Alþýðublaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir
siáastlidna nóft
★ KUALA LUMPUR: Sukarno forseti Indónesiu virðist traust-
ttr í sessi eftir misheppnaða byltingartilraun, sem sagt er að
kommúnistar liafi staðið á bak við. Meðlimir svokallaðs byltingar-
ráðs hafa verið handteknir og lierinn styður stjórnina. Hins vegar
er ekki vitað hvar Sukarno er niðurkominn eða hvernig ástatt er
með hann.
★ BLACKPOOL: Brezki Aiþýðuflokkurinn lauk landsfundi
sínum í Blaekpool í gær með því að koma ályktunartillögu, þar
sem stjórnin er gagnrýnd í sambandi við þjóðnýtingu stáliðnaðar-
ins áleiðis til stjórnar flokksins. Vinstri armur flokksins telur að
stjórnin muni ekki leggja áherzlu á að fá samþykkt lög um þjóð-
nýtingu stáliðnaðarins.
★ SAIGON: Harðri orrustu 800—1000 Vieteongmanna og
2.000 stjórnarliermanna á Mekongsvæðinu lauk í kvöld. Þetta var
mesta orrustan, sem háð hefur verið á þessum slóðum í marga
mánuði og furðu vekur að Vietcong skuli hafa tekizt að safna
svona miklu liði svo nærri höfuðborginni. Vietcong hélt stjórnar-
hermönnum í skefjum í 12 tíma.
★ MOSKVU: Hvorki Bresjnev flokksritari, Kosygin forsætis-
ráðherra né Mikojan forseti voru viðstaddir veizlu í dag í kín-
vc-rska sendiráðinu í Moskvu í tilefni 16 ára afmælis Kínverska al-
fjýðulýðveldisins.
★ NEW YORK: Per Hækkerup, utanríkisráðheri’a Dana, sagði
<5 Allsherjarþinginu i gær, að SÞ ættu að leggja fastar að Suður-
Afríku, en hann bætti því við, að Allsherjarþingið ætti aðeins að
íjalla um mál, sem væru „pólitískt framkvæmanleg”. Danska
étjórnin mundi styðja allar aðgerðir, sem væru samþykktar á lög-
logan hátt, og enska þjóðin mundi taka á sig nauðsynlegar byrðar.
Ilanir hefðu vaxandi áhyggjur af þróun mála í Suður-Afríku.
★. WASHINGTON: Johnson forseti livatti eindregið til þess
í gær, að gerðar yrðu umbætur á hinu alþjóðlega gjaldeyriskerfi
og hvatti einnig til þess, að iðnaðarríkin, þar á meðal Sovétríkin og
Austur-Evrópa hefðu með sér nána samvinnu í nýrri baráttu til að-
ftóðar þróunarlöndunum. Hann hvatti til þess, að Alþjóðagjald-
Oyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn, sem luku fundi sínum í gær,
Sluðluðu að þv; ásamt Bandaríkjunum að efla menntunina í þró-
tmarlöndunum. Bandaríkin hefðu gert ráðstafanir til að draga úr
dóliaraflóttanum
$ ★ MOSKVU: Sovétstjórnin lagði í gær fyrir Æðsta ráðið á-
ætlanir sínar um breytingar á stjórn atvinnumálanna. Mazurov
varaforsætisráðherra sagði, að 28 nýjar stjórnardeildir tækju við
gtörfum efnahagsráðanna, sem í átta ár hafa stjórnað efnahags-
íVnálunum í hinum ýmsu liéruðum. Krústjov kom efnaliagsráðunum,
^em eru 50 að tölu, á fót 1957.
LR endursýnir ,þá gomlu
Leikfélag Reykjavíkur byrjar á
sunnudagskvöld aftur að sýna Ieik
ritið, Sú gamla Ikemur í heim
sókn eftir svissneska skáldið Fried
rich Diirrenmatt. Leikritið var
frumsýnt svo seint í fyrravor, að
sýningar urðu ekki nema tíu til
loka )i(líkárs:Jis ogr tyrmust því
miklu færri að en vildu að sjá
leikinn og verða því nokkrar sýn
ingar í viðbót nú í liaust.
