Alþýðublaðið - 25.08.1965, Side 16
Forfeður okar fóru í vík
íng: og: rændu og' rupluðu. Nú
látum við okkur nægja, að
sitja heima og bíða — eftir
túristunum.
Sigga systir er í ástarsorg
og kallinn huggaði hana þann
ig: — Elskaðu bara sjálfa
þig, Sigga mín. I*á er engin
hætta á að þú verðir svikin.
í Ameríku er allt af stóru sort
inni, sagði Haukur Morthens er á-
samt eiginkonu sinni er nýkom
inn heim úr löngu ferðalagi um
Bandarikin.
— Þakkað sé góðri þjónustu
Loftleiða og fyrirgreiðslu íslend
ingafélagsins í Los Angeles hve
vel þessi ferð okkar tókst, en
lengst af ferðalaginu héldum við
til í New York og Los Angeles.
Alls staðar sem við komum hitt
um við fyrir Vestur-íslendinga og
allir tóku þeir okkur éins og
gömlum vinum. Það er annars
furðulegt hve víða við hittum fyr
ir íslendinga og hve fljótir þeir
voru að sjá hvaðan við vorum og
kynnast okkur. Jafnvel í rútubíl
um hittum við landa okkar.
— Ég söng hvergi í Bandaríkj
unum nema á 17, júni liátíð, sem
íslendingafélagið í Los Angeles
gekkst fyrir, enda var þejtta |
skemmtiferðalag en ekki farið í
atvinnuskyni. Fyrst og fremst fór
um við til að skoða okkur um í
þessum heimshluta og þá náttúru
lega sérstaklega skemmtanalifið,
og ég verð að segja að það er á
hápunkti hjá þeim vestra, enda
er þar allt af stóru sortinni.
— Yfirleitt komu ekki fram
nema þekktar stjörnur á þeim
skemmtistöðum sem ég heimsótti.
Ég var nokkra daga í Las Vegas
og þar stendur skemmtanalífið yf
ir bókstaflega allan sólarhringinn
og spilavítin þar loka aldrei. Þar
sá ég og heyrði Judy Garland,
hún er alls ekki mjög feit núna,
og hún söng alveg glimrandi. í rúm
an klukkutíma hélt hún allri at
Haukur Morthens: — Allt af stóru sortinni í Ameríku . . .
hygli áheyrenda með söng og fleiri
skemmtilegheitum, en líklega hef
ur hún staðið sig of vel þetta
kvöld, því daginn eftir las ég í
blöðunum að hún væri komin á
spítala. Á sama stað skemmti
Luig Prima með hljómsveit. Hann
söng sín gömlu góðu lög og sagði
tvíræða brandara á milli, en þarna
þýðir varla annað fyrir þá sem
koma fram til að skemmta, með
-Sýn&u mér irvar 1raö var nslr/mm-
lega , sem ]?ú losaðir
ið aftan úriTjílmm '
-Hann er van&virkaoti smaM-:ari,
•sem hjá oldéur hefur unni o '
þessu ná þeir upp góðri stemmingu
og komast í nánara samband við
áheyrendur. Red Skelton söng ekki
lét sér nægja að segja brandara
og það var líka alveg nóg. Þá
heyrði ég hinn fræga trompetleik
ara Red Nicholas, sem var á sjöt
ugs aldri og spilaði eins og eng
ill með hljómsveit sinni Five
Pennies. Ekki varð ég var við ann
að en að gamli maðurinn væri í
fullu fjöri, en tveim dögum síð
ar dó hann, og það var ekki mér
að kenna fremur en veikindi Judy
Garland. Ég fór í nokkra jazz
klúbba í og kringum Hollywood.
Þar er Dixieland í góðu gengi,
en einnig er mikið um nýtízku
jazzklúbba. Annars fannst mér að
öll tónlist sem leikin var á dans
stöðum vera í jazzstíl. Það þekkist
ekki að hljómsveitir á slíkum stöð
um spili bítlamúsík. Auðvitað er
hún leikin þarna en aðeing á
krakkaböllum og svo eru haldnir
konsertar. þar sem þessi tegund
tónlistar er leikin.
— Ég er enn með eigin hljóm-
sveit og kemur hún til með að
spila í Sigtúni í vetur. Ég hef á
huga fyrir að reyna nýjar: leiðir
til að skemmta gestum þar en
ekki veit ég hvað úr verður. Eftir
að hafa kynnzt skemmtanalífinu í
Bandaríkjunum sé ég enn betur
en áður hve langt við erum á eft
ir tímanum í þessum efnuin. Því
ekki að reyna að setja upp revíu
eða kabarett. Það vantar tilbreyt
ingu í fábreytt skemmtanalíf
Reykjavíkur. Ég vil ekki trúa
öðru en að til séu menn hér á landi
sem geta ritað fyrir slík skemmti
atriði og nóg er til af fólki til
að flytja þau ef aðeins það fengi
tækifæri til að reyna, og á ég þá
einkum við yngra fólk. í Reykja
vík eru til stór og falleg veitinga
hús, Qg þau ekki fá, en þau bjóða
öll upp á það sama, eða svo gott
sem. Hljómsveit sem spilar næn
eingöngu dægurlög og svo söngv
ara. Auðvitað eru þessi skemmti
atriði misjöfn að gæðum en óneit
anlega keimlík. Ef eitthvert veit
ingahúsanna byði gestum sínum
upp á fjölbreyttari skemmtun
mundi áreiðanlega ekki vanta á
heyrendur og áhorfendur. Það
þurfa ekki endilega að vera nein
heimsnúmer sem boðið væri upp
á, en öll tilbreyting yrði vel þeg
in af gestum. Ég get til dæmis
ómögulega skilið að fólk sem búið
er að raða í sig margréttuðum
máltíðum sé ýkja fíkið í að dansa
strax á eftir, væri ekki betra að
einhver annaðist erfiðið og hefði
ofan af fyrir því meðan steikin
er að sjatna og koníakið drukkið
með kaffinu.
— Hljómplötu? jú, það er von
á nýrri hljómplötu frá mér á næst
unni. Á henni verða eingöngu ný
íslenzk lög. Meðal þeirra get ég
nefnt Nótt í Nauthólsvík og Fitl
að við stnengi.
Þess vegna er það ekki ó-
eðliieg spurning að spyrja
hvort kolsýringur í austur
þýzkum langferðabíl hafi orð
ið banabiti KR á íslandsmót
inu í ár.
Vísir.