Alþýðublaðið - 09.09.1965, Blaðsíða 4
Hltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-
trúl: Eiður GuSnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglýsingasími: 14906.
ASsetur: AlþýSuhúsiS við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu-
biaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakiS.
Utgefandi: AlþýSuflokkurinn.
EVRÖPURÁÐ
EIN ÞEIRRA HUGSJÓNA, sem örvaðist mest í
síðasta heimsófriði, var sameining Evrópu. Mönnum
tviarð ljósara -en nokkru isinni fyrr, að Evrópuríkin
mættu ekki halda áfram að berjast einu sinni á manns
aidrei um landskika eða aðstöðu, en reisa þar á mitli
múra hver gegn annarri. í þess stað ættu þessar þjóð
ir að opna landamærin, brjóta niður múrana og 'lifa
:sem frjálsir aðilar að ernni heild, hinni sameinuðu
Evrópu.
Margt hefur gerzt í þessum efnum síðustu tvo
áratugi. Hinn forni fjandskapur Þjóðverja og Frakka
virðist úr sögunni. Stofnun járn- og stálsamsteypunn
ar vrar eiitt merkasta samvinnuátak í sögu álfunnar.
Síðan komu sérsambönd eins og Euratom og loks
efnáhagsbandalögin. Að vísu hafa komið í ljós mikl-
ir erfiðleikar á samstarfi og sameiningu Evrópurrkj
anna, en framfarir á þessu sviði hafa verið meiri á
tveim áratugum en næstu tveim öldum þar á undan.
Meðal hinna nýju stofnana hefur Evrópuráðið
sérstöðu. Það sameinar fleiri ríki en flest hinna sam
tafcanna og er vísir að Evrópuþingi. Starfsemi þess
á ýmsum sviðum, til dæmis varðandi mannréttindi,
er mjög merkileg.
íslendingar eru Evrópuþjóð, þótt þeir búi langt
vestur í hafi, séð frá meginlandinu. Þjóðin vill halda
sem mestum og beztum tengslum við álfuna. Þátt-
taka í Evrópuráðinu er ein leiðin til þess, og þess
vegna er forstjóri þess, dr. Peter Smithers, velkom-
: inn gestur hér á landi.
OPINBERIR STARFSMENN
KAUP- OG KJARASAMNINGUM er nú lokið
. við flesta hina stærri hópa launþega, sem standa í
j röðum verkalýðssamtakanna. Er þá eftir að semja
’i við opinbera starfsmenn, og munu þær iviðræður þeg
| ar vera hafnar. Má búast við, að þeim verði hraðað á
| næstunni, því að málið gengur til kjaradóms 1. okt-
1 óber, ef ekki semst fyrir þann tíma.
j Það er viðurkennt, að ríkið þurfi að hafa í þjón-
| ustu sinni jafn gott fólk og aðrir aðilar. Er raunar
1 tekið fram i lögunum um kjarasamninga opinberra
I starfsmanna, áð um kjör þeirra skuii hafa hliðsjón
j af kjörum launþega, sem vinna sambærileg störf
! samt að ákveða laun þeirra þúsunda, sem vinna hin
1 ólíkustu störf fyrir ríkisvaldið, og ber að vona, að
; það takist vel.
4 9. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FRÁ 7. OKTÖBER Á ADEINS 220mÍNÚTUM!
KEFLAVÍK
KAUPMANNAHÖFN
með DC-8 þotum Pan American,
fullkomnustu farartœkjum nútímans.
Brottför alla fimmtudaga kl. 07,00 að morgni,
fró og með 7. október.
AUKIN ÞJÓNUSTA - AUKIN ÞÆGINDI
Þér getið nú valið um venjulegt ferða-
mannafarrými eða fyrsta farrými.
Það er fyrst nú, sem vandlótum flug-
farþegum býðst tœkifœri til að fljúga
á örskömmum tíma milli íslands og
Danmerkur, og njóta um leið ferðarinnar
við hin fullkomnustu þœgindí.
