Alþýðublaðið - 09.09.1965, Síða 16
og- þá var ekki að sökum að spyrja — skærin komu á loft . . .
H
sidan
Þeir voru að sóla sig á Arnarhói, þegrar stúlkurnar uppgötvuðu þá . . .
Mikill maður er þessi Jón
Kjartansson, hæstur á síld
inni fyrir austan og Jægstur
í skattinum hér syðra. . .
Þá fyrst skildi ég, hvílíkt
stórmenni Albert Schweitzer
var, er ég sá heilsíðu fyrir
sögn á forsíðu Morgunblaðs
ins um, að hann hefði sent
íslendingum þakkarskeyti
fyrir fisk.
ÞEIR GENGU ÚT á Arnarhól til
að sóla sig eftir hádegið í gær
nokkrir hárprúðir menn frá Brefc
landi, Komnir hingað til að
skemmta æskufólki höfuðborgar
innar með tónlist. Þetta voru fé
lagar úr hljómsveitinni Brian and
The Tremeloes, og að sýáifsögðu
fylgjendur þeirrar músikgreinar er
kennd er við bítla.
Þótt undarlegt megi virðasfc
fengu þeir að sitja í friði tals
verða stund. Vegfarendur hafa
kannski haldið að þeir væru bara
íslendingar, en að því kom þó
sem koma hlaut að einhver þekktt
þá félaga, og þá var ekki að sök
um að spyrja. Utan um þá flykkt
ust ungar stúlkur, sumar aðeina
til að sjá þá og helzt snerta líka
en aðrar voru enn áleitnari. Þær
drógu fram skæri og réðust að
aumingja Bretunum, sem reyndu
að forða sér, en áttu þó óhægt
um vik, því að alltaf fjölgaði stúlk
unum og skærunum.
Allt fór> þetta þó vel að lokum
Stúlkurnar höfðu eftir allt saman
alls ekki ætlað að snoðklippa pilt
ana, heldur bara að fá sér pínu
lítinn lokk, og endirinn, varð sá
að allur flokkurinn hélt á braufi
í mesta bróðerni.
Fréttaskeyti
Ýmislegt gerist: Indland og Pakistan stríða.
Örsnauður kaupmaður jarðarávexti fær.
Hjá Freymóði má ég á melódíurnar hlýða,
og meistari Kjarval var seldur á uppboði í gær.
LÆVÍS.
ooooooooooooooooooooooooooooooo<><
en allt endaði þetta þó í vin áttu og bróðerni. (Myndir: J.V.)