Alþýðublaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.10.1965, Blaðsíða 3
MJÓLKURKASSARNIR ERU GEYSIVINSÆLIR Reykjavík — ÓR ALLTAF er fólk að kvarta yfir hyrnunum, sem mjólkin hér sunnan lands er seld í, og allir spyrja, hvort ekki sé hægt að finna eitthvað heppilegra undir mjólkina. Það er margt til, en forráðamenn Mjólkursamsöl- unnar virðast vera að bíða eftir einhverju sérstöku, þar sem þeir hafa enn ekki talið neitt það heppilegt, sem er á mark aðnum í dag, til að leysa hyrn- urnar af hólmi. Árangur allra þeirra tilrauna, sem undanfarin ár hafa verið gerðar víða um heim, virðist vera sá, að menn þykjast vissir um, að útilokað sé að forma um búðirnar jafnóðum og fyllt er á þær, þannig að þær leki ekk-i. Það sem koma skal eru þá þær umbúðir, sem eru tilbúnar fyrst, og er vandlegar gengið frá þeim samskeytum, sem á þeim eru, heldur en á hyrnum og öðrum ílátum, sem formuð eru jafnóðum og mjólk er látin í þau. Ein tegund þessara umbúða, svonefndar Scholle-umbúðir, hafa farið sigurför um lieiminn síðastliðin tvö ár, sérstaklega þó Bandaríkin, Kanada og Astralíu. Má til dæmis geta þess, að af 900 stórum mjólkur- dreifingafyrirtækjum í Banda- ríkjunum hafa nú þegar 830 tek ið Scholle-umbúðirnar í notkun. Mjólkursala hefur aukizt stór- lega með tilkomu þessara nýju umbúða, og hafa þær auðveld- að mjög sölu og dreifingu mjólkurinnar, og gera þær mögulegt að senda mjólk heim eins og aðrar matvörur. Nú hlýtur fólki að leika hug- ur á að vita, hvers konar um- búðir þetta eru eiginlega, og hverjir kostir þeirra eru. Þá er því til að svara, að nokkur hluti íslendinga hefur þegar notað þessar umbúðir, og eru allir sammála um ágæti þeirra. Það voru þeir Kristján Jóhann Kristjánsson forstjóri Kassagerðar Reykjavíkur hf. og Gylfi Hinriksson forstjóri Papp- írsvara hf., sem kynntu blaða- mönnum Scholl-umbúðirnar í gær, en Kassagerðin framleiðir þær hérlendis og Pappírsvörur lif. sjá um dreifingu þeirra. Mjólkursamsala KEA á Ak- ureyi'i hóf notkun þessara um- búða hinn 1. maí síðastllðinn, og er nú liðinn sá reynplutími, sem talinn var hæfilegur áður en hægt væri að mæla með þess ari nýjung hérlendis. Er ekki Framhald á 14i síðu. Innbrot í Hafnarfir5i Rvík, - ÓTJ. TVEIR menn voru handteknir fyr ir innbrot í Hafnarfirði í fyrrinótt stálu þeir tveimur rifflum sem þeir fleygðu í sjódnn. Einnig höfðu þeir reynt við Sparisjóðinn, en ekki haft erindi sem erfiði. Það var um kl. 2.50 sem sást til mannanna tveggja við verzlunina Sportval við Strandgötu. Höfðu þeir brotið þar rúðu, og m.a. haft á braut með sér rifflana. Lögreglan hafði hendur í hári þeirra skömmu seinna og játuðu þeir á sig inn brotið og innbrotstilraunina. Frosk maður var fengiiin til þess að leita rifflanna, og fann hann þá fljót lega. VEL son KJÖRDÆMIS- ÞING Á AUSTURLANDI Kjördæmisþing Alþýðuflokksins á Austurlandi var haldið sunnu daginn 26. sept sl. kl. 2 e.h. að Félagslundi Reyðarfirði. A fundinum fluttu ræður Egg ert G. Þorsteinsson félagsmálaráð herra og Hilmar Hálfdánarson verð gæzlumaður, Reyðarfirði. Að ræð um þeirra loknum urðu fjörugar umræður, og tóku margir til máls Á fundinum er var vel sóttur voru mættir fulltrúar frá flest öllum kauptúnum á Austfjörðum. Fund armenn fluttu hinum nýja ráð herra heillaóskir og væntu góðs af starfi hans. Mikill áhugi og bjartsýni var ríkjandi á þessu kjördæmisþingi. Tvennt slasast í Kollafirði Rvík, - ÓTJ. TVENNT slasaðist er bifreið fór í tvennt við árekstur í Kollafirði um kl. hálf sex í gærdag. Stúlka og karlmaður voru flutt á Slysa Nóg a5 gera á Tálknafirði varðstofuna, en ekki er vitað um meiðsli þeirra. Sjúkrabifreið fór upp í Kollaf jörð til að sækja hina slösuðu, en svo virðist sem engir Tálknafjörður, — KH. - ÓTJ. HÉÐAN er harla lítið að frétta Alvinna er nægileg að vanda, veð urguðirnir mislyndir, en við von umst til að fari að hýma yfir þeim Það helzta sem til tíðinda gæti talist er að hafin cr bygging á stórri saltfiskverkunarstöð. Verið