Alþýðublaðið - 07.10.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.10.1965, Blaðsíða 6
Erhard stendur í ströngu LUDWIG ERHARD kanzlari stend ur andspænis nýrri prófraun eftir hinn örugga sigur sinn í þingkosn- ingunum á dögunum. Hann verð- ur að mynda samsteypustjórn þriggja stjórnmálaflokka, sem greinir á um margt og eiga í hörð- um deilum sín í milli. í Bonn er loftið lævi blandið og stjórnmála- ágreiningur sá, sem var daglegt brauð fyrir kosningarnar, hefur íblossað upp að nýju og gera má ,ráð fyrir að þetta eigi eftir að ■lama starf nýju stjórnarinnar. Fjög ur erfið ár bíða Erhards kanzlara. Kanzlarinn er önnum kafinn við stjórnarmyndunina. Hann neitar að láta í Jjós álit sitt á bollalegg- ingum manna um það, hverjir fái sæti í nýju stjórninni og hverjum verði vikið frá. En viðræðunum og samningamakkinu á bak við tjöld in verður að ljúka fyrir 20. októ- ber, þvi að þann dag kynnir Er- hard nýju stjórnina fyrir sam- bandsþinginu. ★ STRAVSS GEGN SCHRÖDER Mest er deilt um stöðu utanríkis- ráðherra, sem Gerhard Schröder liefur gegnt í mörg ár. Mjög eru skiptar skoðanir um það í Bonn, hvort hann haldi embættinu. í Schröder svipinn er aðeins eitt víst: For- maður Kristilega-sósíalasambands- ins í Bæjaralandi (CSU, bróður- flokks kristilegra demókrata, CDU), Franz-Josef Strauss fv. landvarnaráðherra, mun nota út í yztu æsar þá lykilaðstöðu, sem hann hefur fengið eftir kosning- arnar. Ein afleiðing kosninganna var sú, að CSU varð álíka stór flokkur og Frjálsi demókrataflokk- urinn (FDP). Erhard er háður bæði CSU og . FDP ef honum á að takast að mynda starfhæfa ríkisstjórn. FDP vill koma í veg fyrir að stjórnar- myndun takist fái Strauss sæti í stjórninni, en í svipinn er þetta mikilvægasta stefnuskráratriði frjálsra demókrata. Sterkar líkur benda til þess, að Strauss muni ekki krefjast þess að fá ráðherra- embætti, en þó með vissum skil- yrðum. Fremsta markið hans er að bola Schröder úr stjórninni eða þá formanni FDP, Erich Mende, og lágmarkskrafa hans er sú, að dreg- ið verði úr áhrifum frjálsra demó- krata í sambandsstjórninni. Schröder utanríkisráðherra er ekki eins einangraður og hann hef ur verið oft áður. Hinn vinsæli forsætisráðherra í fylkinu Nord- rhein-Westfalen, Franz Meyers, og deild CDU, Kristilega demókrata- flokksins, i fvikinu, hafa lýst yfir stuðningii við Schröder. í sjón- varpsviðtali ekki alls fyrir iöngu sagði Schröder, að hann æskti þess að halda áfram störfum í stjórnínni og hann gerði ráð fyrir því að hann fengi að halda emb- ættinu. því að kjósendur hefðu lýst yfir trausti á stefnu hans. Enn fremur kvaðst Schröder ekki hafa áhuga á nokkru ráðherraembætti öðru. En samt sem áður cr það alger- lega á valdi Erhards hvort Schrö- der verður í stjórninni. Og þeir sem áiíta, að Erhard muni víkja Schröder af pólitískum ástæðum gera sér rangar hugmyndir. Stirð sambúð Schröders við de Gaulle Frakklandsforseta er ekki ein af röksemdum Erhards heldur þeirra Strauss og Konrads Adenauers, sem enn er formaður CDU. Kanzl- arinn er þess fullviss, að Schröder fvlsi í einu og öllu stefnu hans sjálfs og að engin önnur stefna komi til greina í sambúðinni við Frakka. Ef Erhard verður