Alþýðublaðið - 07.08.1965, Qupperneq 7
Fræði, kvæði frá í fyrra
Bibliography of Old Norse-Ice-
landic Studies, sem Munksgaards-
íorlag í Kaupmannahöfn gefur
út, er nýkomin fyrir árið 1964;
þetta er annað árið sem skráin er
gefin tít. Eins og nafnið gefur til
kynna er þar skrá um rit, frum-
samdar bækur og greinir, útgáf-
ur og þýðingar, um norræn fræði,
sögu, tungu og bókmenntir, á
miðöldum; skráin er ekki tæm-
andi, en ætláð að veita yfirlit um
það helzta sem ritað sé um fræð-
ín; þess er að vænta að þar sé
getið allra meiriháttar rita og rit-
gerða um þessi efni á árinu, og
spillir þá engu þó sumt smálegra
slæðist með. Eflaust er ritið fræði-
mönnum kærkomin handbók, en
það er einnig forvitnilegt áhuga-
mönnum um norræn fræði. Al-
mennur lesandi óskar sér þó
fyllri skýringa sums staðar í
skránni; og það er bagalegt að
ekki skuli getið útgáfustaða tíma-
ritanna sem þar er vísað til, helzt
með örlítið nánari skýringu en
heiti ritsins einu saman. JÞetta
mundi ekki lengja skrána til
neinna muna, en gerði hana all-
miklu fróðlegri og notadrýgri al
mennum lesendum; rúm mætti
líka spara móti þessu með ná-
kvæmari úrvinnslu efnisins.
Bókaskráin er mjög aðgengileg,
efninu skipað niður eftir stafrófs-
röð höfunda með fáorðum skýr-
ingum á stöku stað, ýtarlegum til-
vísunum milli heita og registri að
lokum. Ritheiti í skránni eru 430
talsins. Höfundana hef ég ekki
talið, en íslenzkir höfundar sem
þar er getið, teljast mér í fljótu
bragði 26 og rit þeirra rúmlega
60 talsins. Af þeim eru ekki nema
2 heilar bækur, þeirra Ólafíu Ein-
arsdóttur og Selmu Jónsdóttur;
hitt eru greina. Eins og ráða má
af þessum tölum birtist hávaðinn
af því sem ritað er um norræn
fræði í tímaritum, ársritum og ým-
is konar safnritum; og er vísað
í skránni til nær 100 tímarita viða
um lönd.Einhverjum kann að þykja
hlutur íslands heldur lítill í öll-
um þessum tímaritakosti, en ís-
lenzk rit eru þar 4: Árbók forn-
leifafélagsins, Eimreiðin, íslenzk
tunga, Skírnir. Þetta árið virðist
því íslands hlutur til fræðanna
ekki ýkja mikill að öllu saman-
lögðu.
Ritstjórar bókaskrárinnar eru
tveir danskir fræðimenn, Hans
Bekker-Nielsen og Thorkil Dams-
gaard Olsen, og hafa þeir sér við
hönd ritnefnd 7 fræðimanna víða
á Norðurlondum; fulltrúi íslands
þar er Halldór Halldórsson próf-
essor. Auk bókaskrárinnar sjálfrar
er í- ritinu grein um Carl Cristi-
an Rafn og útgáfustarf hans eftir
Ole Wídding.
★
íslenzk tímarit koma seint og
strjált. í vor kom Skírnir fyrir
1964, 138di árgangur; þetta er all-
væn bók, 282 bls. Að vanda fjall-
ar Skírnir að mestu um söguleg
og málsöguleg efni; þar eru lang-
ar ritgerðir um harðindi á önd
verðri 19du öld (Sigfús Haukur
Andrésson); ætt ívars hirðstjóra
Hólms (Einar Bjarnason); hand-
rit Orkneyinga-sögu (Ólafur Hall-
dórsson); nafnasiði síðustu þrjár
aldir (Þorsteinn Þorsteinsson).
