Alþýðublaðið - 25.08.1965, Síða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-
trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906.
Aðsetur: Alþýðuhúsia við Hvcrfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. S.00 eintakið.
tltgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Wvcfð er að veðrinu?
VEÐURFAR hefur að ýmsu leyti verið óvenju-
legt á þessu ári. Hafís lagðist að landi í fyrsta sinn í
tæplega hálfa öld, og vor var kalt. Sumarið hefur
hins 'vegar verið sóiríkt og þurrt, svo að jafnvel hefur
borið á vatnsskorti.
Aðrar þjóðir hafa svipaða sögu að segja af ó-
í venjulegu veðri. í Vestur-Evrópu hefur sumar verið
kalt og votviðrasamt. í Norður-Ameríku hefur verið
langvarandi þurrkur við austurströndina, svo að til
Vandræða horfir, en meira en nægilegt regn vestar,
'þar sem venjulega er þurrviðri á sumrin. Nú er há-
jvetur á suðurhveli jarðar, og berast fregnir frá Ástra
' líu og Suður-Ameríku af óvenju slæmu veðri þar.
j Það er því von, að menn spyrji: Hvað er að veðr-
,inu?
Erlendir veðurfræðingar hafa látið í ljós þá skoð
un, að vindakerfi jarðarinnar hafi breytzt, en ekki
vilja þeir fullyrða, hvort sú breyting verður til fram
j búðar. Virðast þeir ekki á eitt sáttir um orsakir þess
'ara breytinga. Augljóst er þó, að samhengi er milli
hins óvenjulega veðurfars austan hafs og vestan. ís-
lendingar vita, að lægðir koma úr vesturátt, en í
j Vestur-Evrópu heldur almenningur, að þær komi frá
íslandi.
Miklar framfarir hafa or-ðið í veðurfræði á síð-
ustu áratugum, en þó er augljóst, að þar eru mikil
jþekkingalönd ónumin. Er ástæða til að leggja mikla
ióherzlu á þau vísindi í framtíðinni, þar sem afkoma
þjóða og lífsbarátta er enn mjög háð veðri og vind-
um. Má og búast við stórstígum framförum í náinni
framtíð vegna þeirrar hjálpar, sem veðurfræðin fær af
gervihnöttum, er geta skoðað skýjafar utanfrá um-
hverfis jörðina á noklcrum klukkustundum.
Að samningaborði
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Norðurlandanna
héldu fund í Osló fyrir nokkrum dögum. Koma þeir
raunar oft saman og ráðgast tun málefni landa sinna,
ekki sízt á haustin, áður en allsherjarþing Samein-
uðu þjóðanna hefst.
Af þessu sinni var ófriðurinn í Vietnam aðal um
ræðuefni fundarins. Létu ráðherrarnir í ljós miklar
áhyggjur út af gangi mála austur þar og lýstu þeirri
skoðun sinni, að málalok rniundu aldrei fást á víg-
velli, heldur yrðu aðilar að setjast að samningaborði.
Augljóst er, að Bandaríkjamenn stefna að þess-
ari framvindu mála, þótt deilt sé um aðferðir þeirra.
Þeir 'vilja-semja — en hingáð til hefur staðið á komm
únistum. Þeir hafa valið stríð.
4 25. ágúst 1965 - •ALÞÝÐUBLAÐIÐ
c* I . ■ 'J'iíf : :
ÉG HEF FENGIÐ nokkur bréf
á undanförnum árum þar sem
kvartað hefur verið yfir því að
verkalýðsféiög- séu aðgangsfrek
með innheimtu gjalda hjá þeim
sem aðeins vinna við og við og er
þá aðallega um að ræða unglinga
og kvenfólk. Ég hafði dýrkeypta
reynslu af því fyrr meir liversu
lítinn skilning verkafólk hafði á
hauðsyn þes^, að samtök þess
hefðu tekjur til að standa straum
af starfsemi sinni. Að visu voru
þeir margir sem ekkert töldu eft
ir sér þegar samtökin áttu í hlut
og greiddu meira en þeim bar og
unnu meira fyrir þau en aetlast
var til að þeir gætu.
ALLT BREYTTIST þetta þeg-
ar það komst inn í samninga, að
hægt væri að innheimta ársgjöld
in hjá atvinnurekendum. Það gjör
breytti afstöðu verkalýðsfélaganna.
