Alþýðublaðið - 07.08.1965, Page 5
Hinn almenni kirkjufundur
EINHVERN tíma las ég blaða-
grein, sem fjallaði um Hinn al-
menna kirkjufund, og var um það
kvartað, að lítil vitneskja væri
gefin um fundi þessa, markmið
þeirra og starfshætti, enda bar
greinin vott um skort á þekkingu
á þessum efnum. Trúlega á það
einnig við um marga aðra en á-
minnztan greinarhöfund, að þeir
þekkja lítið til hinna almennu
kirkjufunda. Eftirfarandi orð eru
rituð til að bæta úr þeirri van-
þekkingu og til að minna á Hinn
almenna kirkjufund, sem haldinn
verður nú á hausti komanda, ef
verða mætti, að hann yrði betur
sóttur af lærðum og leikum en ver-
ið hefur oft á undanförnum árum.
Það munu vera um 40 ár síðan
byrjað var á fundum þessum. Upp-
haflega voru engar formlegar sam-
þykktir um tilhögun þeirra, en ár-
ið 1949 voru samþykktir „Frum-
drættir að samþykktum fyrir hinn
almenna kirkjufund”. Þessum
samþykktum hefur eigi verið
breytt síðan, en aðalatriði þeirra
eru þessi. Hinn almenni kirkju-
fundur er frjáls og óháður sam-
fundur presta og leikmanna inn
an hinnar evangelisk-Iúthersku
kirkju. Rétt til fundarsetu hafa
allir, sem starfa í þjónustu kirkj-
unnar, biskup, guðfræðikennarar,
prestar, sóknarnefndarmenn, safn-
aðarfulltrúar og tveir fulltrúar frá
hverju kristilegu félagi innan
kirkjunnar. Hafa þeir allir at-
kvæðisrétt, en allir meðlimir kirkj-
unnar hafa málfrelsi og tillögu-
rétt. Almennan kirkjufund skal
halda annað hvert ár. TOgangur
kirkjufundar er að efla og glæða
trúarlíf og kristnihald með þjóð-
inni. Tilgangi sínum reynir Hinn
alm. kirkjufundur að ná m. a. með
sameiginlegri uppbygging í guðs-
orði, söng og bæn, evangeliskri
fræðslu og umræðum um einstök
mál, er varða kristnihald á íslandi.
Undii-búning og stjórn kirkju-
funda annast nefnd sjömenna, sem
kosin er til fjögurra ára í senn.
Þegar kirkjuþing tók til starfa. ár-
ið 1958, var ákveðið, samkvæmt
tillögu undirbúningsnefnda, að
kirkjufundur skyldi haldinn það
árið, sem kirkjuþing kemur ekki
saman, en það er, þegar ártalið er
oddatala.
11.
ÞAÐ var góð réttarbót, er kirkjan
fékk sitt þing, og það er spor í átt-
ina til sjálfstæðis hinnar íslenzku
kirkju. Þessari umbót var og fagn-
að og það svo, að til munu hafa
verið þeir menn, sem töldu kirkju-
fundi nú ef til vill orðna óþarfa.
Skal nú vikið að því nokkrum orð-
um, en tekið skal fram, að hér
ræðir um eigin skoðanir undirrit-
aðs. Allt starf kirkjunnar, eins og
þjóðlífsins, má greina í tvo aðal-
þætti, þótt þeir fléttist oft og víða
saman. Þessir þættir eru stjóm og
almennt, daglegt starf. Alþingi
setur lög og reglur um alla stjórn
og tilhögun þjóðmólanna, en það
gefur ekki reglur um hið hvers-
dagslega starf. Það kennir ekki
bóndanum, útgerðarmanninum,
skipstjóranum eða iðnaðarmannin-
um, hvaða aðferðir þeir skuli hafa
við starfsemi sína. Svipuðu máli
gegnir um kirkjuþing. Það hefur
fyrst og fremst afskipti af stjórn
kirkjumála, samþykkir ákvæði um
ýms félagsmál kirkjunnar, stjórn,
fyrirkomulag og framkvæmdir
hinna ýmsu málaflokka, en það
hefur ekki á hendi hið kristilega
og kirkjulega safnaðarstarf. Það
gefur ekki prestum, æskulýðsleið-
togum og kristilegum félögum
reglur og leiðbeiningar um, hvern-
ig þau skuli starfa og það gefur
ekki leiðbeiningar um, hvernig
haga skuli að öðru leyti hinu áríð-
andi, en víða vanrækta, almenna.