•Skírnir er sem kunnugt er vett-
vangur íslenzkra fræðimanna um
sögu og bókmenntir; og verður
ekki af honum ráðið þessu sinni
að þeir beri mjög brennandi
vándamál fyrir brjósti. Um bók-
menntir er þar sjaldan ritað nú-
orðið með eftirtektarverðu móti,
og skáldskapardómar Skirnis eru
jafnan mjög fátæklegir. En þar
er jafnan reynt að geta ýtarlega
helztu fræðirita og handbóka í
norrænum fræðum, og raunar
fleiri, sem út koma; og er það
oft forvitnilegasti efnisþáttur rits-
ins. í þetta sinn er umsögn rit-
stjórans, Halldórs Halldórssonar
um orðabók Menningarsjóðs lang-
líklegastur til að vekja athygli, en
hann gerir grein fyrir æði veiga-
miklum missmíðum á bókinni.
Eftir þessa grein prófessors Hall-
dórs og grein Jóns Emils um lög-
fræðiorð í bókinni, sem birtist hér
í blaðinu í vor, er komin fram
víðtæk gagnrýni um bókina sem
leiðir rök að ærnum göllum á
henni, sem var ekki seinna vænna,
hálfu öðru ári eftir að bókin kom
út og almenna notkun hennar
allan þann tíma. Mun þó gagnrýni
Jóns enn háskalegri en Halldórs
ef meðferð fleiri fræðiheita í bók-
inni reynist sambærileg við dæmi
hans úr lögfræði. En eftir mína
eigin reynslu af bókinni virðist
mér veigamesta atriðið í gagn-
rýni Halldórs Halldórssonar að
bókin sé í senn of stór og of lít-
il. Of stór vegna þess að þar sé
fjöldi orða sem ekki eru notuð
neins staðar í lifandi máli, eink-
um fornyrða, erlendra orða og
sumra fræðiorða; þau eru líklega
tekin upp vegna skólafólks, en
ættu heima í sér orðabókum og
kennslubókum. Of lítil vegna
þess að í bókina vanti fjölda al-
gengra orða og einkum þó vegna
þess, að skýringar séu víða ófull-
nægjandi þar sem þær ná og. nái
víða of skammt. Orðaval í slíka
bók er að vísu mikið vandaverk og
óþarfi að amast við orðum ein-
vörðungu vegna þess að þau séu
„slettur” eins og prófessor Hall-
dór gerir; notkunarsjónarmiðið
hlýtur að ráða; hvaða orða en
ætlandi að almenningur leiti í
slíkri bók, hvaða skýringa er
þörf. Og þá er meginatriði að skýr-
ingar séu eins fullkomnar og
kostur er, þótt það komi niður á
orðaforða bókarinnar að ein-
hverju leyti. Þá bendir Halldór
Halldórsson á ósamkvæmni í
formsatriðum í bókinni, einkum
á röðun orða og orðtaka; en orð-
tök eru einatt furðu óaðgengileg
í orðabók Menningarsjóðs.
Gagnrýni Halldórs Halldórsson-
ar er veigamikil og þarflegar
flestar ábendingar hans til um-
bóta á bókinni. En það má benda
á að frumsmíð eins og orðabók
Menningarsjóðs stenzt ærna gagn-
rýni án þess að blikna eða blána.
Þetta er verk sem löngu var orð-
in mikil þörf; og í öllum megin-
atriðum er bókin prýðilega not-
hæf þrátt fyrir gallana. Hitt segir
sig sjálft að löngum má óska sér
framfara. Öll frumsmíð stendur
til bóta; og það má taka undir
ósk prófessors Halldórs að greinar
lokum, að sem fyrst verði hafizt
handa um endurskoðun bókarinn-
ar til annarrar útgáfu: „Ef geng-
ið yrði að þessari endurskoðun
með vandvirkni og alúð má ætla
að orðabók Menningarsjóðs verð:
merkisbók er fram líða stundir.”
★
Og fleiri eru síðbúnir en Skírn-
ir. Birtingur kom nýlega út, ár
gangurinn 1964 í einni bók, 154
bls. að stærð. Þeir Birtingsmenn
hafa sem sagt hætt við að hætta
við ritið; en ástæða þess er -ein-
faldlega sú, segir í eftirmála Ein-
ars Braga, að án Birtings er alla
ekki hægt að vera: „Birtingur er
eina frjálsa menningarritið hér-
lendis, og slíks rits er þörf, með-
an frjáls hugsun, frjáls sköpun
leitar sér leikvangs á íslandi.”
