Alþýðublaðið - 15.08.1965, Síða 15
Myndir
Frh. af 1. síðu.
hóf að senda myndirnar aftur til
jarðar 29. júlí úr 2.2 milljón km.
fjarlægð.
; „Zond 3.” heldur áfram ferð
sinni um himingeiminn. Geimstöð-
in heldur áfram að senda mynd-
ir af bakhlið tunglsins unz hún
kemst í mestu jarðfirð. Myndir
þær, sem borizt hafa, eru nógu
góðar til að sýna nokkur atriði,
sem eru mjög forvitnileg fyrir
vísindamenn. „Zond 3.” var í 5.3
milljón km. fjarlægð frá jörðu í
morgun.
Fékk milljónir
fyrir 50 aura
London. —
FERTUG ensk húsmóðir
varð í fyrradag 73.660 stpd.
e.ða ca. 9 milljónum ísl.
krónum ríkari eftir að hafa
fórnað aðeins 1 pennyi eða
um 50 aurum íslenzkum í
jknattspyrnugetraunum um
' leiki, sem leika átti þúsund-
um mílna í burtu, — sem sé
í Ástralíu. Konan gizkaði
því nær rétt á úrslit allra
leikjanna.
Frú Pamela Blake, sem á
þrjú börn, fór með heim til
sín stærsta vinninginn í
knattspyrnugetraunum get-
raunafélagsins Littlewoods,
sem é sumrin er með ástr-
alska leiki á getraunaseðl-
um sínum.
Englendingar þekkja lítt
til ástandsins í áströlskum
knattspyrnumálum, en frú
Blake tókst að gizka rétt á
úrslit sjö leikja af þeim 8
sem á seðlinum voru, og
enginn ágizkenda náði líkt
því eins góðum árangri en
þar með hreppti frúin þenn-
an einstæða vinning!
ÉTJÖRN Minningarsjóðs dr. Rögn
valds Péturssonar til eflingar
íslenzkum fræðum hefur veitt
styrk að fjárhæð þrjátíu og fimm
þúsund krónur til Helga Guð-
mundssonar, sem lokið hefur B.A-
prófi í klassískum fræðum og
cand. mag. prófi í íslenzku við Há-
skóla íslands.
Kandidatinn mun fást við rann-
sóknir á tvítölu í íslenzku, en um
það efni fjallaði ritgerð hans til
lokaprófs í íslenzku.
ÞRJÁR FLUGUR í EINU HÖGGl ...
Vantar y&ur bíl fyrlr fjölskylduna, fyrlrtækið, fcrðalagiö?
OPEL CARAVAN 1000 er 5 manna bíll,
tekur tvo farþega í þægilcga framstóla, og tVO
fullor&na e&a þrjá yngri farþega í aftursæti
O.PEL CARAVAN ÍOOO tekur yfir 50 rúmfet af farangri
eBa vörum ásamt bílstjóra og einum farþega,
OPEL CARAVAN 1000 fæst einnig met barnasæti aft*
ast, og flytur þannig þrjú börn,
þrjá.fuilor&na — og yöur.
ÁRMÚLA 3, 5ÍMI 38900.
Auk þess er hann liöugur I akstri: A&elns 10, mrf>ey£ju-
radíus, gó& yfirsýn til yztu horna bilsins,
Stuttar skiptihreyfingar gírkassa.
Ódýr í. rekstri:
Eyðir a&eins um 6.5 Itr. á 100 km, smurfrír undirvagn;
og verðið? - Spyrjist a&eins fyrirl
OPEL CARAVAN 1000 - fyrir fjölskylduna, fyrirtækið
og ferðalagið.
Óeirðir
Framh af bls. 1.
— Þeir kasta steinum og tóm-
um flöskum á alla hvíta menn og
jafnvel blökkumenn, sem hafa
ljósleita hús, sagði maður nokkur.
Hinn kunni blökkumaður og leik-
ari, Dick Gregory, sem fékk skot
sár á læri er liann reyndi að
hjálpa lögreglunni í uppþotunum
sagði í gær: — Óeirðirnar geta
versnað. í stað þess að ráðast á
eignir ráðast þeir kannski á fólk.
Einkennisbúningur lögreglunnar í
Los Angeles hefur sömu áhrif á
blökkumennina og einkennisbún-
ingur brezkra hermanna hafði á
Bandaríkjamenn á dögum nýlendu
stjórnarinnar, sagði hann.
Orsakir óeirðanna eru taldar
mikil hitabylgja, sem verið hefur
í Los Angeles síðustu daga, fá-
tækt blökkumanna og þjóðfélags-
legt ranglæti. 12% íbúa Los Ang-
eles eru blökkumenn og yfirvöld
in játa að þeir hafi takmörkuð
tækifæri.
Blökkumannahverfið í Los An-
geles er eins og vigvöllur eftir orr
ustu. Þetta eru mestu óeirðir í
sögu Los Angeles. 80 manns hafa
verið handteknir og minnst 120
hafa særzt. 100 verzlanir hafa ver-
ið rændar eða brenndar til kaldra
kola. Kveikt var í mörgum húsum.
Sprenging
Framhald af 1. síðu.
ókleift sé að nálgast vopnageymsl-
una strax.
Nokkur hús í grenndinni hrundu
til grunna vegna loftþrýstingsins.
Allt nágrennið, í allt að 2 km. fjar
lægð, er eins og eftir loftárás.
Djúpir gígar hafa myndast, mörg
tré hafa brotnað og stórgrýti hef-
ur þeytzt í allar áttir. Sprengingin
hefur að öllum líkindum orðið í
þeim hluta geymslunnar, sem var
sprengdur inn í klappirnar.
Um 65 hermenn voru á vakt í
vopnageymslunni þegar spreng-
ingin varð. Nokkrum þeirra tókst
að komast heilu og höldnu til
skógar í grenndinni, en óvíst er
um afdrif margra hermannanna.
Til þessa hafa fundizt lík fimm ó-
breyttra borgara og eins ber-
manns. Rannsóknarnefnd hefur
verið skipuð.
Liðsforingi nokkur fann í morg-
un lítinn dreng, sem hafði ráfað
í skóginum í þrjá tíma, klæddur
náttfötum. Björgunarliðið varð áð
hörfa um nokkra km. frá slysstaðh-
um í morgun þar'sem sprengikúlu
geymsla sprakk í loft upp.
Úfsvarsskrá
INTREPID
istangaveiðihjólin frá K. P. MORRITT
Englandi eru ódýr, en þó ein allra
vönduðustu stangaveiðihjól, sem til eru.
Mikið úrval nýkomið.
’spmvSRiiBús mwjMm
Rafha-húsinu við Óðinstorg.
Elzta sportvöruverzlun landsins.
fyrir Vatnsleysustrandarhrepp
liggur frammi 16. ágúst til 30. ágúst að báð-
um dögum meðtöldum hjá hreppsnefndar-
oddvita, verzlununum í Vogum og 1 þinghúsi
hreppsins.
Kærufrestur er til loka dagsins 30. ágúst
1965.
Kærur yfir útsvörum skulu sendar oddvita
VatnsleysustrandaThrepps, en vegna að-
stöðugjalds til skattstjóra Reykjanesum-
dæmis í Hafnarfirði.
Oddvitinn.
■
J
ALÞÝDUBLAÐIÐ - 15. ágúst 1965 15