leikmannastarfi hinnar íslenzku
kirkju. Þetta starf allt verða prest
arnir og söfnuðirnir sjálfir að
inna af höndum. Þeir þurfa að
ræða saman uni, hvernig sfarfinu
skuli hagað og bera saman ráð
sín um, hvaða úrræði sé'u tiltæki-
legust og gefi von um árangur:
Hinir almennu kirkjufundir eru
sameiginlegur vettvangur til um-
ræðu og leiðbeiningar um öll þessi
mál, þótt í smáu sé, og í augum
þess er þetta ritar, hefur aldrei
verið meiri þörf á áhuga og sam-
starfi um þessi mál en einmitt nú
Enn er á það að líta, að eins og
tíðkast í þjóðmálum getur kirkju-
fundur athugað gjörðir kirkjuþings
og rætt og gjört ályktanir um þau
mál, sem hann vill koma á fram
færi við kirkjuþing,. og Alþingi.
Næsti almenni kirkjufundur
verður haldinn í haust í sambandi
við 150 ára afmæli Hins íslenzka
biblíufélags, en þess verður
minnzt hinn 15. október. Aðalmál
kirkjufundarins verður hjálp við
gamla fólkið, og verða framsögu-
menn þeir Gísli Sigurbjörnsson,
forstöðumaður elliheimilanna
Grund og Ás í Hveragerði og prö
fessor Þórir Kr. Þórðarson. Einn
ig mun verða drepið á leikmanns
starf í heild innan kirkjunnar.
Annars verður dagskráin í einstök-
um atriðum auglýst síðar.
Þeir, sem kynnu að hafa í huga
mál, sem þeir óska tekin íyrir á
kirkjufundinum, eru beðnir að
senda tillögur sínar til undirritaðs
fyrir lok ágústmánaðar. Heimilis-
fangið er Öldugötu 34.
Reykjavík, júlí 1965.
Árni Árnason.
Þcssi fagri gangstígur liggur niður frá gæzluheimili smábarna, sem eitt af stórfyrirtækjunum í
Torino á Ítalíu hefur látið byggja fyrir börn verkamanna. Það mun færast æ meir í vöxt erlendis, að
stórfyrirtæki byggi slíka smábarnaskóla fyrir börn verkamanna til að auðvelda þeim vinnuna og sömu
leiðis, að sjálfsögðu, tii að tryggja sér áframhaldandi störf góðra starfsmanna.
Ef ske kynni að einhver hefði orðið eftir í Þórsmörk á mánudags
kvöld, var svo fyrir séð að hann þyrfti ekki að deyja úr hungri.
Einhverjir framtaksamir Þórsmerkurfarar liöfðu útbúið þessa snöru
í hliði Húsadalssvæðisins áður en þeir fóru inn í bílinn, sem flufti
þá í bæinn. Mynd: ÓR.
Eftirmáli um Þórsmörk
Jafnvel þótt nú sé liðia vika
frá verzlunarmannahelginni og
öllu því, sem þá átti sér s+að, eru
menn enn að gleðjast og ræða um
það, hve unglingarnir hafi hag
að sér vel í Þórsmörk.
Það er nú meira hvað >'slenzkt
æskufólk er að verða stillt og ró
legt núna allt í einu.
Bæði í blöðum og útvarpi hef
ur verið endurtekið aftur og aft-
ur, að mjög lítil ölvun hafi verið
í Mörkinni, og að unga fólkið hafi
gengið sérstaklega vel um svæðið
þar, en þeir, sem kvöddu Mörk
ina seint á mánudagskvöld voru
ekki sammála þessari lýsingu.
Bréfarusl og alls kyns óhreinindi,
matarafgangur og tómar flöskur
voru á víð og dreif um allt Húsa
dalssvæðið. Einu ljósu punktarn
ir voru svæði þau, sem Hjálpar-
sveit skáta, lögreglan og Litli
ferðaklúbburinn höfðu. Þar var
, allt hreint.
Þó að ölvunin hafi ekki verið
alveg jáfn mikil og á verstu sveita
böllum hérléndis, ‘ var Jiún óhugn
anlega mikil þegar tekið er tillit ... .
til þess, að ungkngarmr þarna ______ , . „ . <
,, ,. . ... ,. ,,, fljotar að fyllast, þegar fanð var
voru flestir a aldnnum 14 til 18 , ,. .....
að tma saman tomu vmfloshurn-
Framhald á 10. síðu ar. Mynd: ÓR.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. ágúst 1965