Alþýðublaðið - 26.09.1965, Síða 7

Alþýðublaðið - 26.09.1965, Síða 7
HÆGLÁTI ASÍUMAÐURINN U THANT í NÝJU DELHI I>EGAH U Thant var settur fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna haustið 1961 til þess að sitja út kjörtímabil Dags heitins Ham- marskjölds var almennt álitið, að þessi lágróma, kringluleiti og smá- vaxni skólakennari frá Burma, sem þá var 52 ára að aldri, væri ekki nógu harður í horn að taka til þess að haldast lengi í starfinu. Fyrsti maðurinn, sem gegndi emb- ættinu, Tryggve Lie frá Noregi, kallaði það „ómögulegasta starf heimsins”. Varla var við því að búast, að maðurinn, sem valinn var til starfs- ins, gæti lálið mikið að sér kveða, því að bæði austur og vestur töldu hann með öllu meinlausan. En í dag, fjórum árum síðar, hefur U Thant staðið af sér alla stoi’ma, og um þessar mundir glímir hann Við einhvei’ja erfiðustu deiluna, sem hann hefur látið til sín taka. Nær allar þjóðir heims, að Kín- verjum undanskildum, settu traust Sitt á hann, þegar Indverjar og Pakistanar fóru í hár saman, og hann hefur átt veg og vanda af því að vopnahlé hefur verið sam- ið. Aldi-ei þessu vant gat Öryggis- ráðið einróma samþykkt tvær á- lyktunartillögur, þar sem skoi’að var á stríðsaðila að hætta bardög- um og því lýst yfir, að U Thant tæki að sér hlutverk sáttasemj- ara og færi á fund deiluaðila til þess að bera klæði á vopnin. Vafa- samt er hvort fyrirrennurum hans í embætti hefði gengið betur í sáttasemjai’ahlutverkinu. Margir starfsmenn SÞ eru nú þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir hógværð sína og hæversku, sem getur villt mönnum sýn, sé litli, fíngerði mað- urinn frá Rangoon ef til vill búinn meiri hyggindum og kænsku en Noi’ðmaðurinn og Svíinn. Sameinuðu þjóðirnar, sem fyrir einu ári virtust ekki eiga annað fyrir höndum en að þróast í hreina kjaftasamkundu, hefur ný- lega öðlast nýjan þrótt. Þetta átti rót sína að rekja til þess, að John- son forseti lét í minni pokann í deilunni um vangoldin gjöld Rússa og Frakka til friðargæzlu- starfa SÞ í Kongó og á Gazasvæð- inu. Þar eð komizt hefur verið yf- ir þennan erfiða hjalla, má búast við að nýhafið Allsherjarþing beri minni keim af skrípaleik en síðasta þing. ★ MÁL MÁLANNA Deila Indverja og Pakistana er mál málanna. í göngum glerhúss- ins við Austurá fitja menn upp á samræðum um frambúðarlausn, og ekki er ósennilegt að ýmsar til- lögur beri á góma á þinginu í vet- ur. Nokkrir fulltrúar frá ríkjum Afríku og Asíu beita sér fyrir sam þykkt ályktunartillögu, þar sem stjórnirnar í Nýju Delhi og Raw- alpindi væru hvattar til að fallast á það, að Kasmírbúar fái að ákveða sjálfir í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þeir vilja vera áfram í sam- bandi við Indverja, sameinast Pakistan eða stofna sjálfstætt ríki undir vernd SÞ. Sendiherra frá Arabaríki segir: „Smáþjóðirnar eru margar. Hvort þær eru þess megnugar að standa á eigin fótum er annað mál, en nú á dögum geta mjög fáar þjóðir sagt slikt. Hann hélt því fram, að tillagan hefði ýnxsa kosti, einkum vegna þess að- bæði Indverjar og Pakistanar mundu leggjast gegn henni. Þetta minnir á aðfei'ðir kaupahéðna í Austux’löndum. Enn sem komið er, er iivorugur deiluaðili fús að slaka til. í hlutverki sínu sem sáttasemj- j ari væri hugsanlegt að U Thant | tækist einmitt að ná samkomulagi um slika áætlun — sanxkomulagi, sem brúar bilið milli þess, sem SÞ hafa til þessa mælt með í sam- bandi við þjóðaratkvæði, og sjón- armiða deiluaðila. Burmamaður- inn stendur býsna vel að vígi að þessu sinni. Hins vegar er kald- hæðnislegt, að hann er þeirrar skoðunar eins og meirihluti full- trxíanna, að Kína eigi að fá aðild að SÞ — en þetta mál ber áreiðan lega á góma snemma á þinginu — á sama tíma og Peking stjórnin gerir allt sem í hennar valdi stend ur til að spilla fyrir friðarumleit- unum hans. En hann getur tekið þetta fyrir síðar og í svipinn er hann önnum kafinn. ★ HLUTLAUS Þegar U Thant var ýtt í sæti Hammarskjölds var fyrsti vand- inn, sem liann varð að glíma við, deila sú, er Rússar komu til leiðar vegna kröfu sinnar um að þrír menn yrðu látnir gegna embætti framkvæmdastjóra, en þessi „þrí- stjórn” hefði að sjálfsögðu verið óstarfhæf í reynd. Valdamennirn- ir í Kreml höfðu liaft horn í síðu Hammarskjölds og töldu að hann hefði ekki verið nógu harður við að bi-jóta hreyfingu aðskilnaðar- sinna í Katangahéraði í Kongó á bak aftur. Hammarskjöld var hug- sjónamaður, sem