Alþýðublaðið - 12.08.1965, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 12.08.1965, Qupperneq 3
í Malaysíu Kuala Lumpur, 11. ágúst. (ntb). Varnarsamningar Breta við Mal• aysíu sambandiö og Singapore verða teknir til endurskoðunar vegna þess, að Singapore hefur sagt sig úr sambandinu, sciriði stjórnarfuUtriíi Breta í Kuala Lumpur, Head lávarður, á blaða- mannafundi í dag. Ef þróunin i innanríkismálum á Malaysíusvæö- inu leiðir ekki til breytingar í ut- anríkismálum ætti hins vegar að vera vandalaust að opna nýja samninga, m. a. með tilliti til brezku herstöðvanna í Singapore, sagði Head lávarður áður en hann hélt til London í einkaheimsókn. Nokkur lönd, þeirra á meðal Bandaríkin viðurkenndu Singa pore í dag sem frjálst og fullvalda ríki. Singapore verður lýðveldi í framtíðinni, að sögn Lee Kuan Yew forsætisráðherra í dag. — Hann sagði, að landið mundi reyna að fylgja stefnu, er bryti ekki í bága við hagsmuni Malay- síusambandsins. í London er sagt, að Bretar vilji að Singapore verði áfram í brezka samveldinu, en sagt er að það verði öll sam- veldislöndin að ákveða í samein- ingu. Forsætisráðherra Malaysíu, Tunku Abdul Rahman, sætti liarðri gagnrýni í dag vegna fram komu sinnar varðandi úrsögn Sin- gapore úr sambandinu. Alvarlegur klofningur ríkir í flokki hans, UMNO, og aðalritari flokksins, Dati Syed Jaafar Albar, sagði af sér í dag. Hann kvað úrsögn Sin- gapore óeðlilega og gagnrýndi Rahman fyrir að hafa ekki sýnt meiri festu gagnvart Lee Kuan Yew. Hann sagði, að deilu Malay- síu og Singapore hefði átt að leysa með samvinnu. Miami, Florida. 11. ágúst. Rifrildi um stjórnmál voru upp- haf atburðanna um borð í Panama bátnum „Seven Seas”, þar sem skipstjórinn og fjórir af áhöfn- inni voru myrtir, að sögn yfir- valda í Miami í Florida.. 35 ára gamall Kúbumaður, Ro- berto Ramirez, hefur játað að hafa myrt fimmmenningana í sambandi við rifrildi um borð á laugardag. Hann og skipstjórinn, Rogelio Di- az, tóku fyrst þátt í rifrildi, sem snérist um forsætisráðherra Kú- bu, Fidel Castro. Ný íslenzk hljómplata Reykjavík. — ÓTJ. MAGNÚS JÓNSSON ó- perusöngvari, hefur sungið 14 íslenzk sönglög inn á SG- hljómplötu við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar, og er þessi plata nú komin í verzl- anir. Á fundi með fréttamönn- um sögðu þeir Svavar, Magn- ús og Ólafur, að þeir hefðu trú á að þessari plötu yrði vel tekið: Hún ætti sér enga hlið stæðu, og öll lögin hefðu verið valin af nákvæmni. Af lögum má nefna, sem lítið sýnishorn: Sáuð þið hana systur ■ mína, eftir þá Pál ís- ólfsson og Jónas Hallgrímsson, Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns og Grím Thomsen. í dag er ég ríkur, eftir Sigfús Halldórsson og Sigurð Sigurðs son. Kirkjuhvoll eftir Árna Thorsteinsson og Guðmund Guðmundsson — og Sprettur eftir Sveinbjöm Sveinbjörns- son og Hannes Hafstein. Magn ús Jónsson hefur nú sungið erlendis um 11 ára skeið, og getið sér mjög gott orð. — Hann sagðist þó vera orðinn leiður á utanveru og sér nægði varla lengur að koma hingað í leyfum sínum. Hins vegar væri ekki gott við þvi að gera, meðan sú þröngsýni væri ríkj- andi, að hér sé ekki tímabært að stofna óperu. Að sínu áliti hefði átt að gera það fyrir ein- um fimm árum. Ólafur Vignir Framhald á 14. síðu. 83 PAKISTANAR í KASMÍR FELLDIR NÝJU DELffl, Karachi, 11. ág. (NTB- Reuter). — Fréttir bárust í kvöld um harffa hardaga við marka línuna milli íiiinst indverska og hins pakistanska hluta Kasmírs. Formælandi indversku stjórnarinn ar sagði að tíu vounaðir Pakistan ar, sem hefðu farið yfir markalín una í Jammu-héraði hefðu verði felldir ot hardasrarnir stæðu sem hæst. Miklu magni hergagna var náð af Pakistönnm, Fyrr í dag tilkvnnti índverska I stjórnin, að 84 vonnaðir Pakistan-1 daga og 19 teknir til fanga en 150 ar hefði verið felldir undanfarna hefðu særzt. 29 Indverjar hefðu fallið og 27 særzt. Meðal pakis- fönsku fansanna voru 2 liðsfor- ingjar, 11 aðrir menn úr fastahern • um og 6 óbreyttir borgarar. Leiðréfting í FRÉTT í blaðinu sl. þriðju- dag, Var sagt að Hallgrímur Helgasoii hefði tekið við sem ís- lenzkur fulltrúi fyrir Declaration of Atlantie Unity, eftir lát dr. Aléxandérs Jóhannessonar. Það mun ranghermt, við því hlutverkr tók Hallgrímur Fr. Haligrímsson. Viðkomandi eru beðnir afsökunar. STÓR BÍLL?- ARMULA 3 sími 38900 smár bíll? OPEL KADETT er smábíll — og þó. Ekilssætið er stórt, afar þægilegt og fótrýmið tiltölulega gott. Gólfskiptistöngin er staðsett framarlega og mjög auðvelt að komast milli framsæt- anna. Framsætið leggst alveg fram og gefur óvenju greiðan inngang í aftursæti (meira en margir stærri bíiar geta státað af) Afar gott rými fyrir tvo aftur í (leyfiiegt að flytja þrjá) og fótrými somuleiðis gott. Og geymslan? Hún er 300 lítrar að rúmtaki, vel löguð og tekur auðveldlega 5 meðalstórar ferðatöskur. Auk þessa er Opel Kadett FLJÓTUR í FÖRUM: Nær lOO km. hraða a aðeins 26 sekúndum; LIPUR í AKSTRI: Aðeins 10.0 m beygjuradíus, stutt skiptihreyfing gírstangar, góð yfirsýn til yztu horna, ÓDÝR í REKSTRI: Benzíneyðsla 6.5 Itr. á ÍOO km. smurfrír undirvagn og verðið? Spyrjist aðeins fyrirí ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 12. ágúst 1965

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.