Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.09.1965, Blaðsíða 5
0<>00<><><><><>0<><><><>00<><><>"©^ Stefási Júlíusson: HENT Á LOFTI ÁNÆGJVLEGT var að vera fulltrúi íslands á fræðslukvik- myndaviku Evrópuráðsins, sem haldin var í Edinborg i síðustu viku. Fræðslumyndasafn ríkisins er aðili að kvikmyndadeild Evr- ópuráðsins, og sendi það 2 myndir á kvikmyndavikuna. Voru það nýjustu myndir Ós- valds Knudsen, Surtur fer sunnan og Sveitin milli sanda, sem báðar höfðu hlotið góða dóma á Edinborgarhátíðinni i vikunni á undan. Þarna voru mættir 11 full- trúar frá aðildarríkjunum, auk forstöðumanns kvikmyndadeild- ar Evrópuráðsins, starfsfólks og ,skozkra og enskra ráðamanna, sem sáu um fundínn, alls um 20 manns. Fulltrúar á þessum skoðunar- vikum eru forstöðumenn fræðslumyndastofnana í aðild- arríkjunum og ýmsir sérfræð- ingar á þessu sviði, og fer einn frá hverju landi með atkvæðis- rétt, og mynda þeir dómnefnd- ina. Skoðaðar voru að þessu sinni 38 kvikmyndir frá 13 löndum, en reglur eru þær, að hvér þjóð má senda 4 myndir til skoðun- ar. Hlutverk ráðstefnunnar var að velja 10 myndir og mæla með dreifingu á þeim í aðildar- ríkiunum. Þegar atkvæði voru talin um 10 beztu myndirnar í lok ráð- stefnunnar, kom í l.fós, að Surt- ur fer sunnan eftir Ósváld Knudsen hafði fengið flest at- kvæði, 10 af 11 mögulegum. Sveitin milli sanda fékk einnig atkvæði, þótt hún væri ekki meðal hinna 10 hæstu, enda er það þegjandi samkomulag á þessum mótum að mæla með myndum frá sem flestum lönd- um. Það tíðkast ekki í álits- gerð ráðstefnunnar að greina frá atkvæðatölunni, sem hver my'nd hlýtur að lokum, en þó er gerð undantekning með þá mynd, sem. efst verður á listan- um. Forseti ráðs^efnunnar, sem að þessu sinni var Mr. Maddi- son frá kvikmyndastofnun brezku upplijsingajþjónustuiin- ar, lagði á það áherzlu á blaða- mannafundi i lokin, að flestir fulltrúarnir hefðu greitt ís- lenzku kvikmyndinni atkvæði. Framkvæmdastjóri skozka kvik myndaráðsins og Kvikmynda- hússins í Edinborg, Forsyth Hardy, sem skipulagði og sá um skoðunarvikuna, sagði í setn- ingarræðu i virðulegu og fjöl- mennu lokahófi á föstudags- kvöld, að það væri mjög gleði- legt, að minnsta þjóðin, sem sáralitla þjálfun og reynslu í kvikmyndagerð hefði að báki, skyldi bera hér sigur úr býtum. Surtseyjargosið væri að sjálf- sögðu mjög sérstæður atburð- ur, en það væri aðdáunar- arvert, að Ósvald Knudsen skyldi takast að gera svo ágæta mynd af gosinu. Þegar skozku blöðin sögðu frá ráðstefnunni á laugardaginn var, gerðu þau yfirleitt mikið úr því, að ísland hefði orðið hlutskarpast. Fyrir- spurnir voru miklar um mynd- ina, og beðið hefur verið um hana á kvikmyndahátíð í Lond- on í næsta mánuði. Allar 38 myndirnar, sem sýnd ar voru á ráðstefnunni,- voru vel gerðar, og var það álit fulltrúa, að þær væru jafnbetri en á kvikmyndavikunnl, sem haldin var í París í fyrra. Surtur fer sunnan var eina myndin af þeim tíu beztu, sem tekin var á 16 mm filmu. Allar hinar voru teknar á 35 mm filmu, sem gef- ur miklu betri framleiðslu- og sýningarmöguleika. Sumar voru kostaðar af stórfyrirtækium, teknar af atvinnumönnum og ekkert til sparað að gera þær sem bezt úr garði. Þessar tíu myndir, sem ráð- stefnan kaus að mæla með, voru úr ýmsum greinum, sögu, dýra- fræði, jarðfræði, efnafræði, bók menntum, málarálist, högg- myndalist og félagsfræði. Báru þær því allar órækt vitni, hvað kvikmyndin er