Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 5
oooooo<c>ooooooooooooooooc>ooo<c>ooo<c>oc-c>ooooooooooo<oo< Stefán Júlíusson: OFT ÁNÆGJVLEGT var aS vera fulltrúi íslands á jræðslukvik- m.yndaviku EvrópuráSsins, sem haldin var i Edinhorg í síðustu viku. Fræðslumyndasafn ríkisins er aðili að kvikmyndadeild Evr- ópuráðsins, og sendi það 2 myndir á kvikmyndavikuna. Voru það nýjustu myndir Ós- valds Knudsen, Surtur fer sunnan og Sveitin m%lli sanda, sem báðar höfðu hlotið góða dóma á Edinborgarhátíðinni í vikunni á undan. Þarna voru mættir 11 full- trúar frá aðildarríkjunum, auk forstöðumanns kvikmyndadeild- ar Evrópuráðsins, starfsfólks og .skozkra og enskra ráiðamanna, sem sáu um fundinn, alls ufn 20 nvanns. Fulltrúar á þessum skoðunar- vikum eru forstöðumenn fræðslumyndastofnana í aðild- arríkjunum og ýmsir sérfræð■ ingar á þessu sviði, og fer einn frá hverju landi með atkvæðis- rétt, og mynda þeir dómnefnd- ina. Skoðaðar voru að þessu sinni 38 kvikmyndir frá 13 löndum, en reglur eru þær, að hver þjóð má senda 4 myndir til skoðun- ar. Hlutverk ráðstefnunnar var að velja 10 myndir og mæla með dreifingu á þeim í aðildar- ríkjunum. Þegar atlcvæði voru talin um 10 beztu myndirnar í lok ráð- stefnunnar, kom í Ijós, að Surt- ur fer sunnan eftir Ósvald Knudsen hafði fengið flest at- kvæöi, 10 af 11 mögulegum. Sveitin milli sanda fékk einnig atkvæði, þótt hún væri ekki meðal hinna 10 hæstu, enda er það þegjandi samkomulag á þessum mótum að mæla með myndum frá sem flestum lönd- um. Það tíðkast ekki í álits- gerð ráðstefnunnar að greina frá atkvæðatölunni, sem hver my'nd hlýtur að lokum, en þó er gerð undantekning með þá mynd, sem. cfst verður á listan- um. Forseti ráðsfefnunnar, sem að þessu sinni var Mr. Maddi- son frá kvikmyndastofnun brezku upplýsin gaþj ónustunn- ar, lagði á það áherzlu á blaða- mannafundi í lokin, að flestir fulltriiarnir hefðu greitt ís- lenzku kvikmyndinni atkvæði. Framkvæmdastjóri skozka kvik myndaráðsins og Kvikmynda- hússins í Edinborg, Forsytli Hardy, sem skipulagði og sá um skoðunarvikuna, sagði í setn- ingarræðu í virðúlegu og fjöl- mennu lokahófi á föstudags- kvöld, að það væri mjög gleði- legt, að minnsta þjóðin, sem sáralitla þjálfun og reynslu í kvikmyndagerð hefði að baki, skyldi bera hér sigur úr býtum. Surtseyjargosið væri að sjálf- sögðu mjög sérstæður atburð- ur, en það væri aðdáunar- arvert, að Ósvald Knudsen skyldi takast að gera svo ágæta mynd af gosinu. Þegar skozku blöðin sögðu frá ráðstefnunni á laugardaginn var, gerðu þau yfirleitt mikið wr því, að ísland hefði orðið hlutskarpast. Fyrir- spurnir voru miklar um mynd- ina, og beðið hefur verið um hana á kvikmyndahátíð í Lond- on í næsta mánuði. Allar 38 myndirnar, sem sýnd ar voru á ráðstefnunni, voru vel gerðar, og var það álit fulltrúa, að þær væru jafnbetri en á kvikmyndavikunni, sem haldin var í París í fyrra. Surtur fer sunnan var eina myndin af þeim tíu beztu, sem tekin var á 16 mm filmu. Allar hinar voru teknar á 35 mm filmu, sem gef- ur miklu betri framleiðslu- og sýningarmöguleika. Sumar voru kostaðar af stórfyrirtækjum, teknar af atvinnumönnum og ekkert til sparað að gera þær sem bezt úr garði. Þessar tíu myndir, sem ráð- stefnan kaus að mæla með, voru úr ýmsum greinum, sögu, dýra- fræði, jarðfræði, efnafræði, bók menntum, málaralist, högg- myndalist og félagsfræði. Báru þær því allar órækt vitni, hvað kvikmyndin er máttugt fræðslu- tæki, ef