Alþýðublaðið - 15.08.1965, Side 4

Alþýðublaðið - 15.08.1965, Side 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Bencdikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður GuSnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglýsingasími: 14900. Aösetur: Alþýöuhúsiö við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiöja Alþýöu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. S.OO eintakiö. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. NORÐUR OG SUÐUR UM ÞESSAR MUNDIR fara frain viðræður milli fulltrúa ríkisstj órnarmnar og svissneska alúminíum félagsins. Munu þær leiða í Ijós, hvort grundvöllur er fyrir samningum um að heimila Svisslendingum að reisa hér á landi alúminíumverksmiðju. Meðan þessar umræður standa yfir, er haldið áfram deilum um staðsetningu verksmiðjunnar. Sækja Norðlendingar það mál fast, að hún verði reist við Eyjafjörð. Líklegt er, að mikill meirihluti alþingismanna mundi vilja staðsetja verksmiðj una á Norðurlandi, ef tæknilegar og fjárhagslegar að- stæður leyfðu. Ganga menn því aðeins inn á að verksmiðjan verði á Suðvesturlandi, að aðrir staðir komi ekki til greina, þar sem meiri þörf er að styrkja atvinnulíf. Nákvæmur samanburður hefur verig gerður á verksmiðjustæðum á Gáseyri við Eyjafjörð og Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar. Hefur sú athug- un leitt í ljós, að allmiklu dýrara yrði að reisa verk- smiðjuna og reka hana fyrir norðan, og einnig, að all miklu dýrara yrðí að leiða til hennar raforku og koma upp varastöðvum fyrir norðan. Þessar staðreyndir, sem í aðalatriðum verða ekki véfengdar, hafa valdið því, að Svisslendingat^telja sig mundu þurfa LÆGRA raforkuverð, ef verksmiðj an yrði reist fyrir norðan. Alþjóðabankinn, sem ætl að er að lána fé í orkuverin og hugsar um hag þeirra, segir aftur á móti, að dýrara verði að koma raforku norður og verði Landsvirkjun því að fá HÆRRA raf orkuverð, ef verksmiðjan er á Gáseyri. Augljóst er, að þetta tvennt verður ekki samcin að, dæmið gengur alls ekki upp. Af þessum sökum hefur verið hallazt að Straumsvík, en Gáséyri hefur ekki reynzt fær, eins og aðstæður nú eru. Hins vegar hefur ríkisstjórn skýrt frá þeirri hug mynd, að nota mestalla skatta, sem alúminíumv-erk- smiðjan greiðir, ti'l að efla atvi'nnulíf í þeim lands- hlutum, sem mesta þörf hafa. Væri þá sjálfsagt að leggja fé í stór fyrirtæki, en dreifa því ekki í smá s.tyrki um allar jarðir. Mætti til dæmis hrugsa sér að nedsa á Akureyri stóra skipasmíðastöð, þar sem hægt væri að hefja smíði fiskiskipa í þeim mæli, að ekki þyrfti að kaupa nema einstaka hát frá öðrum lönd- um. Beint eða óbeint gætu mörg hundruð iðnaðar menn fengið atviimu við þetta fyrirtæki og það yrði vpldug aukning á iðnaði, sem ætti að vera öflugri 0« hann er hjá fiskveiðiþjóð. Þetta er aðeins ein hugmynd af mörgum. Verði samið um fast gjald af hverju tonni málms, sem fram léitt er, mundi hægt að reikna með ákveðnum tekj- um á ári nálega áhættulaust og yrði hægt að undir- búa nokkur slík fyrirtæki til að efla atvinnulíf þeirra iandshluta, þar sem það er veikast. 4 15. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐÍÐ HjálpræSisher- inn opnar næturklúbb London. — Hjálpræðisherinn hefur nú í hyggju að opna næt- urklúbb í liinu fræga skernrati- staðahverfi Lundúna, Soho. -Tilgangurinn með klúbbopnun- unni er að lokka unga fólkáð frá strip-tease stöðunum og spila knæpunum í hverfinu. -Klúbburinn mun i byrjun næsta árs opna í kjallaráhúsnæði, sem opið verður á -hverri nóttu alla daga vikunnar, fram á rauðan morgun. Klúbburinn verður -svo sem fyrr segir rekinn af Hjálp- ræðishernum en í samvinnu við Meþódistakirkjuna. mHWWWWWMWWWH Verðiagsuppbót Framhaid af 1. síðu. um og öðrum vísitölubundn- um greiðslum fyrir hvert stig, sem kaupgreiðsluvísi- tala hvers þriggja mánaða tímabfls er hærri en vísitala 163 stig. Samkvæmt því skal á tímabilinu 1. september til 30. nóvember 1965 greiða 4.88% verðlagsuppbót á laun og aðrar, vísitölubundn ar greiðslur. Athygli er vak in á því, að þessi verðlags- uppbót skal ekki reiknuð af launum að yiðbættum þeirra verðlagsuppbót (3.66%), sem gfldir á tímabilinu júní— agúst 1965, heldui’ miðast við grunnlaun og aðrar grunngreiðslur. Verðlagsuppbót á viku- laun og mánaðarlaun skal, -samkv. ákvæðum nefndra' laga, reiknuð í heilum krón um, þannig að sleppt sé br-oti úr krónu, sem ekki nær hálfri krónu, en annars hækkað í heila krónu. MMMMMMMMMMMMMtMM SMURT BRAUÐ Snlttur. Opið frá kl. 9—23,5» Brauðstofan Vesturgötu 25. Sími 16012 Fyrirliggjandi 2, 3, 4, 5 og 6 mm. þykktir. Þýzkt rúðugler Hamrað gler % mm. — Öryggisgler 90 x 180 cf. Gróðurhúsagler 45x60 cm og 60x60 cm. EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. — SÍMI 1-1400 — NÝKOMIÐ Teppadreglar margar tegundir Gólfteppi margar gerðir Hollenzku Cocosdreglarnir margir litir Gangadreglar alls konar Gólfmottur mikið úrval Teppafílt Baðmottur Geysir h.f. Teppadeildin. Auglýsingasíml ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906 » C- 'iík-; QIÖA MUG'-4JA

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.