Alþýðublaðið - 25.08.1965, Side 6

Alþýðublaðið - 25.08.1965, Side 6
ALLT FLÖSK- Nl AÐ ÞAKKA Rómantísk saga út Suchirlöndum „ÞAÐ er flaskan, seni ég á allt að þakka“. r Það er dökkhærð, brosandi og hamingjusöm víkingabrúður, sem segir þctta við foreldra sína í litlum bæ á strönd Sikileyjar, þar sem „rómansinn” byrjaði fyrir tíu árum, vegna þess að gamall fiski- ntaður ákvað að fleygja ekki aftur fyrir borð flösku með bréfi í, sem hann fann á reki í Jóníska hafinu. „Ég á mann, sem elskar mig og tvö yndisleg börn, sem fylla líf mitt hamingju og gleði”, sagði Paolina Puzzo Viking við foreldra sína, þegar hún fyrir skömmu korm 'í heimsókn aftur til heimabæjar ■síns, Rione Bonanno á Sikiley. „Og allt á ég þetta flöskunni að þakka”, bætti hún við. Þessi siciliönsku-norrænu tengsl, sem nánast minna á ævintýri, urðu sem hér segir: Fyrir tíu árum, haustið 1955 var faðir Paolinu, fiskimaðurinn Se- bastian Puzzo, úti á sjó að vita um net sín. í þeim fann hann lika flösku með svohljóðandi bréfi í: „Ég heiti Áke Viking. Ég er sænskur sjómaður um borð í skipi mínu. Ég er tuttugu ára gamall. Ég veit, að sikileyskar stúlkur eru fríðar og góðar, og ég vil gjarna giftast einni þeirra. Hún má ekki vera meira en 18 ára- gömul, með dökk augu og svart hár”. Fiskimaðurinn Sebastian fuss- aði fyrirlitlega. Auðvitað eru sik- ileyskar stúlkur fallegar, dökk- eygar og dökkhærðar. Hann var næstum búinn að ákveða að fleygja flöskunni í hafið á ný, en þá fékk forvitnin yfirhöndina og hann fór með bréfið heim. Þar las dóttir hans Paolina bréfið upp aftur og aftur. Hún svaraði til lýsingarinnar. Hún hefur hrafnsvart hár og augu, sem eru eins stór og svört og grískar ólivur. Hún skrífaði Áke og beið lengi eftir svari, þar til pósturinn kom dag einn með fyrsta bréf hans. Þau skrifuðust á, hann kom til Sikileyjar, þau giftust, og hann tók hana með sér heim til Norð- urlanda, þar sem hún nú hefur fundið sitt nýja heimili. Tengdamamma kærði Það gerðist nýlega í Danmörku, að ökumaður „undir áhrifum á- fengis” var handtekinn og dæmd- ur til eins og hálfs árs ökuleyfis- sviptingar og 20 daga varðhalds. Það er í sjálfu sér vart í frásögur færandi, en hitt er frásagnarverð- ara, að það var tengdamóðir hans, sem kærði. En maðurinn var alls ekki dauður 75 ÁRA GAMALL sjómaður, Ab- daliah Abdal Rahman Zamrini, varð óskaplega skelfdur, er hann vaknaði morgun nokkurn í svölu herbergi í líkhúsinu í Beirut. Ekki varð hann minna hræddur, er menn komu nokkru síðar til að búa lík hans til greftrunar, en líkami . hans hafði daginn áður verið fluttur í líkhúsið frá sjúkrahúsi einu í borginni, þar sem læknarnir töldu hann látinn. Fjölskyldunni hafði verið til- kynnt um dauðsfallið og í morg unblöðunum stóð dánartilkynning hans um það leyti, sem hann var að vakna við ágæta heilsu. Nú er Abdallah kominn aftur í rúmið sitt á sjúkrahúsinu, þar sem hann nýt- ur betri hjúkrunar en nokkru sinni fyrr. Sagt er, að Brigitte Bardot hafi gefið síðasta kögursvein sinn, stæl gæjann Bob Zaguri, upp á bátinn, en sé nú farin að gefa frönskum lækni ótæpilega undir fótinn. Við birtum mynd frá alþjóðlegri íþróttahátíð í London í gær, Þar sem gat að líta tvær ávalar stúlkur, sem voru að fást við íþrótta greunina „curling". Og hérna er önnur mynd frá sömu hátíð, þar sem tveir brczkir sjóliðar eru að virða fyrir sér þýzkan þátttakanda frá Darmstadt. — Við erum nú eiginlega farnir að velta því fyrir okkur bvers konar hátíðahöld þetta muni eiginlega vera . . . O'CONNERY FYRR OG NÚ Þessi mjög svo sérkennilega mynd, sem er „tvöföld“ í þokka- bót er hvorki meira né minna en af einu mesta unglingaátrúnaðar goði nútímans, sjálfum Sean Connery, sem þekktastur er undir nafninu James Bond. Vinstra megin á myndinni cr hann 9 ára en hægra megin 35 ára. Ja, mikið geta menn nú breytzt á ekki lengri tima. $ 25. ágúst 19S5 - ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.