Alþýðublaðið - 14.08.1965, Síða 6

Alþýðublaðið - 14.08.1965, Síða 6
„DJAKNARNIR" - SVAR NEGRA VIÐ KU KLUX KLAN — MeSal þeirra, sem toerjast fyrir jafnrétti hvitra og svartra í Bogalusa í Louisiana, er hópur, sem kallar sig „djáknann”. Þetta er vopnað, hálfleynilegt félag, — svar negranna við hinum hvíta Ku Klux Klan. — Blaðafrétt. Charles R. Sims kallar sig tryggingamann. Hann er með geithafursskegg og ber á sér heimatilbúna kylfu úr blýklump- um, sem troðið er í sokk. Hann er staðarins fyrirliði fyr- ir „djáknum, til verndar og fram- . fylkingar réttlæti,” vopnuðum sam tökum negra, sem hafa að kjör- orði: auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, í baráttunni milli þeirra, sem berjast fyrir borgarréttind- um, og hinna, sem vilja aðskiln- að kynþáttanna. — Aðalmarkmið okkar er að berjast gegn Ku Klux Klan eða hvítu herraþjóðarhópunum, segir Sims við blaðameun, og það er næstum það eina, sem hann vill segja. Við mótmælafund og göngu negra í Bogalusa fyrir skömmu aðstoðuðu djáknar Sims. Djákn- arnir höfðu bæði sendistöðvar og móttökutæki í bílum sínum. Ef reiknaðir eru þeir, sem þátt tóku í þessum aðgerðum, mun hópur Sims vera 30 til 40 manns. Sims, sem er 42 ára gamall, hefur hvað eftir annað lent í kasti við lögregluna: barsmíðar, ólög- leg vopn í fórum hans, ölvun og fjöldi brota á umferðarlögunum. Næstæðsti maður hans, Sam Barnes, hefur setið í fangelsi fyrir nautgripaþjófnað. Það leikur enginn efi á því hver ræður. Á kvöldfundi nokkrum voru einhverjir svartir unglingar að skammast við leiðtogana í rétt- indabaráttunni. Frh. á 10. síðu. 4WtWMMWWWWI>WmMWMMMMWWMWW»>*WWMMWWWIWmWMWIIWWWWMWWMM MORD OG HJÚSKAPUR - HJÓNASKILNAÐUR olli hvorki tárum né sviða eins og mannsins míns fyrrverandi og flestir skilnaðir. Þvert á móti dró ég andann léttar, og skilnaðardagurinn var ánægju- legasti dagurinn í lífi mínu. A þessa leið mælti enska stúlkan, hin þrítuga Cynthia Taylor, í viðtali við bandaríska blaðamanninn Comer Clarke fyrir skömmu, og hún heldur áfram: — Síðast þegar ég sá mann- inn minn tilvonandi var fyrir sex árum. Hann var þá 37 ára. Ilann myrti konu sína til að kvænast annarri. Nú hef ég sætt mig við að sjá hann ekki aftur fyrr en eftir 29 ár. Þá verður hann 72 ára en ég 59. En ég er ákveðin að bíða hans. — Það finnst mörgum ein- kennilegt, að ég skuli elska morðingja, segir Cynthia Taylor enn fremur, en hann myrti konu sína af ást til mín. Og ég get ekki brugðizt hon- um nú. Unnusti minn, Marcus Marymont fyrrverandi yfirliðs- foringi í Bandaríska flughern- um verður í fyrsta lagi látinn laus árið 1993 en þó getur ver- ið. að honum verði sleppt nokkru fyrr, ef hann hegðar sér vel í fangelsinu — en þrátt fyrir þennan langa tíma mun ég bíða. Á meðan á því stendur mun ég halda því áfram, sem ég hef verið að gera síðastliðin sex ár en það er að spara saman aura, svo að við getum stofnað heim- ili, þegar hann kemur úr fang- elsinu. Ég hef hald'ð ást okkar vakandi frá því hún vaknaði fyrst og mun gera það, þangað til við hittumst aftur. Ég veit, að Mark, eins og ég kalla hann, verður þá orð- inn gamall maður en ást er ann að og meira en líkamslosti, okkar ást er hrein og einlæg. Það er þess vegna, sem ég treysti mér til að bíða öll þpc=i ;ir r>tr mmu sögu er að segja um Mark. í sk'Inaðarmáli sínu, sem var dæmt í London ekki alls Hún ætlar aff bíffa hans í þrjá áratugi enn. . fyrir löngu fékk frú Cynthia Taylor skilnað frá fyrrverandi manni sínum, Alan Taylor, bif- reiðarstjóra, þar sem hann bað um skilnað frá henni sakir sannaðs hjúskaparbrots með Marcus Marymont. Þau Mary- mont kynntust 1956, þegar hann dvaldist í handarísku flugstöðinni Scunthorpe í Eng- landi, en Marcus Marymount afplánar nú fengelsisvist sína heima í Bandaríkjunum, og Cynthia bíður og safnar í bú- ið .... Já, það er margt skrítið í kýrhausnum! § 14. ágúst 1965 - ALÞYÐUBLAÐIÐ UM ÖLL HEIMSINS HÖF TVEIR sænskir ævintýra- landabúi hafði nokkru sinni menn frá Sundswall í Svíþjóð gert svo víðreist í svo lítilli hafa nýlokið langri sjóferð, — kænu. Og núna, 3 árum síðar, sem að dómi kunnugra er nán- sigldu þeir svo inn á höfnina ast ótrúleg. Hér er um að ræða í Sundsvall að sjóferðinni lok- tvímenningana Gunnar Dahl- inni. Það var tekið á móti gren, 33 ára, og Dag Ekholm, þeim með kostum og kynjum, 27 ára, sem hittust fyrir nokkr en það eina, sem þeir sögðu um árum og komu sér þá sam- var: Þetta var skemmtileg ferð. an um að sigla umhverfis jörð- ina á 8 metra löngum segl- Og svo snæddu þeir saman báti. Ekki vantaði þó aðvaran- hádegisverð á hóteli staðarins, imar, því að enginn Norður- áður en þeir skildu. ★ ! Enn einn dægurlagasöngvarinn er nú kominn í tölu kvikmyda leikara. Sá heitir Billy Fury og það þarf engum að koma á óvart í að hann er fæddur í bítlaborginni brezku, Liverpool. Kvikmyndin I átti í byrjun að heita „Ég á hest“, en nafni hennar var breytt af ein hverjum ásiæðum og heitir hún nú „Dásamlegur dagur“. Auk Bill ys koma þarna fram ýmsar stjörn ur, svo sem ,,The Bachelors', sem er þekkt söngtríó. Myndin hér að ofan er úr einu atriði myndarinnar og sýnir tvo I aðalleikarana. Það skal tekið fram að Billy Fury er til hægri. . .

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.