Alþýðublaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 7
Á þetta að heita FLESTIR íslendingar eru víst sammála um, að sá einstaki félags skapur, Musiea Nova, hafi „spilað rassinn úr buxunum” í þeirra orða fyllstu merkingu með skrípa- látunum, sem voru höfð í frammi á hinum frægu „tónleikum”, sem þeir stóðu fyrir síðastliðið vor. Aðalhlutverk þan hafði Kóreubúi einn, en honum til aðstoðar var kvenmaður nokkur, sem einnig var upprunnin erlendis. Þessi „tón listarviðburður” hlýtur enn að Vera mönnum í fersku minni. Að vísu hafa forráðnmenn Mu- Sica Nova viðurkennt, að þarna hafi orðið þau mistök á, að sýn- ingaratriðin, sem áttu víst að vera til að lífga upp á samkom- Una, hafa dregið athygli gestanna um of frá tónlistinni, sem þar var iflutt. En litla trú hef ég á, að tón- listarflutningurinn í þetta um- rædda sinn hafi verið í hærra gæðaflokki en sú óhljóðafram- leiðsla, sem þessi félagsskapur ber yfirleitt á borð fyrir landsmenn. Það vildi svo til, að ég heyrði á mánudag (16. ág.) einkennileg hljóð berast frá útvarpinu, og er ég lagði eyrun við, kom í ljós, að þar voru þessir furðufuglar, aðal- driffjaðrir áðurnefnds félagsskap- ar, komnir á stúfana. Var þeim úthlutað 50 mínútum í kvölddag- skrá útvarpsins til flutnings fjög- urra verka ungra tónlistarfram- leiðendá, tveggja érlendra Og jafnmargra innlendra. Var dag- skrórliðurinn nefndur „Kammer- tónleikar í útvarpssal” og sá Þor- kell Sigurbjörnsson um að fræða hlustendur um verkin og frámleið endur þeirra. Eftir að hafa heyrt „tónleikana” undraðist ég það mest, áð forráðamenn tónlistar- mála útvarpsins skuli láta sér détta í liug að bjóða hlustendum upp á 'slíkt samsafn óhljóða og ískurtóna, sem þarná gaf að heyra. Sanngjarnt fyndist mér að þessir menn leituðu upplýsinga um, hve margir útvarpshlustendur hefðu notið flutningsins og hlust að með ánægju, áður en ráðist Áskorun frá Ungtemplurum: VlNVEITINGUM í OPINBER- UM VEIZLUM VERÐI HÆTT ÞING og mót íslenzkra ung- templara var haldið að Jaðri dag- ana 13. til 15. ágúst sl. Þingið sóttu 24 fulltrúar, auk stjórnar sambandsins. Ennfremur voru við þingsetningu nokkrir gestir, for• ustumenn á sviði æskulýðs- og bindindismála. Jaðarsmótið sóttu að þessu sinni rúmlega 900 manns. Tjaldbúðir voru að Jaðri um helgina. Útiskemmtun var á surinudag og skemmtanir fyrir unga fólkið á laugardagskvöld og sunnudagskvöld. Þingið setti með ávarpi formað- ur ÍUT, séra Árelíus Níelsson. Stórtemplar, Ólafur Þ. Kristjáns- son, flutti kveðjur og árnaðarósk- ir frá Stórstúku íslands. Þá söng Erlingur Vigfússon, óperusöngv- ari nokkur lög við undirleik Ól- afs Vignis Aibertssonar. Árni Gunnlaugsson, liæstaréttarlögmað- ur, Hafnarfirði, flutti erindi um bindindis- og áfengismál. Meðal samþykkta þingsins er áskorun til opinberra aðila um að hætta vínveitingum í veizlum sín- um, um aukið eftirlit með sölu og vínveitingum á almennum skemmtistöðum, að lög, er banna vínveitingar ungu fólki, séu í heiðri höfð; hvatt til að ekki sé leyfilegt að auglýsa áfengi og tó- bak. Þingið fagnar því, sem áunn- izt hefur með starfi Æskulýðs- ráðs R.eykjavíkur og starfi æsku- lýðsheimilis þess að Fríkirkjuvegi 11. Fagnað er hinum skipulögðu mótum, sem sýslur og héruð hafa stofnað til á nokkrum stöðum. Lýst er ánægju méð þátttöku Æskulýðssambands íslands í „Bar áttunni gegn hungri” og hvetur þingið alla til