Um líkt leyti komst það líka inn
í samninga, að allir sem stund
uðu vinnu á félagssvæðinu, væru
gjaldskyldir. En um leið kom upp
nokkur óánægja með það, að ungl
ingur, sem vann kannski í mán
uð eða svo eða húsmóðir, sem
skrapp í vinnu dag og dag, skyldu
eiga að borga árstillag. Þetta var
líka nokkuð harkalega að farið.
DAGSBRÚN TEKUR 700 kr. í
árstillag og Verkakvennafélagið
500 kr. Reglan er sú, að taka árs
tillag af fólki, sem vinnur um
sinn. En það er ekki ófrávíkjan
leg regla. Félögin fá vinnulista og
þau innheimta síðan. Ef viðkom
andi telur sig órétti beittan, þá
fær liann leiðrétt. Annað hvort
er honum endurgreitt allt eða
nokkur hluti þess, sem innheimt
hefur verið. Fólk kemur oft og
kvartar, en stundum skrökvar það.
Þarna er mjótt á mununum. En
mér finnst ástæðulaust að sleppa
fólki við að greiða gjöld sín, því
að félögin starfa vel fyrir alla
launþega. ekki aðeins fyrir bá. sem
vinna stöðugt lieldur einnig þá
sem taka laun sín fyrir óreglu
lega vinnu.
ÞAÐ ER 'UIKID RÆTT um
smyglið. Það er enn einn blettup
inn á íslenzku þjótffélagi. Ég hef
fengið nokkur bréf um það, en
það frumlegasta fékk ég. í
gær. Bréfritaranum finnst það
allra sárast og regluleg skömm
fyrir íslendinga, hvað sjómennirn
in, sem staðið liafa fyrir smyglinu
séu vitlausir. Þeir séu svo heimsk
ir, að maður geti næstum því
farið að gráta yfir því að þetta
skuli vera íslendingar. Hérna er
bréfið
ANDVARI SKRIFAR: „Um fátt
eða ekkert er nú meira talað hér
í bænum, en Langjökulshneykslið-
Menn standa alveg höggdofa yfir
þeirri skammsvni og ég vil segja
heimsku sem þarna kemur fram.
Að mennirnir skyldu ekki sjá að
fyrirfram, að þeir myndu aldrei
koma öllu þessu áfengi í land
fnamhiá tollvörðunum. Én í stað
þess fljóta þeir sofandi að feigðar
ósi og láta skeika að sköpuðu,
þótt þeir lendi í Steininum og
+ Innheimta verkalýffsfélaganna og þeir, sem ekki
stunda fasta atvinnu.
+ Um smygfmáiin og fádæma heimsku farmanna.
if- „Það er hægt að gráta yfir því, að til skuli vera svona
heimskir íslendingar".
=J1
vérði að greiða milljónir í sekt.
Það var þó næsta auðveit fyrir þá
að forðast öll þessi vandræði, og
það hefðu vi/anlega allir með
fullu viti gert.
EKKI ÞURFTU þeir að gera
annað en láta fiskibát koma á
móti sér út í Faxaflóa, sem tekið
gat allt áfengið og koma því á ör
uggan stað. En þetta hefur verið
brallað og gefist vel. Það er
skömm að því, að þetta skyldn
vera íslendingar, sem fóra svona
flónslega að og létu stinga sér f
Steininn, þar sem jafn auðvelt
var að sigla fram hjá þessu blind
skeri."
REYKTUR ÁLL
— heill, flakaður, vacuumpakkaður.
Reyktur lax heil flök
Reyktur rauðmagi
Reykt ýsuflök
Perles du Nord
grásleppuhrognakavíax,
50 gr. glös,
100 gr. glös,
1 kg. dósir.
Frystur humar
Frystar rækjur
Niðursoðnar rækjur
Fryst ýsuflök
TILRAUNASTÖÐ S./.S.
HVALEYRARBRAUT, HAFNARFIRÐI,
SÍMI 5-14-55.
Skóútsala
Kvenskór -
Karlmanna-
skór
Stórlækkað verð
SKÓBÆR
Laugavegi 20
2ja - 3ja herb. íbúð
óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla ef óskast.
Upplýsingar í síma 41352.