er að steypa grunnplötuna, og verður unnið af fullum kráíti við að koma búsinu upp. Það er Jör undur hf. sem stendur að bygg ingunni. lögregluþjónar hafi verið kvadd ir á staðinn. Alþýðublaðið hafði samband við umferðardeild rann sóknarlögreglunnar, lögregluvarð stofuna og lögregluna í Hafnarfirði en engir þar könnuðust við slysið. ÞJÓÐDANSAFÉLAGIÐ HEFUR VETRARSTARFIÐ Þjóðdansafélag Reykjavíkur er nú að hefjast 15. starfsár sitt. Félag ið gengst nú, sem undanfarin ár fyrir dansnámskeiðum fyrir al- menning, bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir. Kennd ir eru bæði gömlu dansamir og þjóðdansar. Aðsókn að þessum vin sælu námskeiðum fen sívaxandi, og komust færri að en vildu, síð astliðið haust. Allar horfur eru á að aðsókn verði ekki minni í vet ur. Vinsældir þjóðdansanna má af því marka, að sumir þeirra eru nú þegar orðnir meðal vin- sælustu gömlu dansanna, og aðr ir eru meðal tízkudansa ársins. Innan félagsins starfa sem fyrr barna- og unglingaflokkcr og sýn ingarflokkur. Bamaflokkarnir hafa notið mikilla vinsælda, en þar fer flokkaskipting eftir aldri. Fá börn in þar góða undirstöðu fyrir hvers konar dansnám, síðar meir. Starfsemi sýningarflokksins fen stöðugt vaxandi, og starfar hann nú orðið allt árið um kring, en. starfaði áður nær eingöngu að Framh. á 14 síðu. Enn slys á dráttarvél Rvík, — ÓTJ. MAÐUR slasaðist við Nýbýlavegr í gærdag, er hann varð undir drátt arvél sem valt. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna, og eru meiffsli ókunn. Fatagjafir til Grænlands Rvík, — OTJ. BÖRN á Grænlandi eru mjög þurf andi fyrir hlý föt fyrir veturinn, en fátækt er þar víða mikil. ís lenzkir Aðventistar hafa undanfar in þrjú ár sent töluvert af fötum til Godthaab á Grænlandi, þar sem Aðventistar hafa hjúkrunarstöð og kirkju, í fyrradag fór herflugvél af Keflavíkurflugvelli með hátt á annað tonn af fatnaði til Godt- haab, en þar verður honum út hlutað til þeirra sem mest eru þurf andi. Það eru kvennasamtök inii an Aðventista sem beita sér fyrir þessiun fatasendingum, og hafa gjafir borizt hvarvetna að af land inu. ! ooooooooooooooooooooooooooooooo<> Haustverð á Suðurlandssíld VERLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á fersksíld veiddri við Suður- og Vesturland, þ.e. frá Hornafirði vestur um að Rit, tímabilið 1. október 1965 til 28. febrúar 1966, að undanteknu verði á síld til vinnslu í verksmiðjui, er grildlr tímabilið 1. október til 31. desember 1966. Síld tii heilfrystingar, söltunar, flökunnar og í niðursuðuverksmiðju, pr. kg. kr. 1.70 Verð þetta miðast við það magn, er fer til vinnslu. Vinnslu magn telst innvegin síld, að frádregnu því magni, er Vinnslu- stöðvarnar skila í síldarverksmiðjur. Vinnslustöðvarnar skulu skila úrgangssQd í síldarverksmiðjur seljendum að kostnaðar- lausu, enda fái seljendur hið auglýsta bræðsIusQdarverð. Þar sem ekki verður við komið að halda afla bátanna að- skildum i síldarmóttöku, skal sýnishorn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfall; milli síldar tQ framangreindrar vinnslu og sQd- ar til bræðslu milli báta innbyrðis. Síld isvarin til útflutnings í skip, pr. kg. kr. 1.55 Verð þetta miðast við innvegið magn, þ. e. síldina upp tU hópa. Síld til skepnufóðurs, pr. kg. kr. 1.45 Síld til vinnslu í verksmiðju, pr. kg. kr. 1.40 Verðin eru öll miðuð við, að seljaudi skUi sQdinni á flutn ingstæki við hlið veiðiskips. Seljandi skal skila síld tQ bræðslu í verksmiðjuþró og greiði kaupandi kr. 0.05 pr. kg. í flutningsgjald frá skipshlið. Síld afhent beint í flutningaskip frá veiðiskipi á Verðlags svæðinu, skal verðlögð síðar á verðlagstímabilinu, komj tU slikra flutninga. Lágmarksverð það, sem þá kann að verða ákveðið gildir frá því, að flutningar hefjast tU loka verðlagstímabilsins 31. /ijdesember 1965. <0*00000000000000000000OOOOOOoOOO o ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 2. okt. 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.