virkrar þátttöku í þeirri starfsemi og fjársöfnun, sem fvrirhuguð er. Þá hvetur ársþing íslenzkra ungtemplara til aukinnar fræðslu um félagsmál og tómstundastarf- semi ungs fólks, og telur þingið námskeið fyrir foringja og leið- beinendur á því sviði vera eins nauðsynlegt og almenna skóla- fræðslu. Þingið lýsir ánægju sinni með byggingu templarahúss í Reykjavík. Telur það að með byggingu þess skapist aðstaða fyrir ungt fólk í liöfuðborginni til að skemmta sér án áfengis í hús- næði, sem sé fyllilega samkeppn- isfært við vínveitingahúsin. Hvet- ur þingið til þess að byggingu templarahússins verði hraðað svo sem kostur er, og skorar á alla, sem hlut eiga að máli að vinna sem bezt til þess að húsið megi komazt sem fyrst í notkun. Enn- fremur ítrekar þingið fyrri sam- þykkt þess efnis, að áfngisverzlun ríkisins verði lokað um ákveðinn tíma, og að jafnframt verði skipuð nefnd til að athuga áhrif þeirrar lokunar á slys og lögbrot í land- inu. í st-jórn. ísienzkra ungtemplara fyrir árið 1965-1966 voru kjörin: Form. Sr. Árelíus Níelsson. Varaform. Grétar Þorsteinsson. Ritari: Gunnar Þortáksson. Gjaldkeri: Hreggviður Jónsson. Fræðslustjóri: Alfreð Harðar- son, Loftur Hauksson og Guðný Gunnlaugsdóttir. væri í útsendingu annars dagskrár liðar í sama stíl. Ekki skil ég, að sá hópur sé stór, sem dáir> slíkan óhljóðaflutn- ing og uppfinningamenn hans. Hinir eru eflaust mun fleiri, sem telja slíkt samsafn óhljóða ekki eiga neitt skylt .við það, sem venjulega er nefnt tónlist. Ef það, sem flutt var í útvarpinu frá kl. 22:25 til kl. 23:15 mánudagskvöld- ið 16. ágúst, á að ér hægt að kalla óhljóð, sem vera skal, tönlisf. Fyrsta verkið á „Kammertón- leikunum" nefndist „Proiezione So nore” og var eftir Franco Evange- lisi, einhvern erlendan „músika- nóvista”. Lagði biskupssonurinn mikla áherzlu á það, hve mikill endurómur tónanna væri í þessu verki, og bað menn að taka vel eftir því. Síðán kom þetta furðuverk, sem var sérstætt að því leyti, að mikl ar þagnir feomu á milli tónanna, allt að einnar mínútu langar. sennilega hafa þá sérfræðingar og áhugamenn um þess háttar „tón- list” átt að heyra enduróm hinna fölsku tóna, sem slegnir voru á píanóið nokkru áður. Annað á efnisskránni var ,Víxl’ Þorkels Sigurbjörnssonar, og sagði höfundurinn að nafn verks ins væri tilkomið vegna þess, að „tónarnir” heyrðust frá hljóðfær- unum á víxl. Hljóðfærin voru fiðla, klarinett og selló, og höfðu ýmsir tónar frá þeim verið teknir upp á segulband, áður en verkið var flutt, og þeim síðan blandað saman við jafnóðum og verkið var leikið. Mynduðust þarna hin ótrúlegustu hljóð, en erfitt var að finna nokk- urt samhengi á milli þeirra, nema hvað ískurhljóð, svipuð og heyn- ast í ryðguðum lömum gamallar- hurðar, sem ekki hefur verið smurð nýlega, komu með vissu millibili í verkinu, að því er mér virtist. En þetta getur þó verið á misskiln'ngi byggt. því að svona „tónlist” skilur ekki venjulegt fólk. „Three hands“ nefndist þriðja verkið, einfaldlega af þeirri á- stæðu, að það var leikið þríhent á píanó. Þorkell sagði, að framleið- andi þessa verks nefndist Morton Feldmann og tryði hann enn á „Villta Vestrið”. Ekki eat ég, með góðu móti skilið, hvað þessi skýring átti að þýða í sambandi við þetta þriggja handa verk. Sagði skýrandinn, að yfir því hvíldi aust urlenzk rósemi og veikir bjöllu- tónar heyrðust oft í