hafði hærri hug- myndir um starf sitt en það, að það væri eingöngu þjónusta og reyndi að marka stefnuna. U Thant reyndi að sigla milli skers og báru þegar deilt var urn þrístjórnina árið eftir á sinn hæg- láta hátt, sem honum er eiginleg- ur. Afrek hans tryggði kosningu hans til fulls kjörtímabils á þrí- tugustu og áttundu hæð skýja- kljúfsins við Austurá. Kjörtíma- bili hans lýkur 1966. Ef Burmamaðurinn liefur svip- aðan leynilegan metnað og Ham- marskjöld dylur hann það vel. Hann kemur mönnum alltaf þannig fyrir sjónir, að hann sé einstaklega hófsámur maður og hlédrægur, eins og vel hæfir guðhræddum Búddatrúarmanni, sem dag hvei-n ver tíma til íhygli „til þess að vera óháður þessa heims gæðum”. En öðru hverju segir hann hluti, sem kernur mönnum á óvart. Hann hefur vakið gi’emju Rússa með því að neita að fylla fram- kvæmdaráðið af fólki lir herbúð- um þeiri’a. Þeir vilja t. d. að hann losi sig við hinn bandaríska að- stoðarmann sinn, blökkumanninn Ralph Bunche. En á hinn bóginn hefur hann heldur ekki unnið liylli í Bandaríkjunum fyrir þá at- hugasemd, sem hann lét frá sér fai’a fremur sem Burmamaður en yfirmaður alþjóðastofnunar, að landi lians hafi tekið að eiga frið- samleg samskipti við Kína og ef til vill tækist Vietnam það líka. ★ HREINSKILINN Johnson forseti lét þetta sem vind um eyru þjóta og hefur í þess stað vel kunnað að meta tilraunir U Thants og annarra til að fá Noi’ður-Vietnammenn að setjast að samningaborði og semja um frið- samlega lausn. Vitað er, að fi’arn- kvæmdastjórinn stendur í sanv bandi við Kínverja ekki síður en stjórnina í Hanoi í þessu máli og opinberir aðilar í Washington eru fegnir því. U Thant ræðir af hi’einskilni v:ð blaðamenn nema þegar erfiðar samningaviðræður standa yfir. Hann nýtur miklu meiri vinsælda meðal blaðamanna en Hammsr- skjöld, sem átti það til að svara hryssingslega og óljóst. Thant býr ásamt konu sinni á Manhattan, syndir til þess að slaka á og klæðist gjarnan þjóðbúningi Burmabúa, longhi, þegar hann dvelst heima hjá sér á kvöldin. Hann vinnur 12 klukkustundir á dag og er talinn samvizkusamur og duglegur og hann hefur þann kost, að hann gerir sér ekki rellu xit af smáatriðum og lætur undir- menn sína fást við þau. Nýlega varð hann fyrir persónu- legri sorg þegar einkasonur hans beið bana í bifreiðarslysi í Ran- goon, en liann hélt starfi sínu á- fram eins og ekkert hefði í skor- izt. Frh. á 10. síðu. BLAÐIÐ OKKAR BÓKAVERZLUN Jónasar Tómas sonar annast afgreiðslu Alþýðu- blaðsins á ísafirði og hefur gert það frá upphafi, en verzlunin átti 45 ára starfsafmæli hinn 20 ágúst síðastliðinn. Jónas Tómasson hafði blaðið lengi vel í pei-sónulegri um sjá sinni en núverandi verzlunar stjóri er sonur hans, Gunnlaug ur Jónasson. Hann tók við vei’zl uninni árið 1952, þá tuttugu ára að aldri og hefur veitt henni for stöðu síðan. „Frá því að daglegar flugsam göngur hófust milli Reykjavíkur og ísafjarðar má segja, að Reykja víkurblöðin hafi oi-ðið að dagblöð um hér. í allt sumar hefur það aðeins einu sinni komið fyrir að fallið hafi niður dagur úr flugi og er það einsdæmi. Á vetrum kemur það oftar fyrir, að ekki sé unnt að fljúga. Afgreiðslumátinn á blað inu er sá, að strax eftir komu flug vélar er afgreiðslan í verzluninni opin bæði fyrir áskrifendur og þá sem vilja kaupa blaðið í lausasölu. Kaupendur sækja blaðið yfirleitt í verzlunina og má til undantekn inga telja, eins og áður segir, ef menn geta ekki tekið með sér blaðið sitt um leið og þeir fai'a i hádegismatinn.“ Bókaverzlun Jónasar Tómasson ar er stærsta bókaverzlun á ísa firði og leggur áherzlu á að hafa á takteinum öll ritföng, sem fólk og fyrirtæki þurfa á að halda. Á Isafirði er um þessar mundir gróska í athafnalífi, nokkur fyr irtæki og ein verzlun að byggja yfir sig, auk þess er í smíðunx nýtt barnaskólahús og fólki finnst miklu varða um þá ákvörðun að menntaskóli skuli starfræktur á ísafirði. Annars er bæjai’bragur mótaður af meiri stöðugleika held en í síldarbæjunum, hér er nxinna peningaflóð og þá heldur enginn söknuður þótt síldin ekki sýni sig. íbúatalan er svipuð frá ári til árs, kringum 2700, og það er sama hvað maður á af krökkum íbúa talan haggast ekkei't við það. Sjálf ur á ég f jögur böi-n og er að stækka húsið mitt, segir Gunnlaugur að lokum. Gxinnlaugur Jónasson. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. sept. 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.