Það er SAMA FARGJALD hjó ÖLLUM
flugfélögunum, — munurinn er:
PAN AM— ÞÆGINDI PAN AM - ÞJÓNUSTA PAN AM-HRAÐI
Allar nánari upplýsingar veifa: ... 111 1 " 11
PAM AMERICAN á íslandi og ferðaskrifstofurnar. jÉVIVCE RCCA.CV
AÐALUMBOÐ G. HCLGASON & MELSTED HF HAFNARSTRÆTI 19 SIMAR10275 11644
TJT
K S k
NETTANDI SKRIFAR: „Þá er
kominn firiður á milli kaupmanna
og framleiðanda um sölu á kart
öflum. í sannleika sagt fannst okk
ur neytendum að afstaða kaup
manna væri heldur ósanngjörn.
Eftir að Grænmetisverzlunin fór
að pakka kartöflunum í lokaða
poka, hvarf rýrnunin alveg svo
að kaupmaðurinn bar ekki tjón
af henni. En gjaldið, sem þeir
fá fyrir að hafa pokana í búðum
sínum, sýnist vera nægilegt til
þess að þeir ættu að geta verið
ánægðir.
HINS VEGAR er því ekki að
neita, að þetta bætir hr-eint ekki
afstöðu framleiðendanna gagnvart
neytendum. Það er með þetta eins
og annað, neytandinn lendir allt
af á miili seljendanna og fram
leiðandanna. Það er hann, sem
allt af verður fyrir tjóninu. Fram
leiðandinn og seljandinn, eða sá
sem dreyfir framleiðslunni, semja
sín á miili. Þeir eru í raun og veru
ekki að semja krónuna hver af
öðrum heldur um-það, hvað marg
ar krónur skuli taka ún vasa rieyt
andans.
ÞÓ AÐ ÉG hafi skrifað þetta
bréf af því tilefni, að kartöflu
stríðinu er lokið, þá á þetta við
um fjölda margar aðrar vörur og í
x>aun og veru allar landbúnaðaraf
urðir. Þær eru ofsalega dýrar, og
dýrari en í öllum nágrannalönd
um okkar. Við neytendur greið
um' ekki aðeins það verð, sem
tekið er af okkur við búðarborðið
heldur borgum við milljónahundr
uð í uppbætur á þessar vörur, og
ekki aðeins greiðum við þessar
uppbætur á vörurnar sem við kaup
um sjálfin heldur borgum við
stórfé á þær landbúnaðarafurðir
sem fluttar eru til annarra landa.
í sannleika sagt er þetta orðin ein
hringavitleysa.
Á ÞETTA MÁ EKKl minnast.
Ii, . .......... ■ '-■==
■fc Kartöflustríðinu er lokið.
ýlr Samið um aura neytendans.
'A' Uppbótakerfið er orðið hættulegt.
-fc- Að segja þjóðinni eins og er, eða að blekkja hana!
- ..... ............-^=3
Dr. Gylfi Þ. Gíslason hefur manna
bezt rætt um þetta ófermdarástand
og bent á það, að þjóðarbúskap
ur okkar geti ekki staðið undir
þessu skipulagi, eða réttara sagt
skipulagsleysi. Fyrir þetta fær
hann það orð í eyra að hann sé
fjandmaður bænda. Og bænda-
sleikjurnar smjatta á þessu. Öll
um heilvita mönnum hlýtur að
vera það Ijóst, að við getum ekki
undir neinum kringumstæðum
byggt þjóðarafkomuna á svo ó
tryggum grunni, sem hin taum
lausa uppbótaaðferð er. Það er
skylda forystumanna þjóðarinnar
að segja henni eins og er, og draga
ekkert undan.
ÞETTA HEFUR DR. GVLFI
gert og fyrir það er hann rægður.
En það mun koma í ljós. að stjórn
málamenn, sem hafa hugrekki til
að nefna hlutina réttum nöfnum
tWWMWWWWWWWWWWWVWWVWWVWWWVWW
VÉLSETJARI
óskast
Prentsmiðja Alþýðublaðsins
WVWVVWVWWWWWWWWWVWWWVWWWWWVWWWWWWWVW1
la meira trausr neiaur en nnnr
sem stunda slaður og blekkingar,
því að þróunin heldur áfram —
og allt ber að sama brunni.
EF VIÐ BREYTUM ekki til, ef
við hættum ekki taumlausum upp
bótum, þá er hrun fyrirsjáanlegt“.