Alþýðublaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 26.08.1965, Blaðsíða 9
ur íslenzku og er farinn að geta talað hana þó nokkuð vel. Nuorsalo vinnur hjá „Blóm og ávextir” og þar liittum við hann í gærdag um það leyti, sem hann var að fara í kaffi. Sagði hann, að gott væri að vera Finni á íslandi, og allt það fólk, sem hann hafði kynnzt hér væri gott fólk. Það sem honum fannst aðallega athugavert við íslenzkt þjóðfélag var hinn mikli drykkju- skapur unglinga, sem hér væri á- berandi. „Eg er kannski gamall í hugsunarhætti,” sagði Nuorsalo, „en mér finnst þetta ljótur blett- ur á þjóðinni.” Hann kvaðst liafa komið hingað fyrst sem ferðamaður, og verið samferoa nokkrum Færeyingum. Þau tóku sér leigubil á ákveðið hótel hér í borginni um kl. hálf ellefu að kvöldi, og ætluðu að fá þar gistingu. Afgreiðslustúlkan sat þar við afgreiðsluborðið og geispaði mikið, og taldi ekki mögu leika á að ferðalangarnir gætu fengið gistingu, nema þeir kæmu aftur seinna um kvöldið. Svo geispaði hún enn meira og Nuor- salo og félagar hans kvöddu. — Þetta er aðeins dæmi um af- greiðslufólk og þjónustufólk hér, sagði Finninn, — það er yfirleitt ekki nógu þægilegt í viðmóti eða lipurt við viðskiptavinina. — Frá þessu eru þó auðvitað undantekningar, bætti hann við. — Ferðaskrifstofa ríkisins er hér til fyrirmyndar og mér líkar einnig mjög vel við Ferðafélag íslands. Jorma Nuorsalo. Nuorsalo sagðist vera að vinna að nokkrum kvikmyndum um ís- íand fyrir finnska skólasjónvarp- íð, m. a. mynd um skreytingu Finn ans Lennards Segerstrále á kirkj- unni í Saurbæ. Segerstrále er gam- all maður núna, eri hefur skreytt fjöldamargar kirkjur víða um Ev- rópu, og er þekktur fyrir þessi verk sín. Ætlar sjónvarpið að gera um hann 20 mínútna þátt, þar sem hann segir frá dvöl sinni á ís- landi og skreytingu kirkjunnar í Saurbæ. Önnur mynd er um ísland yfir- leitt, en Jorma Nuorsalo sagðist þar ætla að leggja áherzlu á ís- lenzka náttúru, hrikaleik hennar og fegurð, en ekki að sýna Gull- foss, Geysi, Reykjavík og það ann- að, sem allir ferðamenn sjá hér. — Eg hef myndað í Þórsmörk og Þjórsárdal meðal annars, og svö náði ég ágætum „senum” af gos- inu í Syrtlingi. En mestu vand- ræðin eru þau, að þurfa að senda allar filmur til annarra landa til framköllunar, því að hér eru ekki framkallaðar kvikmyndir. — Mér fannst þetta alveg voðalegt fyrst, en nú er ég farinn að sætta mig við það. — Þetta eru allt litmyndir, jafn vel þótt sjónvarpið í Finnlandi, geti enn ekki sýnt litkvikmyndir, kemur að því þar, eins og annars staðar, og þá er verðmætara að eiga litkvikmyndirnar. Um ísland sagði Jorma Nuor- salo að lokum þetta: — Eg var ekki sérstaklega hrif- inn af landinu fyrst, þegar ég kom, en nú elska ég það, og þá sérstaklega það hér, sem ekki er annars staðar að hafa, jöklana, öll fallegu fjöllin og hið ósnortna iandslag. Hér eru sett lög, sem enginn heldur Plaststafir af öllum stærðum, auglýsingar og allt það annað, sem tilheyrir útstillingatækni, var bæði á veggjum og borðum í vinnu sal fyrirtækisins „Dekor” að Lauga vegi 22, þegar við litum þar inn í gær. Eigandi fyrirtækisins, Henrik Aunio tók vel í það, að svara fá- einum spurningum um Finnland, ísland, sjálfan sig og annað, sem blaðamanninum dytti í hug að spyrja hann um. Og svo kom þessi sígilda spurn- ing, sem allir eru spurðir, sem til íslands koma: — Hvernig stóð á því, að þú komst hingað? — Eg kynntist tveimur íslenzk- um strákum, sem voru í Svíþjóð, og þeir sögðu mér svo margt af Henrik Aunio landi og þjóð, að ég varð ekki rólegur fyrr en ég hafði komizt hingað. — Og hvernig leyst þér svo á? — Eg fór ekki héðan fyrr en eftir þrjú ár, og þá hafði ég náð mér í konu hér. — Hvers vegna fórstu þá aftur? — Nú auðvitað til að sýna for- eldrum minum hana, og henni þau og landið. Konunni minni Gaboon Finnskt smáskorið GABOON 16 — 19 og 22 mm. fyrirliggjandi Hjálmar Þorstelnson & Co. hf. Klapparstíg 28. — Sími 11956. Frá Finnlandi: Tiglaplötur - Gaboon Blaðapappír Bókapappír Skrifpappír Umbiíðapappír S. ÁRNASON Sr CO Hafnarstræti 5 — Reykjavík. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. ágúst 1965 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.