Alþýðublaðið - 26.09.1965, Page 9

Alþýðublaðið - 26.09.1965, Page 9
Hér situr Jónas við nýjustu vélina, en Páll bróðir hans er til haegri á myndinni. ég átti skúrkompu og 60 ára gaml- an rennibekk, — og fór að hugsa. Þannig byrjaði þetta allt saman. — Heí'urðu þá engin tæknileg próf? spurði ég. — Ég hef bara bílpróf, svaraði Jónas Guðlaugsson, — en ég hef reynt að læra það, sem ég hef get- að haft gagn af, og hef þurft að nota. — En hvar hefurðu smíðað allar þessar véiar? — Ég hef smíðað ,,mekanism- ann” í þær allar í rennibekknum mínum gamla. Hann er konungur allra hlutanna hér, og hann læt ég síðast af öllum eigum mínum. Þetta er að mörgu leyti merkileg- ur bekkur. Sjálfur forstjórinn í Héðni lærði í þessum bekk, en eft- ir að ég fékk hann, setti ég á hann rafmótor. — Og þú hefur alltaf nógar hug myndir um eitthvað nýtt? — Já, það vantar ekki hugmynd irnar; það er nóg af þeim í koll- inum á mér, en það vantar pening ana til að geta komið þeim í fram kvæmd. — Geta svona fyrirtæki ekki gefið góðar tekjur? — Ég verð aldrei ríkur, en ég er ánægður, ef ég get gert ís- Ienzku þjóðinni eitthvert gagn. Það varð þögn nokkra stund. Við gengum að pressunni miklu, og horfðum á, hvernig raflagna- dósirnar urðu til. Jónas sagði, að af hverjum 50 þúsund dósum færu 4 í afföll. Svo sýndi hann mér liinar vélarnar og við enduð- um við þá nýjustu og jafnframt flöknustu. Hann sagðimér, að hún gengi fyrir rafmagni, lofti og raf- segli, notaði 300 lítra af lofti á mínútu og í hverju höggi niður væri 70 tonna þrýstingur. — Við erum alltaf að reyna að elta þessa tækní úti í heimi, sagði Jónas, — aðalatriðið er að fá meira út úr vélunum, þannig að endirinn verði sá, að aðeins þurfi einn mann til að gæta hverrar vél- ar, en hún geri allt sjálf. Þetta hefur mikið breytzt frá því að ég byrjaði. Þá hafði ég aðeins einn mann í vinnu hjá mér. Það var hann Palli bróðir. Hann var fyrsti maðurinn, sem ég hafði í vinnu. Palli vinnur fyrir sunnan, en kom hingað núna til að aðstoða mig við að setja tref japlast innan í ker, sem notuð eru til að húða rafdós- irnar í. Rétt í þc-ssu kallar Palli á Jón- as. Það var eitthvað í sambandi við trefjaplastið, sem þeir þurftu að athuga. Svo kemur meistarinn sjálfur aftur fram í vinnusalinn. Ég spyr hann, hve lengi verksmiðj an hafi verið staðsett á Sauðár- króki, og hann er ekki síður ná- kvæmur í svarinu, en útreikning- unum í sambandi við vélarnar, því að hann svarar: — Hún fór í gang hér fyrir einu ári, einum mánuði og sautján dög- um. Áður var hún í Reykjavík, og þar er aðalmarkaðurinn ennþá. Tíminn var fljótur að líða á með an ég staldraði við í þessari ó- nefndu verksmiðju, sem íbúar Sauðárkróks kalla einfaldlega Verksmiðju Jónasar Guðlaugsson- ar. En ekki gat ég yfirgefið þetta merka fyrirtæki, án þess að spyrja húgvitsmanninn, hann, sem feng- ið hefur hugmyndirnar, búið til vélarnar, stjórnað framkvæmdum og framleiðslu og gert þetta f.vrir- tæki svo merkilegt, serh það er, — spyrja, hvaðan hann teldi sig hafa alla þessa hæfileika. Og Jónas Guðlaugsson er fljótur að svara, og af svipnum sést, að hann er alveg viss: — Úr þaranum á Eyrarbakka, segir hann, — ég hef alla mína hæfileika úr þaranum á Eyrar- bakka. Þaralyktin í fjörunni þar er alveg einstök. Aldan er stór- fengleg. Ef sólin skín, þegar ég geng eftir fjörunni, þá er ég á- nægður. Það er nóg fyrir mig. -ór. Ein tegundin af raflagnadósunum. Þessar eru ófullgerðar. Hínar vinsœk’ rafiagnadósir ávallf fyrirliggjandi hjá eftirtöldum umboðsmönnum: Akureyri: Neisti hf. ísafjörður: Raforka hf. Seyðisfjörður: Leifur Haraldsson Vesímannaeyjar: Haraldur Eiríksson hf. Reykjavík: Johan Rönning hf. LOFTDOSIR VEGGDOSIR ROFADOSIR Johan Rönning hf. Umboðs- og heildverzlun - Skipholti 15, Símar 10632 - 13530 Áskriftðsími Alþýðubiaðsins er 14900 Starfsfólk óskast Konur og karlar óskast til verksmiðjuvinnu nú þegar. — Yfirvinna — Ekki unnið á laug- ardögum. Upplýsingar ekki gefnar í síma. HARíIPIÐJAW H.F. Staltkholti 4. Nýsmíbi réttingar og boddy viðgerðir. Bílayfirbyggingar Auðbrekku 49, Kópavogi, sími 38298. : ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. sept. 1965 $

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.