Svo mörg voru þau orð. Hvað sen>
við þeim er að segja, er það bara
vonandi, að Birtingsmenn noti sér
betur frelsið á „leikvanginum”
þetta árið en í fyrra.
Efni Birtings er æði sundurleitt
þessu sinni eins og vandi er til
í ritinu. Hörður Ágústsson. ritar
þar enn „af minnisblöðum mál-
ara; þar blandast persónuleg
prósalýrik saman við athuganir ú
áþreifanlegum fyrirbærum, hús-
um og gripum á nokkrum stöðun>
sunnanlands; eins og aðrar grein>
ar. Harðar vekur þessi áhugi á end.
anlegri niðurstöðu hans, Von-
andi verður bók úr athugunun>
hans áður en Birtingur er allur.
Mikið er um ljóðaþýðingar í Birt-
ingi, þar á meðal mikill bálkur
eftir Blaise Cendrars í þýðingi*
Jóns Óskars. Mér finnst þýðingar
Jóns einatt til frásagnar, gefa
vísbendingu um markverðan, for-
vitnilegan skáldskap á frummáll
sem þær megni ekki að miðla
sjálfar; þessi er enn ein. Það er
meira gaman að þætti Thors Vil-
hjálmssonar um kappa Hamilkars
konungs en greinum hans um Da-
víð Stefánsson og Tsékoff. En
forvitnilegasti skáldskapurinn í rit-
inu er líklega leikþættir Odds
Björnssonar og Bjarna Benedikts-
sonar frá Hofteigi, og veigamesta
greinin Leikhús nútímans eftir
Þorvarð Helgason. Þorvarður gerir
skilmerkilega grein fyrir megin-
þætti í leikritun og leikhúslist
samtímans, andófinu gegn „veru-
leikastælingu” fyrri aldar í leik-
húsinu. „Stærstu liöfundar vera
leikastælingarinnar .. voru ekkl
lélegir höfundar vegna skoðana
sinna á hlutverki leikhússins, þeir
voru góðir höfundar þrátt fyrir
þær. Aðferð þeirra er ein af hin-
um mörgu nothæfu aðferðum til
að skrifa fyrir leikhús,” segir
Þorvarður; þessi skoðun á vita-
skuld við nútímahöfunda engi*
síður, Brecht, Beckett, Dúrreii-
matt engu síður en Ibsen, Piran-
dello, Shaw. Kenningar um leik-
ritun leysa leikskáldum engar>
vanda, þó að aðferðin sé að vísu ó-
rofa hluti hvers verks; þetta
mætti víst ýmsum kenningasmið-
um vera Ijósara og Þorvarði kann-
ski Hka. Þeir Bjarni og Oddur
eru að sínu leyti báðir að leita að
nothæfri aðferð til að skrifa fyrir
leikhús. Bjarni er móralisti og
hefur svelgst á sovétpólitík eins
og fleirum; en þáttur hans un>
„endurhreinsanir” er því miður
ekki mjög hnyttinn eða sannfær-
andi texti þó meiningin sé góð. Þá
er léttara yfir Oddi. Hann virðist
hafa séð leikþátt Thors Vilhjálms-
sonar, Blessaða manneskjuna sem
hernámsandstæðingar sýndu í
Lindarbæ, og sýnir nú að hann sé
ekki minni maður í absúrdum æf-
ingum. Sem hann ekki er. — ÓJ.
