Alþýðublaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 6
LUGEINN ENN UM FRJOSEMI Tvær óléttar mæður, sem hlot ið hafa meðferð til að auka frjó semi í dýragarðinum í Londön eru nú taldar líklegar til að eignast fleiri en eitt afkvæmi . Hér er um að ræða tvö dádýr, og skýrði dýralæknir garðsins David .Taylor, svo frá í vikunni, sem leið, að bæði dýrin væru óvenju þung á sér. Fyrri tilraunir til að fá dýr af hjartaætt til að eignast afkvæmi í dýragörðum, hafa ekki tekizt. Þessi velheppnaða niðurstaða með dádýrin — sem mjög er erfitt að fá til að tímgast í vörzlu — bendir til að meðöl til aukningar frjósemi — er hingað til hafa aðeins verið notuð við konur — geti einnig komið að notum, þegar um er að ræða að fá dýr, sem hætta er á, að deyi út, til að tímg ast, sagði talsmaður dýragarðsins. Einkum á þetta við um þær dýra tegundic, sem nú eru aðeins til í dýragörðum víða um heim, en ekki lifa lengur villt. Af fjórum dádýrum, sem nú eru í dýragarðinum í London, eru þrjú kvendýr og eitt karldýr. Karldýr ið hefur fengið karlkyns hormóna en kvendýrin lyf, sem auka frjó semi hjá konum. Sömu aðgerðum hefur verið beitt við indverska antílópu og tvö vörtusvín frá Vietnam, en enn verður ekki séð hvern árangur þæi' aðgerðir bera. Taylor dýralæknir er samt mjög bjartsýnn að því er varðar notkun hormónalyfja til að vernda sjald gæfar dýrategundir frá því að deyja út. ■ •'i‘ I, " ; •• • ' . ■ ■ ' ' •7 íPllÍs. ’-lffi’ IHMmmé é . ‘li:1 ■ I VM ll.lliiil fijf . m. iV ;■ ‘ • • • ■k.vV-wvV-;' ■H Wjí ÞETTA er hin 19 ára gamla Mia Farrow, dóttir leikkonunnar Maureen O-Sullivan, en stúlkukind þessi, sem kvað hafa fengið nokk ur smáhlutverk í kvikmyndum hefur upp á síðkastiö verið mjög orð uð við hin fimmtuga sln síunga ungkarl Frank Sinatra. Sumir telja, að þau hafi í hyggju að giftast, en Sinatra er áöur tvígiítur. ÞESSI mynd er úr fyrstu og einu fjarstýrðu námu hcimsins — en þaö er kolanáma í Bevercoto Colliery í Englandi. Náma þessi framleiðir eina og hálfa milljón tonna af kolum á ári hverju, en samt vinna þar ekki nema 700 menn. Er þetta fjarstýrisútbúnaðin- um að þakka, sem bæði vinnur verkið að nokkru og auðveldar það. Myndin er tekin í stýrisherbergi þessarar sérstæðu námu. Eins og sjá má er námuverkamaðurinn á myndinni hreinn og þrifalegur sam ■anborið við það sem tíðkast um námuverkamenn í venjulegum námum. Áfengi og flugferðir TVEIR amerískir læknar — dr. Joe Nettles og dr. Robert Olson — telja, að banna beri gjörsamlega alla neyzlu áfengra drykkja um borð i farþegaflugvélum. Báðir telja læknarnir sig hafa vissu fyr- ir því, að eitt einasta whiskyglas, þegar menn séu á flugi, geti orð- ið spurning um líf eða dauða. Áætiunarvélar nú til dags fljúga í 10.000 til 13.000 metra hæð. Jafnþrýstiklefarnir sjá svo um, að súrefnismagnið í klefanum er stöðugt, en ef einhver bilun '.yrði, yrðu farþegar að reiða sig á | súrefnisgrímur, segir dr. Olson. i Læknarnir hafa gert tilraunir |með 20 karlmenn á aldrinum 20 t til 32 ára. Mennirnir voru settir í j jafnþrýstiklefa