Alþýðublaðið - 15.08.1965, Page 2

Alþýðublaðið - 15.08.1965, Page 2
eimsfréttir ^....siáastlidna nótt ★ LOS ANGELES: — Varalögreglustjóri og sjö blökkumenn biðu bana í blóðugum óeirðum í blökkumannahverfinu í Los Ang- •ales í fyrrinótt þar til hermenn úr þjóðarverði Kaliforníu sóttu inn í' blökkumannahverfið ropnaðir byssustingjum. Skríllinn hörfaði inn í ,,hvítu“ borgarhverfin og hélt áfram gripdeildum, skothríð •og íkveikjum. ★ CHICAGO: — 24 menn slösuðust og 75 voru handteknir þégar mannréttindafundur í Chicago þreyttist í óeirðir í fyrra- ikvöld. I Springfield í Massachusetts var kveikt í tveimur verzl- 'unutn í blökkumannahverfinu, en 23 baráttumenn mannréttinda höfðu verið handteknir fyrr um daginn. ★ SAIGON: — Fimm bandarískar flotaflugvélar voru skotn •ar hiður yfir Norður-Vietnam í fyrradag. Bandaríkjamenn hafa aldrei áður misst eins margai- flugvélar á einum degi síðan loft árásirnar hófust í febrúar. Þremur flugmönnum var bjargað en itveir fórust. Flugvélarnar voru skotnar niður með venjulegum vopnum. ★ DUC CO: — Lítið var barizt við virkið Duc Co, skammt frá landamærum Kambódíu, í gær. Fréttir þaðan benda til þess, að Vietcong hafi hörfað í átt til landamæra Kambódíu. Bandarískir íandgönguliðar við Chu Lai, 350 km norðaustur af Saigon, fengu liðsauka í gær. Þar eru fyrir 4.000 landgönguliðar og er unnið að flugvallargerð á þessu svæði. ★ MOSKVU: — Geimstöð Rússa, „Zond 3“ hefur tekið ljós snyndir af þeirri hlið tunglsins, sem snýr frá jörðu, að sögn Tass, ÍVíyndirnar voru teknar 20. júlí þegar „Zond 3“ var í 11.600 km fjarlægð frá tunglinu og geimstöðin hóf að senda onyndirnar til jarðar 29. júlí úr 2.2 milljón km. fjarlægð. ★ LAHTIS: — Minnst sex menn biðu bana og yfir 30 slösuð- Ust í gífurlegri sprengingu í vopnageymslu skammt frá bænum Lahtis í Finnlandi í igærmorgun. ★ SEOUL: — Suður-Kóreuþing staðfesti í gær hinn inn- deilda samning við Japana um eðlileg samskipti landanna, réttum 20 árum eftir að Kórea fékk sjálfstæði frá Japönum. Allir stjórn arandstæðingar voru fjarverandi, en þeir telja nokkur ákvæði ■vamringsins auðmýkjandi. Lögreglan dreifði hópi manna, sem unótmælti staðfestingu samningsins. ★ DORTMUND: — Vestur-þýzkir jafnaðarmenn hófu kosninga baráttu sína með fjölmennum fundi í Dortmund í gær. Norska verðlagseftirlitið rannsakar vöruverð SAS „Scandinavian Relay” hefur fært að því rök, að SAS leggi 120 —130 prósent á þær tollfrjálsu vörur, sem seldar eru í flugvél- um þess og fríhöfnunum í Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi og Osló. í tilefni þessara ummæla blaðs- ins snéri Arbeiderbladet norska sér til Rolf Semmingsen verð- lagsstjóra og innti hann eftir því, hvað hæft væri í ummælum þess- um. Fer umsögn hans hér á eftir: — Her er auðvitað fyrst að at- huga, hvað verðlagslögin hafa um málið að segja, sagði Rolf, og það getur vel verið að stjórnar- völdunum beri að taka í taumana, er málið hefur verið rannsakað, með því að setja ákveðið hámarks verð. En hér koma auðvitað líka ýmis sjónarmið til sögu, svo sem áfengi, pólitík og það verð, sem önnur flugfélög setja á sínar vör- ur. — En hvað þá um bátana, sem eru í förum t. d. milli