þessu merki- lega verki. Mér, sem leikmanni, fannst verk ið aðallega frábrugðið því fyrsta að því leyti, að styttra bil var á milli tónanna, sem margir hverjir voru falskir í eyrum mínum, en nær fullvíst má telja, að slíkir tónar fái ekki notið sín í eyrum al- mennings. Oft lieyrist aðeins slegin ein og ein nóta, en til tilbreytingar skelltu flytjendur öllum þrem höndunum niður á nótnaborð pí- anósins og náðu með því móti svipuðum áhrifum og maður finn- ur, þegar hann rennur til á svelli Smám saman þokar í áttina í verkmenningu íslendinga. Eitt augljóst dæmi um þaff er þessi mikli kranabíll, sem notaður er til aff Iyfta körfu, sem þeir standa í, sem þurfa aff vinna eitthvað viff há hús, þar sem ekki er hægt aff nota stiga og of mikiff fyrirtæki aff byggja palla. Viff sjáum hér gömlu og nýju affferffina hlið við hliff viff Alþýffuhúsiff í fyrradag. Veriff er aff skipta um glugga þar sem pallarnir eru, en málarar vinna úr körfu bílsins. og dettur harkalega niður á aflur endann. Svo var komið að síðasta verk- inu, sem var íslenzkur iðnaður, framleitt af Atla Heimi Sveins syni. Sagði Þorkell Sigurbjörns- son í skýringum með verkinu, sem nefnist „Fönsun I.“, að það væri „ekki rúsínan í pylsuendanum, heldur fágætur kryddbaukur, til að kóróna feiknamikið veizluborð”. Já, það var vel boðið, það vantaði ekki, og til að gefa hlustendum gleggri mynd af verkinu og öllu, sem því fylgdi, sagði Þorkell, að í útvarpssalnum væri á þessu and- artaki mikill fjöldi hljóðfæra í öll um regnbogans litum. Sum þeirra kæmu sennilega kunnuglega fyrir sjónir, en önnur væru ný af nál- inni. Sagði hann, að Atla Heimi nægði ekki að búa til „tónverk”, heldur byggi hann einnig til hljóð færi. Það er munur að eiga slíka „snillinga”, sem semja verk, svo stórkostleg, að ekki er hægt að flytja þau á venjuleg hljóðfæri. En fáir held ég að hafi ofmetn- ast af „snillingnum” eftir að far- ið var að flytja verkið. Því er erfitt að lýsa, en einn aðalkafli þess er samsettur úr hljóðum, sem maður gæti haldið, að hefðu mynd- ast, þegar höfundurinn hafi oltið niður nokkuð langan stiga innan- húss, klyfjaður ýmsum af hinujn nýju hljóðfærum sínum auk potta og panna og ýmiss konar járna- rusls. Eftir þennan kafla var nokkur þögn, sem hefði getað orðið vegna þess að höfundurinn hefði þurft a<3 jafna sig eftir veltuna .... Þannig létu þessir „tónleikar” í eyrum mínum, sem ég tel vera svipuð eyrum almennt. Æðstu menn Musica Nova, sem flutt hafa framleiðslu sína og ann- arra, á almannafæri undanfarin ái» og reynt að telja þjóðinni trú um, að þeir væru snillingar, ættu að snúa sér að einhverjum þarfarl verkefnum sem allra fyrst. Til dæmis gætu þeir eflaust fengið vinnu við sorphreinsun borgarinn- ar og notið þeirra hljóða, sem þar er að heyra, um leið og þeir keyra hver sína kerru. Þeir mundu áreiðanlega kunna vel við þá fjölbreytilegu tóna, sem sorptunnur borgarinnar gefa frá sér, þegar sparkað er eða barið í þær og sennilega eklci síður við ískríð í lyftitækjum sorpbílanna. Þarna gætu þessir menn gert gagn um leið og þeir sinnlit áhugamálum sinum. Ólafur Ragnarsson., Benzínsala - Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. Hjólbarðaverkstæðið Kraunholt Horni Lindargötu og Vitastígs. Sími 23900. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. ágúst 1965 %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.