Alþýðublaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 4
 Kitstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Augljsingasími: 14906. ABsetur: AlþýðuhúsiB við Hverfisgötu, Keykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Velkominn gestur UTANRÍKISRÁÐHERRA HNNA, Ahti Karjala inen, og kona hans koma til Reykjavíkur síðdegis í dag í opinbera heimsókn. Koma þau í boði utanríkis ráðherra og endurgjalda þannig opinbera heimsókn hans til Finnlands fyrir nokkru. Finnar eru velkomnir gestir á íslandi. Sterk bönd vináttu og menningartengsla hafa lengi tengt þjóðirnar saman, enda þótt löng leið sé á milli landanna. Báðar hafa þjóðirnar þá sér- stöðu innan hinnar norraenu fjölskyldu, að tala tungumál, sem eru torskilin hiniun þjóðunum þrem. Báðar eru útverðir Norðurlanda, önnur í austri, hin í vestri. Og háðar hafa þá afstöðu til stórvelda, að þeim er þátttaka í samstarfi Norður landa bæði stjórnmálaleg og menningarleg nauðsyn. íslendingar haf a fylgzt með baráttu finnsku þjóð. arinnar síðasta *aldarf jórðung af mikilli samúð. Finn um voru þung örlög búin í upphafi heimsófriðarins, og hefðu fáar smáþjóðir sýnt þá festu og hugprýði, sem þeir gerðu í Vetrarstríðinu. Framhald þess var jafn óhjákvæmilegt og það var sorglegt, úr því að stórveldin höfðu dregið Finna nauðuga inn í valda- baráttu sína. Finnar urðu að láta af hendi mikil lönd eftir ófrið inn, og fluttust mörg hundruð þúsund manns frá þeim héruðum. Það *var efnahagslegt stórvirki að finna þessu fólki ný heimili og nýja atvinnu. Sömu sögu var að segja af stórfelldum stríðsskaðabótum, •sem Finnum var gert að greiða. Með risavöxnu á- taki ha-fa þær verið leystar af hendi, svo að hvergi skortir á. Hið finnska undur er, að þrátt fyrir slíkar fórnir skuli Finnar standa jafnfætis fremstu þjóðuan ver aldar hvað snertir tækni og félagslegar framfarir, að dkki sé minnzt á svið listanna. Finnar hafa vaxið við hverja raun. Viðskipti Finna og íslendinga hafa um árabil verið mikil og hagstæð. Finnar hafa keypt mikið magn af síldarafurðum, en selt okkur í staðinn timb ur, iðnaðarvörur og margvíslegan annan varning. Er vonandi, að áframhald verði á þessum viðskiptum og aau vaxi í framtíðinni. A sviði mennmgarmála hefur það síðast gerzt í iamskiptum Finna og íslendinga, að einn hinna íeimsfrægu húsameistara, sem gert hafa Finnland Irægt á því sviði, hefur teiknað Norrænu höllina, sem rísa á skammt frá Háskólanum í Reykjavík. Telja íslendingar mikinn feng að eignast byggingu eftir þlíkan meistara, og mun hún um leið verða minnis /arði um vináttu Finna í okkar garð. , Islendingar bjóða finnsku utanríkisráðherra- jrjónin velkomin með þeixri ósk, að samskipti og vin htta Finna og Íslendinga megi halda áfram að dafna i framtíðinni. 4 26. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ HAUST-ÚTSALA á kvenskóm er hafin Stórlækkað verð. SKOVAL Austurstraeti 18 Eymund sson a r k jallar a. AIXMIKLAR FRAMKVÆMDIR í umbótaátt tara nú fram á Suður landsbraut. Brautin var geró brcið ari enda engin vanþörf á, en sá galli er á þessari framkvæmd að staurar standa út á brautinni og getur það valdiö slysum. Sama má segja um breytingarnar á Öskjuhliðarhálsinum. Brautin hef ur verið breikkuð til muna, en staurarnir ekki færðir út fyrir brautina eins og þurft hefði að gera og þar með kemur