Alþýðublaðið - 15.08.1965, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 15.08.1965, Qupperneq 6
BYSSUBORGIN ,BARNIÐ hjalaði glatt og ánægt í vöggu sinni. En það var ekki leikfang, sem það hafði milli handanna heldur riffill. „Það er vejnjan hér”, sagði móðirin, afsak- andi við Alan Henderson, banda- ríska biaðamanninn, er greinina ritar. „Og mörg börn vakna hér til lífsins með byssuna við hlið sér.” Hlutir sem þessir eru daglegir viðbur'ðin í Albanova — byssu- glöðustu borg heimsins. Þar eru byssulögin aðeins orðin tóm, og þú getur átt á hættu að verða skotinn út af smámunum, svo sem ef þú kvartar um það, að þú sért illa klipptur við rakarann. Og enginn skilur við sig byssuna í Albanova, jafnvel sóknarpresturinn gengur vopnaður til kirkju. Samt er Albanova ekki í villta vestrinu, — nei, hún er á Ítalíu, 11 mílum norðvestur af Napólí. En það þarf enginn að halda, að hann komi auga á Albanova á landakortinu. Ónei, 1947 var nefnllega gerð tilraun til að koma óorðinu af þessari sérstæðu borg með þvi að skipta henni í tvo hluta undir ólíkum nöfnum: Casal di Principe og San Cipriane. En það breytti engu. Hinir 30 þúsund íbúar kalla borgina sína enn Albanova — og skothríðin heldur áfram. ★ Borgarlífið oc bvss- urnar Hér skulu nefnd nokkur atvik, sem gevzt hafa að undanförnu í Albanova: a. Bóndasonur einn, Pasquale Capasso að nafni, 16 ára gamall, og 17 ára frændi hans, Dionigi, lentu í illdeilum. Þær enduðu með því, að ’asquale skaut Dionigi til dauða. b. M irio Magliulo, 14 ára gam- all smali, var aðeins sex ára; þegar bróðir hans, Ciprano, var skotinn til bana af bónda nokkrum. Marioana sór að nefna bróður ;íns, en áður en til þess kæmi, var hann hnepptur í fang- elsi fyrir að skjóta annan mann., Þegar hann kom því við, skaut hann svo bóndann. c. Hi m 12 ára gamli Anton- lo Diana var að leika sér á vatns melónuakri föður síns ásamt leik- Ungu mennirnir í Albanova læra snemna að handleika byssur. bróður sínum Michele, sem einn- ig var 12 ára. Þegar drengirnir bjuggust til heimferðar, tók An- tonio eftir því, að Michel hafði hnuplað melónu og faldi hana undir jakkabarði sínu. Antonio hljóp þegar heim á bæ föður síns sótti riffil lians og skaut leik bróður sinn. 5^>0<>C><><>C<><><><><><><>0 í Albanova er of- beldið ríkjandi. Jafn- vel presturinn fer vopnaður til kirkju sinnar. Böm og ungl- ingar gerast sek urn mörg morð á ári hverju og þykir vart saga til næsta bæjar. >000000000000000 Þarna voru framin þrjú morð af þremur unglingum — og þorps búar hrærðu hvorki legg né lið. í borg ekki stærri en Albanova virðist þetta geigvænlegt — og þá ekki sízt sú staðreynd, að þar eru að meðaltali framin sex morð og 68 morðtilraunir á ári hverju. Samt sem áður virðist ókunnug- um fljótt á litið sem Albanova sé fremur friðsamlegt þorp, og útjaðrar þess eru eins og í venju legum landbúnaðarbæjum. Þarna eru gróðursælir vellir og kvikfénaður á beit. En sé betur að gáð, kemur ým- islegt í ljós, sem er sérkennandi fyrir lífið í Albanova. Sérhvert vegamerki, póstkassi, jafnvel sér- hvert símaskýli eru alþakin göt- um eftir byssukúlur. Menn nota þau nefnilega sem skotmörk. í Albanova er byssan alvöld. Dag nokkurn fyrir mörgum ár- um, hitti rakari bæjarins, Orlando Gagliardi, bræðurna Luigi og Francesco Della Corte fyrir utan rakarastofu sína við aðaltorg bæj- j arins. Luigi var 19 ára gamall og feitlaginn eftir aldri. „Þú ert alltof feitur,” sagði Orlando. — „Það er skömm að þér fyrir bæ- inn.” Luigi svaraði því til, að það væri hans einkamál, hversu hann safnaði spiki. Þá hafði rak- arinn engin frekari umsvif en skaut hann á staðnum, og síðan bróður hans, Francesco,’ sem reyndi að koma honum til hjálpar. Og 1958, þegar viðskiptavinur Orlando kvartaði undan því að vera illa klipptur, fauk svo í mdistarann — að |Unn þreif^ byssu sína og skaut vininn þegar í stað. ★ Slærnur mórall í Albanova er ekki sá maður eða drengur, sem ekki ánn byss- unni sinni af heilum hug. Og eitt aðalsport bæjarbúa er að halda