neyddur til að fella utanríkisráðherra sinn, þá breytir það engu. Nýr utanríkis- ráðherra yrði enginn „gaullisti” heldur skoðanabróðir Schröders. Jósef Strauss ★ ÞRJÚ ÁGREININGSMÁL Ilver svo sem verður skipaður í embætti utanríkisráðherra, þá á Erhard fjögur erfið ár í vændum. Erich Mende, FDP-flokkur hans og viss öfl í CDU gera það að kröfu sinni, að fylgt verði ákveðn- ari stefnu i Þýzkalandsmálinu og boða svokallaða „smáskrefa-póli- tík”. FDP vili koma á fót nokkrum nefndum, sem í skuli eiga sæti full- trúar beggja hluta Þýzkalands og auka skuli samvinnu á sviðum tækni, menningar og efnahags- mála. FDP vill, að löndum Austur- Hvers vegi ekki auglý Erhard og Adenauer. Evrópu verði veitt full stjórnmála- leg viðurkenning og í Evrópumál unum vill flokkurinn koma til móts við de Gaulle. í öllum þessum þremur atriðum eru Strauss og CSU-flokkur hans og Adenauers og stór hópúr manna í CDU á öndverðri skoðun. Þeir mundu fallast á að gerður vrði nýr samningur um heimsóknir Vestur-Berlínarbúa til ættingja í austurhluta borgarinnar, en „sam- þýzkar” nefndir koma ekki til mála, segja þeir. í afstöðunni gagn vart Áustur-Evrópu setja þeir „Hallstífin-kenninguna” ofar öllu, en húns kveður á um að ekkert stjórnmllasamband skuli haft við lönd er; viðurkenna Austur-Þýzka- land. í Evrópumálunum styðja þeir hugmyrrdir de Gaulles um „sjálf- stæða Evrópu” og leggja á ráðin um, hvernig ná skuli þessu marki. Adenauer og Strauss vilja koma á fót Evrópumálaráðuneyti og „ráðuneyti alþýzkra málefna”, sem Erich Mende hefur veitt forstöðu, verði sameinað því, enda telja þeir, að Evrópumenn einir geti leyst evrópsk vandamál. ★ F ORMENNSKAN 1 CDU Jafnframt þessu hafa formenn CDU og CSU, Adenauer og Strauss, vakið máls á því, hvort ekki sé tími til kominn að endur- skipuleggja skrifstofu kanzlarans. Þar með eru hafnar umræður um ráðunautahóp Erhards, sem kall- aður er „Brigade Erhard". - Ekki er hægt að kalla ráðunauta Erhards, sem allin eru gamlir samverkamenn hans síðan hann var eínahagsmálaráðherra, gaull- ista. En Erhard hefur farið að ráð- um þessara róðunauta sinna og hafið sókn. Hann hefur jafnvel gefið í skyn, að hann muni krefj- ast þess á flokksþingi CDU í haust að hann verði látinn taka við for- mennskunni í flokknum af Aden- auer, sem er níræður. „Ðer alte” gerir sér grein fyrir því, að hann Framh á 5 «íðu. Nýlega var það rifjað úpp í leið- ara dagblaðs hér að þýzk flugmála yfirvöld hefðu hrakið Loftleiðir ját úr Þýzkatandi með því að banna félaginu að auglýsa þar hin hagstæðu fargjöld sín, og var rétti Iega vakin á því athygli; að þessi skerðing á almennu verzlunar- frelsi væri dæmalaus. Einhvers staðar var einnig á það minnt, að verzlunarjöfnuður inn við Þýzkaland væri íslending um mjög óhagstæður, en af þeim sökum væri fáránlegt að Þjóðverj um væri átölulaust látið það hald ast uppi að beita íslenzkt fyrir tæki bolabrögðum til þess að fyr irmuna því að leggja lítið lóð til hagræðis okkur á metaskál hinna óhagstæðu skipta íslendinga við Þjóðverja. Á þessu getur naumast leikið efi, að á sama hátt og SAS er ann að andPt þess Janusarhöfuðs, sem að framan heitir skandinavisk flug málayfirvöld, þá er það