listatök eru í vinnu- brögðum og vélinni stýrt af hagleik og öruggu myndskyni. Ætti þessi nýi sigur Surtseyj- armyndar Ósvalds Knudsen að vera uppörvun og hvatn- ing kvikmyndatökumönnum á landi hér, þótt þeir eigi vlð ærna erfiðleilca að stríða. Kvik myndagerð er. ung listgrein á ís landi, og varla nema í reifum ennþá, en vonandi vex henni fljótlega fiskur um hrygg. K>00000000000000000000000<000000000000000000000000< un Iðnnemaþings nfræðslulöggjöfina Tuttugasta og þriðja þing Iðn Oiemasambands íslands, haldið í húsi Slysavarnafélags íslands dag ana 11. og 12. september 1965, hefur haft til meðferðar frum varp það um iðnfræðslu er nú liggur fyrir alþingi. Iðnnemasam- bandið lýsir ánægju sinni yfir framkomnu frumvarpi og telur að það horfi í mörgu til mikilla bóta. Hins vegar telur sambandið rétt að gerðar verði á því nokltrar veigamiklar breytingar. í fyrsta lagi leggur sambandið éherzlu á að þeir fái aðild að Iðn fræðsluráði og að nemum verði gefinn kostur á þátttöku í iðnráð lim kaupstaðanna. 1 öðru lagi óskar Iðnnemasam bandið eftir að fá að ákveða, í samráði við iðnfræðsluráð, há marksvinnustundafjö’da nema á samningstímabilinu, þannig að eftir- og næturvinna reiknist sem námstími. Síðast en ekki sízt leggur sam bandið áherzlu á að allir iðnskól ar í landinu verði dagskólar og flýtt verði svo sem mögulegt er fjárveitingu til iðnskóla skv. 12. gr. frumvarpsins. Leggur Iðnnema samband íslands ríka áherzlu á að hún nægi til að fullljúka a. m.k. einum þeirra fyrir. haustið 1968. Bendir 23. þing Iðnnemasam- bands íslands á að í hinni öru þróun tækni og menntunan hafa iðnaðarmenn ekki fylgst nægjan lega með sakir úrelts fyrirkomu lags í kennslumálum. Nægir í því sambandi að benda á gamaldags aðferðir við húsbyggingar sem leiða til þess að íbúðarverð er ó hóflega hátt. Einnig vill sambandsþingið vekjr athygli á því að nú þegar er í standið í iðnfræðslumálum algei lega óviðunandi og alls ekki vanza laust að láta reka lengur á reið anum. Að lokum er bent á þá augljósu staðreynd að haldgöð menntun iðnaðarmanna er brýnt hagsmuna mál allrar þjóðarinnar. Auglýsingasím! ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906 ÚTVEGSMENN Óskum eftir bátum f viffskipti strax og: einnig á komandi vetrarvertíff. Uppl. í símum 50117 og’ 50081. Eftir lokim í síma 51-944. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Frystihólf Síðasti gjalddagi fyrir frystihólf er 17. september. Eftir þann tíma verða frystihólfin leigð öðrum, hafi greiðsla eigi verið innt af hendi. Sænsk-íslenzka frystihúsið h.f. Sími 12362. Kaupmenn og kaupfélög Fyrirliggjandi mjög fallegt úrval af kjóla- og blússuefnum. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun. — Grettisgötu 6. Sírni 24-478 og 24-730. Kaupmenn og kaupfélög Fyrirliggjandi fallegt úrval af matar- og kaffidúkum. Kr. ÞorvaEdsson & Co. Heildverzlun. — Grettisgötu 6. Sími 24-478 og 24-730. TILKVNNING frá DÚN- OG FIÐURHREINSUNINNI. Þeir, sem eiga ósóttan sængurfatnaff, eru vinsam- Iegast beffnir aff vitja hans sem fyrst. DÚN- OG FIÐURIIREINSUNIN, Vatnsstíg 3. — Sími 18740. SÆNGURVER, einlit kr. 190,00 SÆNGURVER, , röndótt kr. 215,00 KODDAVER, einlit kr. 38,00 KODDAVER, röndótt kr. 40,00 LÖK kr. 101,00 HANDKLÆÐI, , 50x100 cm. kr. 38,00 HANDKLÆÐI, , 40x80 cm. kr. 29,50 ÞVOTTAPOKAR kr. 10,00 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. sept. 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.