Alþýðublaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.08.1965, Blaðsíða 8
í SÍÐASTLIÐINNI viku var hald- in hér í Ileykjavík Nordisk indu- stri konference, eða ráðstefna norrænna iðnrekenda, og í tilefni þess er opnan í dag helguð íslenzk um iðnaði. Þessi norræna ráð- stefna, sem er sótt af 15 útlend- ingum frá öllum hinum Norður- löndunum og 7 manna stjórn FÍI (Félags íslenzkra iðnrekenda) og framkvæmdastjóra samtakanna Þorvarði Alfonssyni, er önnur ráð . stefna sinnar tegundar, sem hald -I in er hér á landi, hin fyrri var haldin 1957. Hlutverk hennar er að ræða sameiginleg hagsmuna- mál norrænna iðnrekenda og skipt ast á skoðunum um þau efni. Að i þessu sinni mun mest hafa verið ■ fjallað um Evrópumarkaðsmálin, .} að því er Þorvarður Alfonsson i tjáði Alþýðublaðinu, en þar að auki bar. ýmislegt fleira á góma. í — Ráðstefnan fer að þessu i sinni fram í fundasal Iðnaðarbank- ans, sagði Þorvarður Alfonsson, en mun næst haldin í Svíþjóð. Þó að við íslendingar seljum fremur lítið af iðnaðarvörum á erlendum .; markaði hefur það ómetanlegt gildi fyrir okkur að taka þátt í slíkum ráðstefnum, þær víkka sjóndeildarhringinn og miðla okk- ur dýrmætri reynslu frá iðnrek- endum á hinum Norðurlöndunum. Og það er vert að geta þess, að samtök þeirra hafa ávallt verið i reiðubúin að veita FÍI allar þær upplýsingar, sem það hefur beðið þau um. Þorvarður kvað fundina standa ■; í tvo daga en síðan yrði farið með hina norrænu gesti í skemmtiferð út á land, og þeim leyft að kynn- j ast furöum íslenzkrar náttúru. j Vissulega er gleðilegt til þess j að vita, að hinn ungi íslenzki iðn- | aður skuli svo virkur þátttakandi ; í starfsemi norrænna iðnrekenda j og væntanlega mun það efla hann I bæði út á við og inn á við og j auðga hann upplýsingum og j reynslu. Jafnframt væri kærkom- | ið, ef reynt yrði að kynna útlend- ; ingum íslenzkan iðnað, þannig » að þeir hlytu dýpri skilning á þeim málum og gætu reynzt okkur hauk ar utan landssteina. , í dag spjöllum við lítillega við nokkra íslenzka iðnrekendur. Við spyrjum þá um ástand og horfur í íslenzkum iðnaði. ÁstandiS betra en í ársbvriun Fyrstur varð fvrir svörum Bjarni Björnsnon forstjóri Dúks, sem framleiðir aðallega lífstykkjavör- ;í ur og skvrtur. Bjarna fórust orð á þessa leið: — Ég tel engan vafa á því, að “i ástandið er mun betra en í árs- i byrjun, fyrst og fremst. af tvennum ástæðum: í fyrsta lagi tel ég, að forráðamenn þjóðfélagsins geri SPf nix C’fpll-t lincronn p,n íítur iðnaðurinn sé nauðsynlegur efna- hagslegri uppbyggingu landsins í framtíðinni. í öðru lagi virðast neytendur sjá betur en áður, að við íslendingar getum framleitt samkeppnisfærar vörur við þær erlendu og þeir eru farnir að þora að kaupa íslenzkar vörur meira en áður; þeir virðast m. ö. o. vera að missa vantrúna á íslenzkan iðnað. — Og hvað um aðbúnað inn- lends iðnaðar í dag? — Hann má teljast viðunanleg- ur að flestu öðru leyti en því, að stöðugur skortur lánsf jármagns háir honum verulega. Iðnaðurinn þarf á auknu rekstrarfé að halda og þarmeð auknu lánsfé. Rekstrar- fjárskorturinn er hiklaust mesta vandamál íslenzks iðnaðar í dag. — Nokkuð fleira varðandi iðn- aðinn, sem þér er ofarlega í huga? — Já, ég vil ekki láta undir höf- uð leggjast úr því