Það er Helgi Skúlason, sem setti
leikinn á svið og fékk sýningin sem
kunnugt er mjög góða dóma. Leik
mynd er eftir Magnús Pálsson og
í aðalhlutverkum sem fyrr Regína
Þórðardóttir, Gestur Pálsson, Har
aldur Björnsson og Guðmundur
Pálsson. Nýir leikarar eru í nokkr
um hlutverkum nú í haust. Karl
Guðmundsson leikur lögreglustjór
ann, Sæv’ar Helgason 2. borgara,
Sigríður Hagalín bargarstjórafrúna
og Erlendur Svavarsson lestarstjór
ann.
Tvær nýjar A5-bælcnr
Almenna bókafélagið gefur út
þessa dagana tvær nýjar bækur
Eru það síðara blndi af bók dr.
Bjarna Benediktssonar, forsætisráð
herra, Land og lýðveldi og bólc
sem nefnist Raddir vorsins þagna
eftir Rachel Carson og fjallar um
hættuna, sem öllu lífi á jörðunni
stafar af notkun ýmisskonar eitur
efna.
Land og lýðvcldi, síðai'a bindi,
er ágústbók félagsins. Sem kunn
ugt er kom fyrra bindið út á sl.
vori og fjallaði einkum um þá
þætti þjóðmálabaráttunnar, sem
að öðrum þræði vita út á við, ým
ist stjórnarfarslega eða efnahags
lega, auk þess sem þar eru m.a. /
rakin ýmis sagnfræðileg rök sjálf
stæðisbaráttunnar. Er fyrra bindið
286 bls.
í síðara bindinu, sem nú kemur
er einkum fjallað um framsókn
þjóðarinnar í landhelgismálinu, at
vinnuhætti og efnaliagslíf, íslenzkt
þjóðerni og menningarerfð,
Reykjavík fyrr og nú, stjórnmála
menn og stjórnmálabaráttu, og
loks er þar að finna ritgerðir og
minningarþætti um nokkra af
fremstu mönnum íslenzku þjóðar
innar á þessari öld. Þá fylgir þessu
bindi skrá yfir mannanöfn fyrig
bæði bindin.
Bókina liefur Hörður Einarsson
búið til prentunar og er 280 bls.
að stærð og prentuð í Víkings
prenti, en bókband hefur Sveina
bókbandið hf. annazt. Kápu og tit
ilsíðu hefur Tómas Tómasson
teiknað.
Raddir vorsins þagna, er júll
bók félagsins og er eftir ameríska
rithöfundinn Rachel Carson, og
heitir á frummálinu Silent Spring
Ritar prófessor Niels Dungal inn
gangsorð að bókinni fyrir íslenzka
Framhald á 15. síðu.
„Þeir safna helzt hári
sem miður eru gefniríá
Bítlahárið hefur verið mikið
til umræðu í sambandi við það
að nú eru skólar teknir til
starfa. Alþýðublaðið hafði sam
band við nokkra skólastjóra og
spurðist fyrir um hvort þeir
myndu reyna að „hafa hendur
í liári“ nemenda sinna.
Skólastjóri Gagnfræðaskóíl-
ans í Kópavogi var ekki viðlát
inn, en kennarar þar sögðu að
helzt vildu þeir útiloka bítla
liárgreiðslu úr skólanum. Ekkit
hefur þó verið tekin nein á-
1 kvörðun í því máli, en það verð
! ur gert á kennarafundi nk.
laugardag.
Sveinbjörn
Sigurjónsson,
.skólastjóíl
Gagnfræða-
skóla Austun
bæjar kvaðst
ekki skipta
sér af hár-
greiðslu nem
enda sinna. Að
vísu væri
- hvorki hann
né kennarar
hans hrifnir af því, en dreng
ir væru nú einu sinni drengir
og bezt að láta þessa dægur
flugu eldast af þeim. Afskipti
hefðu aðeins í för með sér
þrjósku og kannski illindi.
Magnús Sig
ursson, skóla
stjóri Hlíða
skóla, sagðist
óska eftir að
drengirnir
sem gengju
með sítt hár
létu klippa sig
og að sér og
kennurunum
þætti leiðin
legt að liafa
nemendur sem svona gengju
Frh. á 15. síðu.
2 2. okt. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