Alþýðublaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 12.08.1965, Blaðsíða 16
an hring á fingurinn, en maðurinn hring í nasirnar. Skolli væri gaman að fara út í sumarfríinu, sagði karlinn við múttu í gær. — Út, sagði hún, ég veit ekki betur en þú sért alltaf úti! VEÐRIÐ er okkur alla daga óþrjótandi umræðuefni. Venju- lega höfum við getað gengið um eins og grenjandi ljón öll sum- ur og bölvað veðrinu, rigning- unni og rokinu og öllu því. — Þetta hefur ekki verið hægt í sumar, því langt er síðan sólar- dagar hafa verið jafnmargir og rigning jafn fátíð og verið hefur undanfarnar vikur. Menn liér voru farnir að segja í fúlustu alvöru, að sumarið væri hætt að koma til íslands á þeirri árstíð, sem venjulega er kölluð 'sumar, en þess í stað kæmi ör- lítill sumarvottur vor og haust. Aðrir gengu svo langt að full- yrða, að öll árstíðabil væru að hverfa og árið um kring væri hér rigning og rok og allt væri þetta atómsprengingum Rússa norður í Síberíu að kenna. Hvað um það, hvort þessir menn hafa liaft rétt fyrir sér eða ekki, þá eru Rússar víst hættir að sprengja og sumarið komið aftur til ís- lands, í bili að minnsta kosti. Annars er ég alveg handviss um, að það fer að rigna eftir tíu daga og þá rignir linnulaust í 21 virkan dag, og svo styttir upp og þá kemur „logn og blíða sumarsól” upp á hvern einasta dag, enda verð ég þá búinn í sumarfríi. Veðurfar á sér að sjálfsögðu vísindalegar orsakir, sem veður- fræðingar einir skilja og sauð- svartur almúginn botnar hvorki upp né niður í. Ég ev sauð- svartur almúgi, rétt eins og þú, og skil því liarla lítið í lægðum og hæðum. En eitt veit ég þó um orsakir góðviðrisins í sumar og það er að allar vondar rigningar- lægðir hafa hreinlega villzt fram hjá íslandi og ekki ratað hingað sína venjulegu sumarleið. Þær hafa sem sé annað hvort farið fyr- ir sunnan okkur eða norðan og komizt óhindrað til Evrópu og gert þar alls kyns skarkala og ó- skunda þar sem fínt fólk er í sumarfríi. Það væri kannski ekki svo vit- laust, að Veðurstofan gerði út mann með vegvísa út og suður, sem : stæði: Lægðir til vinstri. Hæðir til hægri. — Gjörið svo vel og komið til íslands, þar verður tekið vel á móti ykkur og þar kann fólkið að meta ykkur, mlklu betur en suður í Evrópu. En þetta er nú annars svo ó- vísindaleg tillaga, að ég er næst- um því handviss um að Veður- stofan tekur ekki minnsta mark á henni. Veðurfræðingar eru nefnilega afskaplega vísindalega sinnaðir eins og nú skal nánar frá greint. í fréttahallærinu hérna um daginn datt okkur það snjallræði í hug, að fá veðurfræðinga til að teikna inn á veðurkort fyrir okk- ur hvernig lægðirnar sneyddu hjá íslandi og helltu sér svo yfir Dani og aðra góða granna vora. Okkur datt svona í hug, að þeir gætu teiknað eitthvert kort fyrir okkur í likingu við það sem dag- lega kemur í Mogganum. En viti menn. Þetta var ekki hægt. Blessaðir veðurfræðingarn- ir töldu sig ekki geta teiknað nema hávísindaleg kort, sem flóknar útskýringar þyrftu að fylgja, og það tæki talsverðan tíma, og svo væri heldur ékki víst, að menn botnuðu upp né Frh. á 10. aiðu. Jón Stefánsson fór þá yfir í hægri baðvarðarstöðuna, en Þorsteinn Friðþjófsson Alþýðublaðið. •• 98fo af uppslmrÖ*am mxntim • haf Zl heppáazt’. 9 en,' ájk Jiéé' ég' eklci ■Íengi.Ö, hprgað .fyr- ’.ir ennbác 'Stórfeostlegt■afmæli« £g Yar sá einij'sem konn if Inver ju' ertu svona reiðileg kona ?

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.