Lufthansa, sem leggur orðin á þá tungu, sem mælir um flugferðir fyrir munn Þjóðverja í Bonn. í því sambandi er ekki ófróðlegt að rifja upp sög ur tvær: Fyrir hálfum öðrum áratug var Lufthansa ekkert nema eþdur- minn'ng löngu liðinna daga. Hið nýja Þýzkaland var að hefja end urreisn úr öskuhaug ósigurs og smánarferils Hitlersáranna en þó að þau sár, er veitt voru utan Þvzkalands. væru byrjuð að ígróa þá voru Þjóðverjar enn svq fyrir litnir, að ekkert land vildi bcra á því ábyrgð, að þeir fengju aftur þá vængi, er fyrr höfðu borið hið eikar sinfénkmnar Fyrstu tónleikar hljómsveitar innar voru haldnir í Háskólabíói 30. sept. sl. stjórnandi var Bohdan Wodiczko og einleikári Vladimir Askenasy. Hvað verkefnaval og að nokkru leyti einnig hvað flutn ing snerti, var hér um ósvikna Beethoven tcinleika að ræða. Fyrsta verkefnið var Egmont for leikurinn sem er hluti af leikliús tónlist sem samin var fyrir sam nefndan harmleik eftir Goethe. Það sem einkenndi leik hljómsveit arinnar í þessu verki, sem og í hin um tveim sem flutt voru, var ó vænt stefnufesta sem lítið lét á sér bæra á seinasta starfsári. Ask enasy fór með einleikshlutverkið í fimmta pianókonsert Beethovens og skilaði því með miklum glæsi brag eins og vænta mátti. Sam- vinna stjórnandans og pianóleik arans var með ágætum og verður ekki annað sagt, en að hljómsveit in hafi fylgt Wod'czko sem bezt hún mátti. Listamönnunum var að vonum ákaft fagnað að leik lolcnum, en Askenasy reyndist ó- fáanlegur til að leika aukalag. Hann virðist ekki hafa vitað, að það var orðin hefð á seinasta starfsári. Meðferð Wodiczkos á þriðju sinfóníunni var mjög sann færandi, þó vafalaust megi deila um persónulega túlkun hans á vei-k inu. Eins og áður hefur verið yikið að þá var leikur hljómsveitarinn ar þetta kvöld mun nákvæmari crp/C^J nrp hvað „innkomur" snerti en venja er til, og var hann einnig meira lífi gæddur en oftast áður. Við skulum vona að þetta endist út ár ið. Það vor minnst lítillega á það í þessu blaði fyrir tveim árum að plasttjald;ð, með öllum sínum fell ingum, fyrir aftan hljómsveitina gerði harla lítið gagn til að bæta hljómburð hússins. Ekki tel ég þó ástæðu til að halda, að þau skrif hafi á nokkurn hátt valdið því, að nú ér loksins búið að drag það til hliðar. Það virðist a mennt vera skoðun manna, að þetta hafi breytt töluverðú c bætt hljómburð hússins veruleg: Þó virðist sem tónn hljómsveita innar og þó sérstaklega blástui hljóðfæra, sé harðari en áður, og því allar misfellur auðheyrilegr Hvers vegna var plastflekunum loftinu ekki snúið við í sumar Þeir snúa a’lir öfugt eins og fle: um mun nú vera ljóst. Hljómsveitin virðist hafa fengi rögesaman og kröfuharðan stjór anda í vetur, og er> því full ; stæða t’l að ætla að honum mui takast að ná úf úr henni öllu þ' bezta sem hún hefur upp á a bióða. Það leiðir af sjálfu sc að einmi^t með því mun han einnig oninbera hinar veiku hli ar hliómsveit,arinnári. íÞað ko: skvrt, fram á bessum hljómlei um að strenaíasveit hljómsveití innar er olttef fámenn, og það ( ósvör"ð srmrnina hversvegna sui um deiid-im hennar hefur ekl Framhald á 5. síðu g 7. okt. 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.