máttugt fræðslu- tæki, ef listatök eru í vinnu- brögðum og vélinni stýrt af hagleik og öruggu myndskyni. JEtti þessi nýi sigur Surtseyj- armyndar Ósvalds Knudsen að vera uppörvun og hvatn- ing kvikmyndatökumönnum á landi hér, þótt þeir eigi við ærna erfiðleika að stríða. Kvik myndagerð er. ung listgrein á ís landi, og varla nema í reyfum ennþá, en vonandi vex henni fljótlega fiskur um hrygg. K><><>0<><>0<>000<><>0<>000<><><><>0^ Álykiun Eðnneniaþings um iðnfræðsluflöggjöfina Tuttugasta og þriðja þing Iðn flemasambands íslands, haldið í húsi Slysavarnafélags íslands dag ana 11. og 12. september 1965, hefur haft til meðferðar frum varp það um iðnfræðslu er nú liggur fyrir alþingi. Iðnnemasam- bandið lýsir ánægju sinni yfir framkomnu frumvarpi og telur að það horfi í mörgu lil mikilla bóta. Hins vegar telur sambandið rétt aS gerðar veríSi á því nokkrar veigamiklar breytingai-. ' í fyrsta lagi leggur sambandið éherzlu á að þeir fái aðild að Iðn fræðsluráði og að nemum verði gefinn kostur á þátttöku í iðnráð lim kaupstaðanna. í öðru lagi óskar Iðnnemasam bandið eftir að fá að ákveða, í samráði við iðnfræðsluráð, há marksvinnustundafjöída nema á eamningstímabilinu, þannig að eftir- og næturvinna reiknist sem námstími. Síðast en ekki sízt leggur sam bandið áherzlu á að allir iðnskól ar í landinu verði dagskólar og flýtt verSi svo sem mögulegt er fjárveitingu til iðnskóla skv. 12. gr. frumvarpsins. Leggur Iðnnema samband íslands ríka áherzlu á að hún nægi til að fullljúka a. m.k. einum þeirra fyrir- haustið 1968. Bendir 23. þing Iðnnemasam- bands íslands á að í hinni öru þróun tækni og menntunan hafa iðnaðarmenn ekki fylgst nægjan lega með sakir úrelts fyrirkomu lags í kennslumálum. Nægir í því sambandi að benda á gamaldags aðferðir við húsbyggingar sem leiða til þess að íbúðarverð er ó hóflega hátt. Einnig vill sambandsþingið vekje athygli á því að nú þegar er í standið í iðnfræðslumálum algei lega óviðunandi og alls ekki vanza laust að láta reka lengur á reið anum. Að lokum et bent á þá augljósu staðreynd að haldgóð menntun iðnaðarmanna er brýnt hagsmuna mál allrar þjóðarinnar. Auglýsingasími ALÞÝÐUBLAÐSINS er 14906 ÚTVEGSMENN Óskuxn eftir bátum í viðskipti strax og: einnig á komandi vetrarvertíð. Uppl. í simum 50117 ogi 50081. Eftir lokun í síma 51-944. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Frystihólf Síðasti gjalddagi fyrir frystihólf er 17. september. Eftir þann tíma verða frystihólfin leigð öðrum, hafi greiðsla eigi verið innt af hendi. Sænsk-íslenzka frystihúsið h.f. Sími 12362. Kaupmenn og kaupfélög Fyrirliggjandi mjög fallegt úrval af kjóla- og blússuefnum. Kr. Þorvaldsson & Co. Heildverzlun. — Grettisgötu 6. Sími 24-478 og: 24-730. Kaupmenn og kaupfélög Fyriríiggjandi fallegt úrval af matar- og kaffidúkum. Kr. Þorvaldsson & Co. x Heildverzlun. — Grettisgrötu 6. Sími 24-478 og 24-730. TILKYNNING frá DÚN- OG FIÐURHREINSUNINNI. Þeir, sem eiga ósóttan sæng-urfatnað, eru vinsam- legast beðnir að vitja hans sem fyrst. DÚN- OG FIDURHREINSUNIN, Vatnsstíg 3. — Sími 18740. SÆNGURVER, einlit kr. 190,00 SÆNGURVER, röndótt kr. 215,00 KODDAVER, einlit kr. 38,00 KODDAVER, röndótt kr. 40,00 LÖK kr. 101,00 HANDKLÆÐI, 50x100 cm. kr. 38,00 HANDKLÆÐI, 40x80 cm. kr. 29,50 ÞVOTTAPOKAR kr. 10,00 ________________1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. sept. 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.