breikkunin ekki að því gagni sem annars hefði orðið. Samt eru þessar breyt ingar til mikiila bóta. MENN SJÁ l»AÐ NÚ hversu mjög það hefur reynzt til bóta að gera akfæra bráðabirgðabraut upp Ártúnsbrekkuna við hlið þeirr ar gömlu og þeirrar einu sem fyrir hendi var austur úr borg inni. Umferðin hefur gjörbreytzt við þetta. Ég hafði nokkrum sinn um minnzt á þetta, en gerði þá ráð fyrir að nýja brautin yrði sett í sambandi við M'klubraut með bráðabirgðabrú yfir árnar. En ef til vill er þetta auðveldara og það nægir fyrst um sinn. Þarna á að gera miklar skipulagsbreyting ar, en vöxtur umferðarinnar hefur orðið svo gífurlegur, að ekki var liægt að bíða eftir þeim. NÚ RÍS UPP hvert stórhýsið á fætur öðru fyrir innan Elliðaár. en einbvffshúe eigá að vera Ivrir neðan veginn. Garðlöndin leggiast niður og þarna verður komið mjög fjölbýlt íbúðahverfi eftir eitt ár. Enn sjáum við það hvernig Reykjavík þenst út, aðallega í aust urátt, en einnig í suðausturátt svo að samfelld byggð er að myndast milli höfuðstaðarins og Hafnar- fjarðar. ÞAÐ ER GEYSIMIKIÐ kapp í íslendingum, kapp dugnaður og' flottheit, því að flestar eru þess ar íbúðir of stórar þegar miðað er við brýna þörf, lánsfjármögu leika og fjárfestinguna. Maður gleðst yfir dugnaðinum, en gleð in er blandin þegar við blasir sú staðreynd, að við flvtum okkur of mikið, við siglum of hratt og reis um okkur hurðarás um öxl, ekki aðeins einstaklingarnir heldur og þjóðfélagið í heild. Maður skyldi halda að með öllum þessum gífur iegu byggingum ætti að rýmkast svolítið til með húsnæði, en lítið er farið að bera á því. Ástæðan er sú, að langflestir stækka við sig jafnvel langt -yfir efni fram. MÉR ER SAGT, að Suðurlands brautín fái nýjan svip innan ákammg eða þegar búið er að ganga frá þvervegum sem eiga að liggja yfir hana. Þarna eiga að koma brýr svo að gangandi fólk komist yfir aðalbrautina hindrun arlaust og jafnvel bifreiðar líka, en brýr yfir fjölförnustu göturn ar geta leyst úr miklum umferðar vanda. Hér hefur þetta ekki sézt fyrr, en í hinu-nýja skipulagi mun vera gert ráð fyrir nokkrum slík um brúm. EN FYRST ÉG minnist á Suð urlandsbraut er rétt að minna þá einstaklinga og hlutafélög sem reist hafa verzlunarhallir við Suð urlandsbrautina á undanförnum árum á það, að þeir eru seinir til að lagfæra hlaðið hjá sér. Sig fús í Heklu gerðí það strax og síð an H. Ben & Co. Hvað dvelur hina? Það er varla liægt að kom ast yfir svaðið að dyrum þeirra. Akurnesingar Lögtaksúrskurður hefur verið kveðinn upp fyrir öllum vangreiddum útsvörum, aðstöðugjöldum og fasteigna- gjöldum til bæjarsjóðs Aikraness. Lögtök munu því verða tékin hjá hlutaðeigendum, að átta dögum liönum frá birtingu þessarar tilikynningar. Akranesi 25.8. 1965. Bæjarritarinn. Kaupfélagsstjórastarf Kaupfélagsstjórastarfið hjá Kaupfélagi Skagstrendinga, SkágaslTÖnd er laust til umsókíiar frá og með 1. nóvem- her n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og kaup- kröfu óskast sendar til formanns félagsins Jóhannesar Hinrikssonar, Ásholti, Skagaströnd eða starfsmannastjóra Sambands ísl. isamvinnufélaga, Jóns Arnþórssonar, Reykjavík. Starfinu fylgir leigufrítt húsnæði með Ijósum og hita. Umsóknarfrestur er til 15. sept. n.k. Stjórn Kaupfélags Skagstrendinga, Skagaströnd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.