LEÐURVÖRUR
Ör hagvöxturEFTA
í nýútkominni skýrslu
frá skrifstofu Fríverzlun-
arbandalagsins (EFTA)
í Genf er frá því skýrt,
að meðal aðildarríkja
Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar (OECD)
hafi í fyrra orðið örast-
ur hagvöxtur í EFTA-
löndunum. í hinum sjö
aðildarríkjum Fríverzl-
unarbandalagsins og
Finnlandi, sem er auka-
aðili, hafi þjóðarfram-
leiðslan aukizt um 5,8%
frá 1963 til 1964. Iíins
vegar liafi aukning þjóð-
arframleiðslunnar í
Efnahagsbandalagslönd-
unum orðið 5,6% á sama
tíma og í Bandaríkjun-
um 4,8%. Á öllum þrem-
ur svæðunum varð hag-
vöxturinn í fyrra meiri
en árið á undan. Þá
hafði aukning þjóðar-
framleiðslunnar í EFTA
löndunum orðið 4,0% og
í Efnahagsbandalaginu
hin sama eða 4,0%, en
aukning þjóðarfram
leiðslunnar í Bandaríkj-
unum hafði þá orðið 3,4
%. Á síðasta ári komst
EFTA þannig fram úr
Efnahagsbandalaginu, að
því er aukningu þjóðar-
framleiðslunnar snertir.
Innan fríverzlunar-
svæðisins varð aukning
þjóðarframleiðslunnar
mest í Danmörku eða 7,1
%, en síðan kom Svíþjóð
með 6,5% þjóðarfram-
leiðsluaukningu og Nor-
egur með 6,2%. Þessar
tölur verður þó að skoða
í ljósi þess, hver aukn-
ingin hafði verið árið á
undan. En 1962 til 1963
var þjóðarframleiðslu-
aukningin í Danmörku
minnst á EFTAsvæðinu
eða aðeins 1,7%, en hlið-
stæðar tölur fyrir Sví-
þjóð voru þá 5,0% og
Noreg 5,4%.
Aukning þjóðarfram-
leiðslunnar í Bretlandi
er svo að segja alveg hin
sama og aukning fram-
leiðslunnar á EFTA-
svæðinu yfirleitt, enda
hefur framleiðslan í Bret
landi meginþýðingu fyrir
framleiðslu alls fríverzl-
unarsvæðisins. Heildar-
framleiðsluverðmæti
GYLH Þ. GÍSLASOH
LAUGARDAGSGREIN
allra EFTA-landanna var
í fyrra talið 147,8 millj-
arðar dollara. Hlutur
Stóra-Bretlands í þeirri
framleiðslu nam 87,4
milliörðum. en hlutur
Danmerkur aðeins 8,4
milijörðum dollara, Svía
16,7 milljörðum dollara
og Noregs 5,9 milljörðum
dollara. Heildarfram
leiðsluverðmæti Efna-
hagsbandalags-landanna
var í fyrra talið 260,7
milljarðar dollara, og
heildarframleiðsluverð-
mæti Bandaríkjanná
hvorki meira né minna
en 612,0 milljarðar doll-
ara. Framleiðsluverð-
mæti EFTA-landanna er
þannig lang-minnst þess-
ara þriggja framleiðslu-
svæða.
Til samanburðar við
þessar tölur um aukn-
ingu þjóðarframleiðsl-
unnar í löndum Fríverzl-
unarbandalagsíns, Efna-
hagsbandalagsins og
Bandaríkjunum í fyrra
er fróðlegt að hafa það
í huga, að aukning þjóð-
arframleiðslunnar hér á
íslandi er í fyrra talin
hafa numið 5,0%, og ár-
leg meðaltalsaukning síð-
an 1960 er einnig talin
hafa numið 5,5%, og ár-
unum 1955—’59 var ár
leg meðaltalsaukning
hins vegar um 3,1%. Af
þessu má draga tvær
mikilvægar ályktanir.
Annars vegar sézt, að
árleg meðaltalsaukning
þjóðarframleiðslunnar
hér hefur undanfarin ár
verið svipuð og í helztu
riðskiptalöndum okkar og
meiri en hún varð hér á
seinni helmingi síðasta
áratugs. Hins, vegar sézt,
að sú meðaltalsaukning,
sem verður á þjóðar-
framleiðslu á ári á Vest-
urlöndum yfirleitt, er á
bilinu 4-6%, og er það
sú raunverulega kjara-
bót, sem almenningur í
iðnaðarríkjunum getur
gert ráð fyrir á hverju
ári. Hætt er við, að sú
tekjuaukning, sem á sér
stað umfram þetta, komi
á einn eða annan hátt
fram í hækkandi verð-
lagi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. ágúst 1965 J