Alþýðublaðið - 26.09.1965, Qupperneq 16
Vantar stúlku. Hótelið á
Hornafirði vantar nú þegar
eina eða tvær stúlkur í eld-
hús og lierbergin.
Augl. í Tímanum.
Ef fólk talaði aðeins um það,
sem það hefur vit á, mundi
vera hljótt í heiminum ....
— Þetta kemur mér svo á
óvart, sagði skvísan, þegar
gæinn bað hennar eftir fimm
ára trúlofun ....
f>ei, þei og ró,
þögn breiðist yfir allt,
kvað skáldið, og þessar ljóðlínur
verða ugglaust letraðar með gulln
um stöfum á hlið hins væntanlega
þögula bæjarhverfis í Breiðliolt-
inu. Eins og alþjóð er nú kunnugt
er það kempan Jón Leifs, sem fætt
hefur af sér þessa nýstárlegu
flugu, og ef að líkum lætur verður
þetta síðasta stef í hugmyndasin-
fóníu hans leikið með viðeigandi
1 hávaða í hljómleikasal framkvæmd
arinnar. Breiðholt er engan veg-
inn heppilegt nafn, því að oft er í
holti heyrandi nær, og í þessu
hverfi mun að sjálfsögðu ríkja
grafarþögn og steinhljóð og eng-
ar hleranir mögulegar. Nær lagi
væri að kalla hverfið Leifsland.
í Leifslandi verður öll umferð
auðvitað stranglega bönnuð og
þarf því ekki að leggja þar akvegi
heldur einungis mjóa gangstíga.
Þetta mun flýta mjög fyrir allri
framkvæmd málsins og spara Geir
borgarstjóra stórfé. íbúar hverfis-
ins munu þar af leiðandi leggja
tryllitækjum sínum á sérstöku
plani, sem staðsett verður í minnst
10 kílómetra fjarlægð, læsa þeim
þar, fara síðan úr skónum og læð-
ast á sokkaleistunum inn í para-
dís þagnarinnar.
Einnig verður stranglega bannað
að leika á hvers konar hljóðfæri,
og verður sá íbúi gerður brott-
rækur þegar í stað, sem dirfist að
strjúka boga yfir fiðlustrengi eða
blása í lúður. Tónskáldin munu
semja hugverk sín í algerri þögn
og má segja, að þeim sé ekki vand-
ara um en meistara Beethoven,
sem samdi sín fegurstu verk, án
þess að heyra einn einasta tón.
Samskipti milli hjóna verða sér-
staklega athyglisverð í þessu
hverfi, því að þau munu fara fram
bréflega. Öllu erfiðara viðfangs
kann að reynast, ef svo skyldi bera
við, að barn fæddist í hverfinu.
Mun þá reynast nauðsynlegt að
fjarlægja það hið snarasta og setja
það á uppeldisstofnun.
Vel væri við hæfi að lieiðra
stofnanda hverfisins árlega, til
<
•••••■. :• •:•:•
•.•••;•;:•• •••
Hver sá, sem dirfist að strjúka boga yfir fiðlustrengi verður tafarlaust rekinn úr hverfinu.
dæmis á afmælisdegi hans. Þar
sem ekki verður unnt að hafa nokk
urra mínútna þagnarstund honum
til heiðurs, vandast málið óneitan-
lega. Ef til vill mætti reisa af
honum eina styttu á ári, raða þeim
hlið við hlið í Leifsgarði, síðan
gætu íbúarnir spreytt sig á því, á
heilsubótagöngum sínum að gizka
á hver myndanna líktist nú stofn-
andanum minnst.
Listamenn íslands eygja nú
glæsta framtíð. Loksins eftir alda-
langt píslarvætti í heimi skrölts og
skarkala verða þeim sköpuð starfs-
skilyrði við hæfi. Þeir munu, lof-
aður sé guð, fá að hvílast í friði
og þögnin mun halda sinni vernd-
arhendi yfir þeim ....
oooooooooooooooooooooooooooooooo
s/
ROMANTIK.
í kvöldsins lieillandi liúmi,
og liægum þey,
ég gekk um götuna og mætti
glæstri mey. j
Ég bar upp bónorðið þegar.
Hún brosti og sagði:
nei!
— Eg sá hana aldrei aftur.
— OK !
0
0
■8
0
0
K a n k v í s .
Oooooooooooooooooooooooooooooooo