með súrefnisgrím- : ur á sér. Þegar súrefnismagnið var ! fært í það horf, sem ríkir í 10.000 metra hæð, voru súrefnisgrímurn- ar teknar af þeim. Mælt var hve lengi mönnum tækist að halda meðvitund, og athugað var hve mörgum þeirra tækist að setja á sig súrefnisgrímurnar, áður en þeir misstu meðvitund. Síðan var sama tilraun gerð með mennina eftir að þeir höfðu allir fengið eitt glas af whisky að drekka. Það kom í ljós, að við- bragðsgeta mannanna hafði minnkað um 40—45%. Læknarnin Olson og Nettles telja sig hafa sannað svo ekki verði um villzt, að sá maður, sem er undir áhrifum áfengis og vei-ð- ur fyrir súrefnisskorti, hafi tals- vert miklu minni möguleika á að bjarga sér en sá, sem ekki hefur bragðað áfengi. Telja læknamir, að ekki eigi að veita neitt áfengi í farþegaflug- vélum í áætlunarflugi, og ekki eigi heldur að framreiða neitt á- fengi í biðsölum í flughöfnum. ÞAÐ eru fjölmargir frægir kvik- myndaleikarar, sem eiga afmæli í ágústmánuði og má þar fyrsta fræga telja JOHN SAXON, sem varð 32 ára þann 4. og sama dag varð ROBERT TAYLOR 54 ára. 6. ágúst varð svo ROBERT MIT- j CHUM 48 ára og LUCILLE BALL j VIÐ skýrðum frá því fyrr í sumar, 54. CONNIE STEVENS varð 27 að um þessar mundir er haldin í Evropuraðið og Karl mikli ára þann 8. og PER ASPLIN og EDDIE FISHER urðu báðin 37 ára þann 10. ágúst. vestur-þýzku borginni Aachen mik- il sýning, sem vekja mun mikla at- hygli allra þeirra, er áhuga hafa ÞETTA er franski leikarinn Charles Aznavour, sem við’ þekkj- um vel úr íslenzkum kvikmyndahúsum, nú síðast úr „Skjóttu píanist ann“. Hann er hér með festarmey sinni, sem er sænsk, frá Kalmar í Svíþjóð, og heitir UHa Thorsell. Þau virðast hafa höndlað hamingj- una eftir svipnum að dæma, enda dveljast þau um þessar mundir í Saint Tropez og hlusta á djazz á kvöldin. á Karlamagnúsi, einhverjum til- komumesta höfðingja miðalda. Sýningin er haldin að tilhlutan Evrópuráðs og verður opin fram í miðjan september. Miðast hún við að gera mönnum Ijósan persónu- leika Karls mikla, störf hans og áhrif. Ástæðan til þess, að Aachen var valin til sýningarinnar er sú, að þar var höfuðborg hins víð- lenda ríkis Karls mikla og enn liggur hún miðsvæðis, rétt við landamæri Hollands, Belgíu og Frakklands. Meginhluta sýningargripanna hefur verið komið fyrir í hinum svokallaða krýningarsal í ráðhús- inu i Aachen, en það var á sínum tíma byggt á þeim stað, þar sem höll Karlamagnúsar stóð. Enn- fremur er gripum komið fyrir í súlnagöngum, er liggja til dóm- kirkjunnar þar rétt við. Á sýningunni fá menn nokkuð að kynnast þeirri menningu, sem umlukti keisarahirðina á árunum 768 til 814, menningu, sem til- einkaði sér atriði frá ýmsum þjóð- löndum, eins og Englandi, Ítalíu og Spáni og varð því fyrsta Evr- ópumenning í sögunni. Meðal hins mikla fjölda liluta, sem sýndir eru, eru falleg, upp- lýst handrit frá miðöldum, smíðis- hlutir úr gulli, bækur, gripir úr fílabeini, austurlenzk skjöl og kort, Framhald á 10. síðu. £ 26. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.