Alþýðublaðið - 26.09.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.09.1965, Blaðsíða 8
ÞAÐ var einu sinni maður, sem fór til bankastjóra og bað um lán. Flestir munu nú sennilega segja, að það sé ekki í frásögur færandi, en ég segi ykkur þetta samt, því að I þessi saga er dálítið sérstök. ar, sem tóku á móti kátu körlun- um á Kútter Haraldi, þegar þeir komu heilir á húfi frá fiskiveiðun- um, sem sungið er um í söngnum fræga. Eins og við mátti búast undrað- Sá, sem bað um lánið, var ungur maður, ættaður frá Eyrarbakka. Hann bað ekki bara um lán, heldur bað hann um lán til þess að hann -gæti smíðað pressu, en í henni ætlaði hann svo að búa til fægi- skóflur. (Það er víst ekki til neitt betra orð yfir þessa nauðsynlegu hluti). ! Bankastjórinn tók málaleitan j hans vel, og sagðist skyldu mæla j með þessu við bankaráðið og bað j svo lánbiðjandann að koma aftur f eftir viku. Það liðu sjö dagar. Þá ' bar fundum þeirra saman að nýju, í skrifstofu bankastjórans. Upp- ; lýsti bankastjórinn þá, að banka- ráðið hefði, því miður, ekki veitt ! lánsheimildina. i Fram að þessu er þessi frásögn j ósköp venjuleg, en nú kemur liið \ óvenjulega: i Maðurinn, sem beðið hafði um ! lánið, hló, þegar bankastjórinn til- ; kynnti honum þessi málalok. Já, j hann skellihló, eins og kerlingarn- ist bankastjórinn viðbrögð manns- ins, sem voru óvenjuleg í hæsta máta, undir slíkum kringumstæð- um. Spurði hann því, hverju þetta sætti. — Ég átti von á þessu svari, ég er orðinn vanur því, svaraði lán- biðjandinn. Bankastjórinn vissi ekki, hvað liann átti að segja, og áður en hann nafði fundið það út, hafði hinn bætt við: — Nú fer ég bara heim og smíða pressuna. Og Eyrbekkingurinn ungi stóð við orð sín. Hann fór heim og smíð- aði pressuna. Það tók hann meira en einn dag, meira en eina viku; það tók hann margar vikur, — fjöldamargar. Nú vinnur þessi fyrrnefnda pressa í verksmiðju norður í landi, nánar tiltekið á Sauðárkróki. Þar hefur hún mótað hvern hlutinn á fætur öðrum undanfarin ár, — og aldrei bilað. Hún hefur breytt Texti og myndir: Ólafur Ragnarsson venjulegu járni, með sínum 200 tonna þrýstingi, í ólíkustu; hluti sem farið hafa á ýmsa staði hér innanlands og jafnvel út í hinn stóra heim. Fægiskóflurnar áðurnefndu eru þó það, sem flestir kannast við, af því, sem mótað er í pressunni. Það eru þessar gljáfægðu fægi- skóflur, með svarta plasthaldinu, sem eru til á fjöldamörgum heimil um hérlendis. Þessi framleiðsla var auðvitað erfið í byrjun,’ eins og allt annað. Fyrsta árið seldust aðeins 1800 stk. af þeim, og framleiðandinn fékk tæplega fyrir vinnulaunum starfsmannanna eða kostnaðinum við smíði fægiskóflumótsins. En næsta ár gekk allt mun betur, og þá varð þónokkur hagnaður af framleiðslunni. Nú er svo komið, að íslenzku fægiskóflurnar frá Sauðárkróki renna út eins og heit- ar lummur, og eru þar að auki 27 krónum ódýrari en danskar fægi- skóflur, hliðstæðar. Hugvitsmaðurinn, sem smíðaði pressuna margumræddu, heltir Jónas Guðlaugsson, og það er ekki nóg með það, að hann hafi smíðað þessa 200 tonna pressu, heldur hefur hann smíðað sjö af þeim átta vélúm, sem eru í verksmiðju hans við Sæmundargötu á Sauðár- króki. AUar eru vélarnar að miklu eða öllu; leyti sjálfvirkar, og segja kunnugir mér, að sú mesta þeirra vinni á ýið 15 menn. — Það mætti svo fylgja með, að eina vélin, sem Jónas