Alþýðublaðið - 07.08.1965, Side 16

Alþýðublaðið - 07.08.1965, Side 16
tekið á Langárbrúnni skammt frá Borgarnesi. Þegar við komum að brúnni stóðu tveir bílar kyrrir á henni, sá aftari grá Opel Kadett á X númeri. Bílarnir hreyfðu sig hvergi fyrr. en flautað var, og töldu sig greinilega hafa fundið þarna gott bílastæði. Þeir siluðust þó með semingi yfir brúna, þegar búið var að flauta — og viku út á kant. Þegar ég fór fram hjá Opel bílnum, sást að í honum voru fjórir menn og voru nú gluggar galopnaðir og karlmaður og kven maður sem í framsætinu sátu teygðu handleggina út um glugg- ann og steyttu hnefana. Yngra fólk, sem í aftursætinu á bílnum sat, vildi ekki vera eftirbátar hinna og steytti líka hnefana. — Þetta þótti mér aldeilis furðulegt og skil raunar ekki enn, en lík- lega hefur fólkinu fundizt það al- deilis óskapleg ósvífni að flauta á það, þar sem það hafði lagt á brúnni og tept alla umferð. Á mánudags eftirmiðdegi var umferðin í hámarki og voru þá allir að sjálfsögðu á leið í bæinn. Frá ÞingvöJlum var ein stanz- laus bílaröð, nær svo langt, sem augað eygði. Keyrt var á skikkan- her er fal- 0 - .01, inn fiárojóóur -o Kallinn fer í lax um helgina, og sá Iield ég að fái nú eitthvað. Það væri svolít- ið nær að senda mig. .. BLÖÐIN hafa að undanförnu keppzt um að vegsama umferðina um Verzlunarmannahelgina, og víst fagna allir því, að þá skuli ekki hafa orðið nein meiri háttar slys á fólki í hinni gífurlegu um- ferð, sem þá var um landið allt. Það vill svo til, að ég var á ferðalagi um þessa helgi og ók á þremur dögum um það bil 800 km. Yfirleitt sýndi fólk mestu kurt- eisi í umferðinni, og kom það strax í ljós upp í Hvalfirði á laugardaginn, er stór og þungur flutningabíll að vestan ók út í kant í langri brekku og stanzaði hér um bil alveg til að hleypa mér og nokkrum fleiri fram úr. Svona kurteisi á maður yfirleitt ekki að venjast. Auðvitað var maður alltaf að mæta bílum alla helgina. Eg held að ég hafi aðeins talið fjóra eða fimm, sem alls ekki viku, lireyfðu sig ekki af miðjum véginum og héldu sínu striki. í sumum til- fellum varð svo gott sem að fara út af til að fá ekki þann sem á móti kom inn í hliðina á bílnum. Það má ekki skilja það svo, að ég hafi neitt á móti kvenfólki, sem ökumönnum, en það vildi svo til, að öllum þeim bílum, sem ekki viku, óku konur, en eiginmenn- irnir (væntanlega) sátu við hlið þeirra. Fjarri sé það mér að halda því fram, að konur séu verri öku- menn en karlar, enda ekkert, sem rennir stoðum undir það, en þarna voru greinilega óvaningar á ferð, sem hvorki vissu hvað bíll þeirra var breiður né livar vegar- brúnin var og mætti segja sem svo, að eiginmenn sem vildu leyfa konum sínum að taka í bílinn — ættu að velja aðra helgi en þessa. Eitt skemmtilegt atvik kom fyr- ir í þessari helgarferð. Skeði það við brú uppi á Mýrum, nánar til- MIKLIR MENN ERUM VIÐ. „Samningarnir voru próf á heilindi okkar við málstað verkalýðshreyfingailmiar. Þjóðviljinn féll á því prófi Frjáls þjóð fékk fyrstu ágæt iseinkunn.“ Frjáls þjóð. Varnarmálin eru í ólagi og eru mesti höfuðverkur landsliðsnefndar. Fyrirsögn _ í Vísi. legum hraða 60-70 kílómetra á klukkustund. Yfirleitt voru ekki nein brögð að því að menn væru að reyna að þeytast fram úr, enda slíkt ekki til neins. Þó hafði ég lúmskt gaman af einum öku- manni sem fyrst fór fram úr mér á Mosfellsheiðinni. Niður í Mos- fellssveit var liann kominn svo sem fjórum bílum á undan mér, og — þegar ég kom á brún Ell- iðaárbrekkunnar var hann í þann veginn að fara yfir fyrri brúna. Hann lagði sig tvisvar í tals- verða hættu, að mínum dómi, með því að fara fram úr á varhuga- verðum stöðum, en allt og sumt, sem hann hafði upp úr krafsinu var að verða svo sem hálfri mín- útu fljótari í bæinn en hann ella hefði orðið, hefði hann haldið sín um stað í röðinni. Svona gekk það sem sé til um helgina, en vonandi gleyma menn ekki öllum varúðarhvatningunum strax og helgin er liðin heldur hafa þær í huga í framtíðinni líka. Hvar endar þetta, sagði jafnaldra mín við mig um daginn. í kirkjugarðinum svaraði ég að bragði. -EvaÖ gafstu pjóninum eigin- lega ■•mikið þjórfe ? ■ Pao er svolítiö, sem óg Dg verjandi Pinn Pp.rfuni ,aö seglja P er 0 - Þap er inaöur kominn meS reikning frá vatnsveitunni

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.