stól í annarri hendi, en láta svo félaga sína skjóta á hann. Sýningartjöld hinria fimm kvik- myndahúsa bæjarins eru þakin götum eftir byssukúlur. Menn hleypa af á hetjurnar eða þorparana i myndunum, ef þeim geðjast ekki að- þeim eða fram- ferði þeirra. Fyrir nokkrum árum var 15 ára drengur drepinn af bónda nokkr- um — auðvitað með byssu. Morð- inginn, sem átti 2 ára gamlan son var handtekinn og varpað í fang- elsi. En það var foreldrum hins myrta ekki nærri nóg hefnd. Þeir biðu í 13 ár — unz sonur bónda varð 15 ára — og skutu hann þá. 1928 sendi Mussolini ofursta úr Carabiniere til að hreinsa til í Albanova. Hann hugðist nú sýna Götumynd frá Albanova. in eru frábrugðin öðrum börnum. Sum þeirra fara í skólana með vasana fulla af byssukúlum. Og kennararnir keppast við að gera : þær upptækar. í kristinfræðitímunum neita : þau að viðurkenna boðorð fyrir- gefningarinnar. Ef ég býð þeim ! að bjóða fram aðra kinnina, þeg- j ar hin er slegin, hrista þau bara „Þegar byssa hefur einu sinni j I ★ Helgir munir 1 „Þegar byssa hefur verið einu verið notuð, öðlast hún helgi og er vandlega geymd, eins og helgur hlutur. Byssan er þeirra guð.” Sjálfur ber presturinn byssu. „í sjálfsvarnarskyni,” segir hann með hryggð í rómnum. í Albanova elur ofbeldið af sér meira ofbeldi. En því þá? Eg reyndi að fiska það upp úr kunn- ingja mínum, sem gjörþekkir til staðarins og sögu lians. „Veiztu það ekki?” varð hon- um að orði. „Árið 1890 létu íbú- ar Albanova það viðgangast, að eftirlíking af Maríu guðsmóður væri brennd, án þess að koma henni til bjargar. Eftir það hlaut Albanova formælingar allra nær- liggjandi byggðarlaga. Eg held ég muni orðin rétt: Megi djöfullinn aldrei láta ykkur óáreitta. .... í Albánova eru umferðarskiltm notuð sem skotmörk, TVEIR þjófar, sem þóttust vera gluggapússarar, stálu um dag inn skartgripum að verðmæti ná- lega 200 þús. kr. frá lafði Spen- cer Churchill, ekkju Winstons, að því er Imndúnalögreglan upplýsir. Þjófarnir stálu skartgripunum úr herbergi í íbúð sonar sónar Lady Churchill, Winston Chur- chill, sl. mánudag. Þeir voru klædd ir í vinnusamfestinga og voru með vatnsfötur í höndum. Lafðin var sjálf í öðru herbergi á meðan þjófnaðurinn var framinn. dugnað og áendi burt hættulegu mennina. „Eh þegar hann stefndi 90 manns fyrir rétt sakaða um andfélagslega starfsemi, neitaði dómstóllinn í Napólí að dómfella þá. Og ofurstinn hypjaði sig á brott íeginn að fá að halda lífi. Enginn skyldi bera byssu í Albanova nema að fengnu byssu- leyfi samkvæmt skipun Carabi- nieris. Skipaði hann 13 menn í borginni til að hafa eftirlit með þessu en enginn þeirra þorði að hlýðnast skipunum hans! Prestur nokkur, sem borinn er og barnfæddur í Albanova, hefur komizt svo að orði: „Það blundar illur andi í brjósti hvers bæjarbúa í Albanova. Og hann getur gert þann hinn sama að morðingja á einu andartaki. Þegar þú gengur út úr húsi í Albanova, veiztu aldrei hvort þú kemur lifandi aftur. Jafnvel börn- Hafa narrað Iðg- regluna í eitf ár TVEIR Norðmenn geta um þessar mundir haldið upp á eins árs af- mæli sitt sem falsgreifa. Þeir. eru sakaðir um heila hersingu af af- brotum út um alla Norður-Evrópu, en samt hefur lögreglunni enn ekki tekizt að hafa hendur í hári þeirra. Afbrotin eru m. a. þjófn- aðir, fjársvik, falsanir o. s. frv. Þessir náungar Stunda starf sitt með sigurbros á vör og yndis- þokka og með aðstoð ungra stúlkna, sem falla í gildru þeirra, þegar þeir látast vera diplómatar og greifar í stórum og fínum, hvítum bílum. Báðir þessir menn eru flóttamenn úr norskum fang- elsum. Þeir eru ekki taldir sérlega hættulegir. Vitað er, að þeir komu um hábjartan dag inn á Louisiana safnið, þar sem talið er, að þeir hafi stolið möppu af teikningum. Þá hefur lögreglan fundið einn af bílum þeim, sem talið er að Norðmennimir hafi stolið. Það er stór Mercedes- Banz bíll með föls- uðum númerum, fölskum dipló- mata-plötum („CD-plötum”), og Frh. á 10. síðu. 0 ,15. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.