Alþýðublaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 10
FLESTAR STÆRÐIR FYRIRLIGGJANDI. Verkstæðið opið alla daga frá kl. 7,30—22.00. GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. Skipholti 35 — Sími 31055. TILBOÐ óskast í nokkrar fólksbifreiðir, sem verða sýndar að Grensásvegi 9 mánudaginn 4. okt, í skri,fstofu ivorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd vamarliðseigna. Auglýsing frá Iðnnema- sambandi íslands Skrifstofa sambandsins verður framvegis opin á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19,30 — 20,30 sími 14410. I. N. S. í. Vélstjórar! Rafvirkjar! Olíustöðin í Hafnarfirði óskar eftir að ráða vélstjóra eða rafvirkja. Upplýsingar í síma 50527 frá kl. 17 — 19. Stöðvarstjóri. Aðstoðarlæknisstaða Staða 2. aðstoðarlæknis við Slysavarðstofu Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. desember n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsferil og fyrri störf sendist yfirlækni Slysavarðstofunnar fyrir 10. nóvem- ber n.k. Reykjavík 1. 10. 1965. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. Hannes Framhald af 4. síðu. bandi við smygl, skattsvik, álagn ingu og fjáröflun yfirleitt. Mönn um finnst þetta yfirleitt eðlilegt og það ep bein afleiðing af verð bólgunni. Peningarnir verða æ minna virði. Kunningi minn tók fimmtíu þúsund króna fasteigna lán fyrir tveim árum. Hann sagði við mig í gær: „Mér fannst þetta mjög stór upphæð þegar ég tók lánið, en nú finnst mér það alls ekki stór upphæð. Ég hafði áhyggj ur að því hvernig ég gæti borgað þetta, en nú eru þæn áhyggjur horfnar. Ég hef fngið reynzlu fyr ir því, að það borgar sig ágætlega að skulda." Hannes á horninu. Frá Ferðafé lagj íslan' Ferðafélag íslands fer á sunnu dag, öku- og gönguferð um Stóra Kóngsfeli og Þríhnúka. Farið frá Austurvelli kl. 9,30. Farmiðar seldir við bílana. K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10,30 f.h. Sunnudagaskólinn við Amtmannsstíg. Barnasam- koma í samkomusalnum Auð- brekku 50, Kópavogi. Kl. 10,45 f.h. Drengjadeildin Kirkjuteigi 33. Kl. 1,30 e.h. Drengjadeildirnar við Amtmannsstíg og Holtaveg Kl. 8,30 e.h. Almenn samkoma í húsi félagsins við Amtmanns- stíg. Síra Jóhann Hannesson. próf essor, talar. Fórnarsamkoma. Allir velkomnir. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. B RIDGESTONE veitir aukið öryggi í akstrl. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir. Gúmbarðinn h.f. Brautarholti 8 Síml 17-9-84. Sendill óskast hálfan eða allan daginn. Bæjarútgerð Reykjavíkur. TILKYNNING Mikill meiri hluti hafnarverkamanna hefur með undir- skriftum ákveðið að vinna ekki á sumiudögum tímabilið frá 1. október til 1. maí n,k. Samkvæmt þessari ákvörðun verður ekki unnið við skipa- afgreiðsiu í Reykjavíkurhöfn á sunnudögum fram til 1. maí 1966. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Stjóm verkamannafél. Dagsbrúnar. Öll grasbýlin ... Framhald af síðu 7. En þetta breyttist fljótlega. For- menn á Völlum voru þá Bjarni Árnason í Einarsbúð, þrautreynd- ur og heppinn formaður og Hans Árnason, Holti, tengdafaðir minn. Eitt sinn var Bjarni á sjó á ára- bátnum sínum. Gerði þá norðan rok með blindbyl og var óvíða talið lendandi. En Bjarni átti sér óvenju legan lendingarstað að þessu sinni. Hann lenti heilu og höldnu í svo- kölluðum Lúsakrók, fyrir vestan Vallnaberg, og gat þar bjargað bát og áhöfn. Margar fleiri sagnir eru af sjóferðum Bjarna, sem allar end uðu á gifturíkan hátt. Læknis var vitjað til Ólafsvíkur og var ýmist landveg eða sjóleiðis. Eitt sinn fórum við á trillunni okk- ar, Þresti, að sækja lækni til sæng urkonu. Þá var Sæbjörn Magnús- son læknir í Ólafsvík. Sunnan rok var, en læknirinn hagræddi með okkur seglum á leiðinni og kom það berlega fram, að hann var sjóferðum vanur. Á þessum árum var margt af ungu fólki í hreppnum og félags- lyndu. Við stofnuðum með okkur ung mennafélag, stóðum fyrir sam- komum í litlu samkomuhúsi, sem enn stendur á Völlum. Höfðum við þar leiksýningar á vetrum og sum- armót og eru margar skemmtileg- ar endurminningar frá þeim tím- um. En er leið á 4. tug aldarinnar, dofnaði yfir b.vggðinni. Hinir eldri menn hættu smám saman störfum, yngri mennirnir leituðu til ann- arra staða, einknm Suðurlandsins, þar sem afkoma manna var betri og lífsbaráttan ekki eins hörð. Árið 1938 fluttum við til Ólafs- víkur og höfum búið þar síðan. Fyrsta árið var ég á sjónum, en er Hraðfrystihús Ólafsvíkur hf. tók til starfa, gerðist ég vélstjóri þar. Ég vann nokkur ár við járnsmíðar og vélaviðgerðir hjá Vélsmiðjunni Sindra í Ólafsvík, en nú er ég vél- stjóri hjá Kirkjusandi hf. Nú er kominn akvegur um allan Fróðárhreppinn, og þar sem við , klöngruðumst með kræklinginn á bakinu yfir Búlandshöfða, er nú ágæt akbraut. En Vallnapláss hefur líka tekið breytingum. Öll grasbýlin eru nú í eyði, þótt búið sé á jörðinni. Eng- inn bátur gerður út þaðan. Enginn saltfiskur, enginn harðfiskur. En þegar við hjónin ökum í bílnum okkar um sveitina, rísa minningarnar um það, sem var. Sigurður er giftur Guðríði Hans- dóttur, bónda og formanns, á Holti á Brimilsvöllum, ágætri konu. Þau eiga 4 uppkomin börn. Ég þakka þessum vinum mínum fyrir rabbið og árna þeim og fjöl- skyldum þeirra alls hins bezta í til- efni af þessu merkisafmæli þeirra. Eínangrunargler FramletD elnnngls úr úrvalsglerl — 5 ára ábyrgð. Panttð tímanlega Korkiðjan hf. Skúlagötu K7 _ Sfmt 23289. SMURT BRAUÐ Snlttnr Opið frá U. 9—23.19 Brauðstofan Vesturgötu 25 Sími 16012 JO 2. okt. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.