Noregs og Danmerkur? — Það gildir líklega það sama um þá, en enn hefur verðlags- Helgarráðstefna um æskulýðsmál .. STJÓRN ÆSÍ hefur ákveðið að gangast fyrir helgarráðstefnu að Jaðri dagana 28. og 29. ágúst n.k. Á ráðstefnunnj verða til umræðu þrír málaflokkar, sem allir snerta æskuna.félagsstörf liennar og hags ■muni. — Reynir Karlsson flytur fyrsta fyrirlestur ráðstefnunnar um þjálfun og störf leiðbeinenda i frjálsu félagsstarfi, Arvid Jo- hansen frá Noregi flytur fyrirlest ur um Unga fólkið og áfengismál in og Benedikt Jakobsson fjallar um Unga fólkið og þjóðfélagið. Aðildarsambönd ÆSÍ, 11 að tölu, senda fjóra þátttakendur hvert til ráðstefnunnar. Æskulýðsráðstefnan að Jaðri hefst kl. 13.30 á laugardag, en- þann dag verða tveir fyrirlestrar fluttir. Að þeim loknum verða um ræður í umræðuhópum, en síðan gera framsö.gumenn umræðuhóp- anna grein fyrir niðurstöðum. Á laugardagekvöld verður skemmt un að Jaðri. Þri,ðja framsöguerindið verður flutt kl. 13.45 á sunnudag en að loknum umræðum um það munu fram fara almennar frjálsar um ræður um málaflokka ráðstefnunn ar. Ráðstefnunni verður slitið síð degis á sunnudag. Æskulýðssamband íslands mun sjá þátttrkendum fyrir ferðum að Jaðri og frá. eftirlitið ekki gert gangskör að þvi að það verði rannsakað. John Nerdrum forstjóri gaf Ar- beiderbladet eftirfarandi upplýs- ingar: — Vöruverðið er ákveðið í að- alskrifstofu okkar, en er nokkuð breytilegt á hinum ýmsu stöðum, Og þeirri spurningu, hversu mik- ill sé hagnaðus SAS af vörusöl- unni svarar Nerdrum: Hreinn á góði er ekki mikill. Hér á For- nebu höfum við svo sem kunnugt er rekið slíka verzlun í skamman tíma. Ágóðinn er ekki mikill eins og ég sagði áðan. Og húsaleigan er dýr. Við borgum 10 prósent umsetningarinnar í húsaleigu til ríkisins. Einar Fröyman hjá Braathen flugfélaginu skýrði Arbeiderblad- et frá því, að Braathen héldi mun lægra verði á tollfrjálsum vörura en SAS. — Og hver er ástæðan? spyr blaðið. — Við teljum nógan hagnað af því verði sem við höfum. Loft- leiðir eru meira að segja tals- vert fyrir neðan okkur. En þeir byggja á sérstöku verðlagskerfl með dollara sem grundvöll. En við hér höfum sem sagt haldið sama verði um langt skeið á þess- um tollfrjálsu vörum, þ. e. á- íengi, tóbaki, osfrv. Okkur hefur ekki fundizt nauðsyn bera til að leggja frekar á þær. SAS maður stal frá SAS ðHHHJ •>•.!>- ••. ' \ ' iPi-£ mmmm- . ROTTERDAM - Starfsmaður á skrifstofu SAS-flugfélagsins i Rotterdam er horfinn án þess að skilja eftir sig nokkur spor. Lög- reglan hóf þegar í stað að leita mannsins, er í ljós kom, að hann hafði haft á brott með sér ura 11.000 gyllini. Maður þessi er 33 ára gamall og heitir T. Halvorsen, er frá Osló. Hafði hann hnuplað fénu í peningaskáp fyrirtækising og ekið brott í bíl vinnuveitandd síns. ÞAÐ er ekki algeng sjón að sjá reykvískar stúlkur iðka knattspyrnu. — Þessi mynd var tekin eitt kvöld- ið í síðustu viku á æfinga- svæði knattspyrnufélagsins Fram norðan við Sjómánna- skólann. Stúlkurnar virtust fullt eins knáar við leikinn eins og piltar, sem voru að leika knattspyrnu skammt frá þeim. awmmmmhmmmummmmmw 2 15. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.