hefur ékki smíðað í verk- smiðjunni, er amerisk, og bilaði hún strax á fyrsta ári, en hinar, sem nú eru orðnar frá 7 til 9 ára gamlar, hafa aldrei bilað. Þær eru allar íslenzkar. Þegar ég skoðaði þessa merkis- verksmiðju á Sauðárkróki um daginn, undraðist ég mjög, hvern- ig einn venjulegur maður, þar að auki innfæddur íslendingur, getur smíðað slík furðuverk, sem vélarn- ar eru. Jónas Guðlaugsson sagði mér aftur á móti, að það væri ekki mikið að smíða þessar vélar, en erfiðast væri að smíða mótin í þær. Auk þess sagðist hann núna vera að smíða 6 vélar til viðbótar í verksmiðjuna. Þegar þær eru komnar í gagnið á framleiðslan að ganga mun betur, og hver hlutur, sem framleiddur er, á að halda ferð sinni stanzlaust áfram, frá því er hann byrjar að verða til, al- veg þangað til hann er kominn inn- pakkaður niður í kassa, tilbúinn að fara á markað. Nú eru framleiddar milli 20 og 30 mismunandi tegundir hluta í þessari verksmiðju, sem enn heit- ir ekki neitt sérstakt. Mest er framleitt af raflagnadósum, og sagði Jónas, að í „partíinu”, sem þeir væru að framleiða núna, ættu að vera ein og hálf milljón dósa. Þessar raflagnadósir eru eigin upp finning Jónasar, og eru þær tald- ar mun betri en þær ,sem hingað til hafa verið framleiddar, og mjög ólíkar þeim. — Við höfum ekki með nokkru móti undan eftirspurninni, sagði uppfinningamaðurinn, — og væri sennilega sama sagan, þótt við stækkuðum um helming. Svíar og Norðmenn vilja endilega kaupa þessar dósir, en við eigum fullt í fangi með að fullnægja innlenda markaðinum. Jónas segist hafa farið að hugsa út í það, hvort ekki væri hægt að búa til öðru vísi dósir en þær, sem hingað til hafa verið notaðar, vegna þess, að á hans heimili, eins og annars staðar, hafi tenglarnir verið farnir að losna út úr veggj- unum. Hann fann svo út nýja tækni í sambandi við þessar raf- lagna’dósir, en varð að hætta fram- leiðslu þeirra vegna fjárskorts fyr- ir tveim árum. Nú er samt svo komið, að hann er búinn að vinna markaðinn með þeim. Þetta er það fyrsta, af framleiðslu hans, sem ekki er tízkuvarningar, segir hann mér. Auk dósanna, og þess, sem þehn tilheyrir, eru þarna framleidd ým- iss konar búsáhöld og bygginga- vörur (t. d. gluggajárn og hörn). Jónas Guðlaugsson á þetta fyrir- tæki einn, og hefur líka orðið að leggja margt á sig til að koma því á fót. Hann byrjaði smátt, en fór brátt út í ýmsan smáiðnað,- smíð- aði meðal annars litlar gullitaðar fánastengur og laglegu grútar- lampana, sem seldir eru í hverri minjagripaverzlun. Síðan smá- stækkaði fyrirtækið, og vinna þarna nú milli 10 og 15' manns; nokkrir þeirra eru fatlaðir og sjá um innpökkun á framleiðsluvör- unum eða vinna önnur létt störf. Svona iðnaður, eins og allur ann ar iðnaður, kostar mikið, og einu sinni kom það fyrir, að Jónas varð að selja ofan af sér húsið sitt til þess að bjarga málunum. En svo kemur auðvitað að því, að maður spyr um það, hvaða menntun þurfi til að geta gert allt þetta, sérstaklega til að smíða þessar furðulegu vélar. — Ég byrjaði fyrst að læra raf- virkjun, sagði Jónas, — og þá gætti ég díselvéla á meðan. Svo hætti ég hvoru tveggja. Eftir þetta fór ég í vélvirkjanám, en sá brátt, að það var ekki við mitt hæfi. Ég hætti því þá, og gifti mig. — En Þetta er svo renni bekkurinn sextugi . . . g 26. sept. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.