fór vel. Margt manna var í fjörunni, þegar við lentum og þótti vel takast til um lendinguna, en lending þarna var stórhættuleg. í þessu sambandi er mér það minnisstætt, er ég var við útför á Ingjaldshóli, að átta kistur voru bornar til kirkju. Það var eftir sjóslys, er Loftur Lofts- son frá Skógarströnd fórst í lend- ingu í Keflavík. Ég hafði verið samskipa Lofti á þilskipi þá fyrir nokkrum árum. Þegar trillubátar komu til Ólafs- víkur 1927 og 1928, varð ég formaður á Glað, eign Magnúsar Jónassonar o. fl. Eitt sinn fengum við vonzku norðan áhlaup, er við vorum að draga. Strengurinn fór í skrúfuna, og náðist ekki að fullu úr, svo að Sólóvélin, sem í bátnum var, náði ekki nema hálfum krafti. Við sigldum í land í stórsjó, en allt gekk vel. Er við komum að lendingunni, lét ég setja olíu í sjóinn og við fengum lag upp að. Margir horfðu á siglingu okkar fyrir Tangann og upp í lækinn, og þótti tvísýn. Þess má geta, að ég átti þá for- láta tóbakspontu, smíðaða af Kristni Jónssyni á Varmalæk, hag leiksmanni. Ég hafði pontuna undir röngi í skutnum, svo fljót- lega mætti til hennar taka. í þess- um róðri missti ég pontuna út og ég sagði við strákana, að hún mundi nú reka úti á Kampinum og að ég mundi finna hana, ef ég færi. Nú, en ég lét það nú eiga sína. Seinna fór ég með vélbát fyrir Guðmund Þórðarson, sem ég eign- aðist síðar. Þá átti ég lengi tveggjamanna far, Hornið mitt, sem ég reri á á sumrin við annan mann. Ég hætti formennsku og sjó- mennsku 1957 og fór þá að vinna í landi. Ég spyr Kristján um eftirminni- lega sjómenn um og upp úr alda- mótum. Ég minnist bræðranna Björns og Guðmundar Magnús- sona, fyrir sjómennsku þeirra og stjórnsemi. Bátur Björns var Heppinn. Þá minnist ég Árna Daníelssonar á Grund. Hann stýrði Freyju til miða og var með afbrigðum aflasæll. Þá voru þeir formenn, sem hæst bar á seinni hluta árabátatímans: Kristófer Sigurðsson, Kaldalæk, Gísli Magrv ússon, Guðjón Jónsson, Brekku- bæ, Eliníus Jónsson, Pétur Jó- hannsson, Sveinbjörn Jakobsson og Ásbjörn Eggertsson, svo að nokkrir séu nefndir. Allir voru þetta valdir sjómenn og aflamenn. Af forráðamönnum byggðarlags- ins á fyrstu tveim áratugum aldar- innar má nefna Einar Markússon, sem setti á stofn Bændaverzlunina, svonefndu, séra Guðmund Einars- son, síðar prófast, og Eliníus Jóns- son, síðar kaupfélagsstjóra. Og Kristján réttir mér yfirlit yfir sjóslys í Ólafsvík frá 1898, Framhald á 15. síðu. STÖRA HRE5SANDI PEPSl FLASKAN Þegar á að skemmta sér í stórum stíl er ekkert eins upplífgandi og stóra flaskan af Pepsi-Cola. Pepsi er beztu kaupin, bezta hressingin — og mestu gæðin. Og langmest svalandi. Hvar sem er og hvenær, sem þú þarft á upp- lyftingu að halda, þá lífgar Pepsi — ageinns kr. 4.85 fyrir stóru flöskuna (L4 1.), Framleitt á íslandi af h.f. SANITAS, Reykjavík. —- Sími 35350 Einkaumboð fyrir Pepsi-Cola Company, N. Y., eigendur að skrásettu vörmuerki: PEPSI-COLA og PEPSI ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 31. júlí 1965

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.