að mér gefst tækifæri til, að minnast á íslenzku fatnaðarsýninguna, sem haldin var í vetur leið. Ég er sannfærður um, að hún hefur mjög opnað augu al- mennings fyrir því, sem er að ger- ast í innlendum iðnaði og eins því, að við erum farnir að framleiða Bjarni Björnsson hér góðar vörur — þó að eflaust megi enn bæta þær eins og svo margt annað. Niður suðuverksmið j - uraar settar hjá Næst spjölluðum við stuttlega við Tryggva Jónsson forstjóra Nið ursuðuverksmiðjunnar Ora í Kópa vogi, en fyrirtæki hans er eitt þekktasta og vinsælasta sinnar tek- undar hér á landi. Um ástand og horfur íslenzks iðnaðar segir Tryggvi: — Mér lízt bara vel á ástandið í minni grein, niðursuðunni, en hitt er svo annað mál, að niðursuðu- verksmiðjur hafa fram að þessu ekki fengið nein lán til lengri tíma cins og t. d. fiskvinnsla og frystihús, og þess vegna ekki get- að þróazt á sambærilegan hátt. Hins vegar mun nú vera að greið- ast úr þessu, og við höfum fengið þann úrskurð að við ættum að fylgja iðnaðinum en ekki sjávar- útveginum eins og hallazt var að Trygvi Jónsson. áður. ,Á þessum nýja grundvelli ættum við því að geta fengið lán til lengri tíma, því að iðnaður á borð við þennan byggist að miklu leyti á föstum lánum til langs tíma. Niðursuðuverksmiðjurnar hafa alltof lengi verið á hrakhól- um og hvorki sjávarútvegurinn né iðnaðurinn almennilega viljað kannast við þær, svo að við höfum mikils til orðið útundan í lán- veitingum eins og ég áður sagði. — Hefur erlendur innflutningur nokki'.ð spillt fyrir ykkar grein? — Ekki að ráði held ég. Annars hef ég .heyrt, að innflutningurinn hafi spillt talsvert fyrir þeim, sem framleiða hér sardínur og eins síld. — íslenzkar fiskiðnaðarvörur standast áreiðanlega samanburð við það sem bezt gerist erlendis og sumt grænmeti líka eins og til dæmis gulrætur. Svo er aftur ann- að, sem stendur höllum fæti. — En sem sagt: Ég er bjartsýnn á íramtíðarhorfur íslenzks iðnað- ar! íslenzk stálskipasmíði þarfnast ekki toll- verndar Næst svarar Jón Sveinsson for- stjóri skipasmíðastöðvarinnar Stál- vik spurningunni: Hvernig virðist þér ástand og horfur í íslenzkum iðnaði og þá stálskipasmíði? — Þetta er nokkuð víðtæk spurn ing. 1 fáum orðum mun ég svara nokkru af því, er mestu máli skipt- ir að mínum dómi. Vísindi, tækni og iðnaður eru til samans höfuðstoðir framfara í landbúnaði, fiskveiðum, fatafram- leiðslu og húsagerð. Hið síðar- nefnda á að fullnægja frumstæð- ustu þörfum mannsins. í heimin- um er hröð þróun og hörð sam- keppni i flestum greinum iðnað- ar. Þetta hvort tveggja gefur iðn- aðinum vísbendingu um að fram- leiða sem mesta og nægilega góða vöru á sem skemmstum tíma með sem minnstum tilkostnaði. Til þess að við fslendingar getum stað ist samkeppni í þeim iðnaði, sem við fáumst við, verðum við að bú- ast vel að tækjum og húsakosti. Til þess þarf að sjálfsögðu fjár- festingu, stundum mikla. Því atr- iði hefur ekki verið séð fyrir hér eins og þarf. Tolla- og skattalög- gjöf þarf ennþá að endurskoða og samræma betur við nágrannalönd- in sem við keppum við. Við meg- um ekki vernda erlendan iðnað fyrir innlendum með hærri inn- flutningsgjöldum af hráefnisinn- flutningi til iðnaðar en af full- smíðaðrí' vöru, slíkt verður að fyrirbyggja með nánara