Alþýðublaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 9
Oddur A. Sigurjónsson LAGAR Efalaust muna margir eftir söngleiknum „Konungurinn og ég,” sem fór sigurför um flest leikhús og kvikmyndasýningahús um víða veröld fyrir nokkrum ár- um síðan. Aðalefni söngleiksins var byggt á atburðum, sem raun- verulega höfðu skeð, en að vísu fyrir meira en einni öld síðan. — Anna Leonowens hét hún og var kennslukona við -hirð Viktoríu drottningar í Bretlandi. Hún var ráðin til konungshjónanna í Sí- am til þess að kenna börnum þeirra. — Frímerkið, sem við sjá- um hér á myndinni,- er af fyrr- verandi nemanda hennar. Þetta merki er eitt af fyrstu frímerkj- unum í Síam, gefið út 1883. Á því eru síönsk skrifteikn, sem eru flestum Evrópubúum óskiljanleg, nema þá tungumálasérfræðingum ef til vill. — Þegar Anna Leonowens kom til Síam, hét konungur landsins Maha Mongkut, en myndin á frí- merkinu er af syni hans, Chula- Ipngkorn. Á þessum tíma, sem Anna kom til Siam, mátti heita svo, að landið væri algerlega lok- ;að land fyrir ferðamönnum frá Evrópu. Þó kom það stöku sinnum fyrir, að brezkir, og þá sérstaklega ótrauðir ferðamenn, komust þar inn fyrir landamærin. Kennslu- konan Anna Leonowens gerði meira en kenna kóngsbörnunum hirðsiði og hoilar lífsreglur. Hún vann einnig að því, þótt í eins konar dularbúningi væri, að upp- ræta þá fordóma og gamla trú eða ótrú á því, að hleypa evróp- iskri menningu inn í landið. Henni varð furðu mikið ágengt í þessum efnum. Það sést bezt á því, að þegar konungssonurinn, sem hún hafði kennt, sem barni, tók við völdum 1868, reyndist hann miklu frjálslyndari í mörgum eða flest- um efnum, en fyrirrennarar hans höíðu verið. Chulalongkorn kon- ungur afnam t.d. þrælahald í ríki sínu. Hann endurbætti einnig mikið póstþjónustuna í Síam, sem vægast sagt hafði verið langt á eftir tímanum, og hann lét gefa út fyrstu frímerki landsins. Það var árið 1883. Liklegt er, að hann hafi er hann var nemandi Önnu, oft séð frímerki á bréfum, sem til hennar bárust á bréfum frá Eng- landi. Þau voru með mynd drottn- ingarinnar ensku, og á síömsku merkjunum var einnig mynd af þessum konungi, en hann ríkti mjög lengi, eða til ársins 1910. Árið 1908 voru þau yfirprentuð vegna 40 ára ríkisstjórnarafmælis konungs. En bak við þessi gömlu síömsku frímerki sjáum við mynd hinnar hugrökku ensku kennslu- konu, sem ein síns liðs vogaði sér inn í hið lokaða land, Síam, og j hafði þar þau uppeldisáhrif á ! prinsinn, að hann tók upp miklu ; frjálsari stjórnarstefnu en áður þekktist þar í landi, og vafalaust liefðu frímerkjasafnarar, sem nú skoða albúm sín með gömlu sí- ömsku merkjunum, ekki átt þau alla leið aftan frá 1883, hefði Anna aldrei til Síams komið. Sennilega væru þan fyrstu þeirra allmiklu yngri að árum, en raunin er á. Síam er land langt austur í As- íu, ekki langt frá Vietnam, þar sem stöðugur ófriður geisar. Von andi berst hann ekki til þessarar friðsömu þjóðar. Síam er stundum nefnt land hinna hvitu fíla. Það var þar, sem kaupsýslumaðurinn danski. H. N. Hansen stofnaði Au.- Asiufélagið, sem varð risafyrir- tæki. Þess má að lokum geta, að Síam iiefur nú breytt um nafn og heitir nú Thailand. Það nafn hefur staðið á frímerkjum þess síðan 1950. Skólarnir eru að hefja störf og senn þyrpist æska landsins þang- að, til þess að auka nokkuð við kunnáttu sína og búa sig á þann hátt undir lífsbaráttuna, sem bíð- ur hvers og eír;s. Við, sem að kennslu störfum, vonum að veran í skólunum færi nemendurna ofurlítið fram á við — í öllum skilningi. Vissulega er gleðiefni að sjá æskurjóð andlitin á ný og finna í ys dagsins orkuna ólga og svella í kringum sig og minnast þess tíma, er við stóðum í sporum nemendanna. En, samt eru þessir tímar ekki alveg óblandið gleðiefni f.vrir skóla menn. Látum vera um eril og ann- ir, sem eru föst fylgja starfsins, annað þyngir meira. Það er