samstarfi löggjafarvalds og iðnrekenda. Tæknimenntun og verkmenntun eru mál ofarlega á baugi, mikil- væg og þarf að sinna þeim vel svo að vel fari í framtíðinni. — íslenzk stálskipasmíði? — Stálskipasmíði á íslandi er ekki tollvernduð og á ekki að vera það, en því fremur ber að hlynna að þeim sprota sem hér hefur vaxið á því sviði undanfarin ár. Ekki með styrkjum eða ölmusufé, heldur með viðráðanlegum lánum til stofnframkvæmda. Fyrir þrem árum voru tvö fyrirtæki stofnuð hér, til þess að smíða stálskip. Þau eru ennþá bæði illa búin að tækj- um og húsakosti vegna fjárskorts. Færeyingar hafa á sama tíma byggt upp myndarlega nýtízku- lega skipasmíðastöð af svipaðri stærðargráðu og hér er fyrirhug- að. Hún kostaði 19 milljónir ísl. kr. og smíðar nú öll fiskiskip Fær eyinga og eitthvað til útflutnings. Jón Sveinsson. Þetta ættum við líka að geta gert. Sl. 10 ár höfum við flutt inn fiski- skip fyrir 675 millj. kr. miðað við verðlag 1963. Þar af sparast helm- ingur í gjaldeyri ef smíðað er inn- anlands. Við eigum marga góða iðnaðarmenn og mörg efnileg ung menni til þess að vinna vandasam- ari þætti í skipasmíði. Ég er bjartsýnn á framtíðina þótt margt þurfi að lagfæra. Fjötr- ar voru brotnir af athafnaþrá okk- ar þegar innflutningsnefndin á Skólavörðustíg 12 var lögð nið- ur. Stjórnarvöld okkar verða að ganga þannig frá fjármálum skipa- iðnaðarins að smíða skipin í stærri mælikvarða en nú er. Ef hægt er að ákveða smíði nokkurra skipa af sömu gerð innanlands eins og gert hefur verið undanfarið og nú oftar nýlega varðandi smíði íslenzkra skipa í Austur-Þýzkalandi þá mun það fræ sem sáð hefur verið bera ríkulegan ávöxt fyrir þjóð vora á komandi árum. Frjáls innflutningur útrýmir ísl. sælgætis- iðnaði Þá hittum við Jóii Guðlangsson, framkvæmdastjóra Sælgætisgerð- Jón Guðiaugsson. arinnar Opal en honum sagðist þannig frá: — Ég reikna með, að margar ■greinir ísl. iðnaðar eigi við erfið leika að etja og held enn fremur að einhver samdráttur eigi sér stað í sælgætisiðnaðinum, þó að hans gæti ekki svo mjög hjá mínu fyrirtæki. Ég hef t. d. tekið eftir því í sumar, að súkkulaðineyzla hefur minnkað til muna, og það á örugglega rætur að rekja til hins mikla innflutnings á erlendu súkkulaðikexi, sem nú hefur ver- ið leyfður, og það er í sjálfu sér ekkert undrunarefni, því að marg- ar tegundir þessa erlenda súkku- laðikex er ágætis vara. Hins veg- ar er versti ágallinn við sælgætis- framleiðsluna þessi stöðuga óvissa, sem sælgætisframleiðendur verða við að búa; við þorum ekki að hætta á neinar framkvæmdir, því að við vitum aldrei, hvað næst verður unpi á teningnum. Nú er t. d. talað um að leyfa innflutning erlends sælgætis og þá er ég hræddur um, að íslenzk sælgætis- framleiðsla sé lireinlega búin að vera. Þar koma til margar ástæður og ekki einvöngu sú, að erlenda sælgætið taki hví íslenzka fram — því að bað er ekki i nærri öllum til fellum neitt betra — heldur og fjölbreytni hins erlenda sælgæt- is o. s. frv. Hér getum við ekkl framleitt nema ákveðinn fjölda tegunda: kostnaðurinn leyfir ekki annað vu*. '-r* sem harðlega bitnar á okknr. framleiðendum ís- lenzks sælgætis, og það eru þeír háu innflutnings- og sölutollar, ; 3 25. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.