sí- , stækkandi hópur unglinga, sem hvergi á höfði sínu að lialla um | framhaldsnám að loknu unglinga- í prófi, þótt fullur vilji þeirra sé fyrir hendi. Hér á ég við þá, sem aðeins hafa náð unglingaprófi með tilskil- inni lágmarkseinkunn, en ekki náð því marki, sem skólarnir telja hæfilegt til framhaldsnáms. Hér er komið að þeim þætti, sem rangsnúnastur er í öllu skóla- kerfinu. Hvers á þetta fólk að gjalda? Þess, og þess eins, í flestum tilfellum, að það hefur ekki hlot- ið nægilegan námsþroska á venju- legum aldri til að standast kröf- urnar, sem til þess eru gerðar. Hér er níðzt á þeim, sem sízt skyldi og með árangri, sem óhjá- kvæmilega varpar þungum skugga á unglingsárin og efalaust oft miklu lengur, máske ævilangt. Eg hefi áður hér i blaðinu reif- að þessi mál nokkuð og reynt, eftir minni getu, að færa fram- bærileg rök að því, að hér er stefnt út í hreinan ófarnað. Eg hefi bent á leið, sem mér virðist vel fær til þess að létta verulega róðurinn fyrir hina þroskaminni. Sú leið er einfald- lega að skipta námsefni unglinga- stigsins á þrjá vetur í stað tveggja. Að vísu yrðu þeir einu ári lengur að ná unglingaprófi en hinir þroskameiri jafnaldrar þeirra, en ég trúi þ'ú, að námið yrði þeim flestum notadrýgra og umfram allt yrði miklu oftar sneitt hjá því skeri, sem nú strandar á. Gamalt máltæki segir: „Betri er krókur en kelda,” og mér finnst a.m.k. tilraunavert að rétta á þennan hátt hlut þeirra, sem minna mega sín en skólakerfið gerir ráð fyrir að sé eðlilegt. í þessu efni strandar á því einu, að skólarnir hafa ekki leyfi til að gera slíka tilraun án þess að hin háu fræðsluyfirvöld komi til, en á þeim virðist vera harla lítil hreyfing í þessu efni. . Mér dettur stundum í hug, að spyrja sjálfan mig að því, hvað allar þessar skýrslur, sem af okk- ur er heimtað að gera, hafi milpð raunhæft gildi. Þær tala þó nógu skýru máli um ástandið, séu þær lesnar og umfram allt reynt að draga af þeim raunhæfar ályktan- ir. Og ég mundi telja, að það væri reglulega lærdómsríkt fyrir hina háu herra, að vera í okkar sporum, þó ekki væri nema eina dagstund og þurfa að hlusta á kveinstafi ör- væntingarfullra foreldra, sem spyrja: „Er þá ekkert hægt að gera fyrir barnið mitt?” — og neyðast til að svara: „Því miður.” Þannig er það okkar hlutskipii að þurfa að birta bæði þeim og nemendunum, sem vissitlega standa okkur ekkert fjær en hin- ir máttarmeiri, útlegðardóminn, sem allt hið innra með okkur æp- ir gegn. Vel veit ég, að Reykjavíkurbær hefur gert nokkra tilraun til að rétta ofurlítið hlut þessa fólks með stofnun framhaldsdeildarinn- ar. Skal það raunar ekki vanmetið, en benda má á, að skaðinn er skeður áður en til þessa kemur. Unglingarnir eru þegar guggnaðir undan þyngri kröfum en þeir ráða við og það er meinið, sem þarf að lækna, en ekki setja „hross- skinnsbót á sárið.“ Við stærum okkur af velferðar- ríki. Og vissulega hefur efnahag- ur batnað stórum. Við stofnum alls konar verndarfélög, og vel sé Framhald á 15. síBu. MELKA SKVRTAN ER SÆNSK ÚRVALSFRAM- LEIÐSLA. HVÍTAR í ÞREM ERMALEN GDUM. MISLITAR t MÖRGUM LITUM OG GERÐUM. melka H E RRÁDEILD Austurstræti 14 — Sími 12345 Laugavegi 95 — Sími 23862. Iðnskólinn í Reykjavík Bakaranám - Forskóli Verklegt forskólanám i bakaraiðn hefst i Iðnskólanum í Reykjavik hinn 15. október. Umsóknir um námsvist þurfa að berast fyrir 10. október. Umsókn um námsvist og nánari upplýsingar verða látn- ar 'í té í skrifstofu skólans tíl 10. október, á venjulegum skrifstofutíma. Iðnskólinn í Reykjavík Landssamband Bakarameistara. Skrifstofur vorar verða lokaðar í dag vegna jarðarfarar Guðmundar Vilhjálmssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra, varafor- manns Vinnuveitendasambainds íslands. Vinnuveitendasamband íslands. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. okt. 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.