Alþýðublaðið - 07.10.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.10.1965, Blaðsíða 3
Sukarno fordæmir byltingartilraun SINGAPORE, 6. október (NTB- AFP). — Sukarno, forseti Indónes fu, fordæmdi harðlega í dag hina mish,eppnuðu byltiií?artilraun, isem gerð var í síðustu viku, og morðin á sex herforing-jum, en um leið skoraði hann á þjóðina að varpa frá sér allri hefnigirni, að því er Djakarta-útvarpið hermir. Forsetinn sagði þctta á fyrsta ráðu neytisfundinum sem lialdinn hef- ur verið síðan byltingartiiraunin var gerð á föstudaginn, Ráðuneytisfundurinn táknar þó engan veginn, að ófriðarástandinu í Indónesíu sé lokið. Fréttir ber- ast sífellt af bardögum umhverfis bæinn Jogjakarta á Mið-Jövu, og kröfunni um hefnd yfir herforingj unum sex eykst sífellt fylgi. Jafn- framt eru bornar fram nýjar kröf- ur um, að indónesiski kommúnista- flokkurinn skuli bannaður. Reuter hermir, að þrír kunnir herforingjar hafi sakað kommún- ista um grimmdarverk og krafizt hefndarráðstafana. Djakartaútvarp ið hermdi í dag, að 200 vopn- Avarp dómsmálaráðherra vegna umferðarvikunnar verið staðið á verðinum sem skyldi. Hitt veit ég, að þar hafa margir lagt maigt gott til mála af einbeittum áhuga og góðvild, til þess að bæta úr misfellum og koma góðu til leiðar. En ljóst er að betur má, ef duga skal — og að því skal stefnt. En ég bið jafnframt um samúð, samstarf og samstilltan ásetning einstaklinganna, hvers og eins — til þess að ráðast gegn og sigrast á þeim vanda, sem við okkur blasir. Það þykir prýði og höfuðkostur einstaklinga og þjóðá að temja sér kurteisi í umgengni við aðra. Einn þáttur slíkrar kurteisi er að sýna liver öðrum tillitssemi í um- ferðinni. Án slíkrar tillitssemi ná ekki strangari boð eða bönn eða ! hin þyngstu viðurlög þess opinbera ! því marki, sem að er stefnt. | Það er ósk mín og von, að rísa megi alda samstilltra átaka þess opinbera og einstaklinga um gjör- vallt land. er að því stefni, að forðast hin ógnvekjandi umferðar- slys. Að okkur megi öllum lán- ast að skapa þá umferðarmenn- ingu, aðhald og festu, er leiði skugga sorgar og sóunar hjá dyr- um borgaranna. aðir kommúnistar hefðu verið handteknir. Hinir tveir ráðherrar kommún- ista, Lukman og Njoto, sátu hins vegar ráðuneytisfundinn í dag, þótt báðir hefðu staðið bak við byltingartilraunina samkvæmt fyrri fréttum. Sagt var að Luk- mann og Njoto, hefðu látið í ljós skoðanir sínar á atburðunum eins og aðrir. >00000000000000000000000oooooooo< Ódýr f Jölskyldu' fargjöld hjá Fí Á FARGJALDARÁÐSTEFNU eru í aðalatriðuni byggð á sama IATA flugfélaganna, sem haldin var í Aþenu sl. ár, beitti Flugfélag íslands sér fyrir því, að tekin yrðu upp sérstök ódýr fjölskyldu- fargjöld milli íslands og útlanda. Þessi tillaga Flugfélags íslands náði samþykki ráðstefnunnar og ganga fjölskyldufargjöld milli 'ís- lands og Norðurlanda í gildi um næstu mánaðamót. Fjölskyldufargjöld Flugfélags- ins milli íslands og Norðurlanda grundvelli og fjölskyldufargjöld félagsins á flugleiðum þess innan- lands, sem nú hafa verið í gildi í eitt ár. Samkvæmt þeim reglum, greiðir forsvarsmaður f jölskyldu, fullt far en aðrir fjölskylduliðar aðeins hálft fargjald (maki og börn 12- 26 ára). Fjölskyldufargjöldin gilda frá 1. nóv, til 31. marz 1966. í TILEFNI herferðar Umferð- arnefndar Reykjavíkur og sam- starfsnefndar bifreiðatrygginga- félaganna hefur Jóhann Hafstein, dómsmálaráðherra, sent frá sér eftirfarandi ávarp: „HIN geigvænlegu og sívaxandi umferðarslys valda öllum almenn- ingi ugg og kvíða. Líf og heilsa er í veði. Gífurlegir fjármunir fara í súginn. Hraði, — roeiri hraði, staðfestu- leysi og skortur á tillitssemi í samfélaginu eru ógnvaldar þeirra tíma, sem við lifum á. — Vandamálin eru ekki einstæð í okkar litla þjóðfélagi. Það leysir olckur hins vegar ekki undan þcirri ábyr'gð, sem á okkur hvílir að bregðast sjálfir við vandanum með manndómi og einurð. Þau sár, sem umferðarslysin skilja eftir sig í þjóðfélaginu, — sorg, örkuml, ógæfa og fjárhags- legir stórskaðar samborgaranna hljóta að knýja okkur öll til að beita viðnámi og aðgót. Mér er lióst, að þungi ábyrgðar- Innar hvílir ekki hvað sízt á opin- beru stjórnvaldi, — fulltrúum sveitarstjórnarmála, löggæzlu og annarra greina ríkisvaldsins. Eg legg ekki dóm á, hvort þar hefur OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO SpUakvöld / Reykjavík FYRSTA spiískvöld vetrarins hér í Reykjavík verður hald ið annað hvöld, föstudag í iðnd og hefst kl. 8,30 stundvíslega. Eggert G. Þorsteinsson félagsniálaráðherra, flytur ávarp, en á eftir verður dansað. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og mæta síundvíslega. Spilakvöld í Hafnarfirði FYRSTA spilakvöld vetrarins í Hafnarfirði verður haldið í kyöld, fimmtud. í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Spiluð verður félagsvist. Emil Jónsson, utanríkismálaráðherra, flytur ávarp kvöldsins. Auk þess verður sameiginleg kaffidrykkja, * verðlaunaafhending og dans. Fólk er vinsamlega beðið rnn að mæta stundvíslega og tryggja sér þar ír.eð sæti. foooooooooooooooooooooooooooooooó LYSUNUM Reykjavík. — OÓ. ÁREKSTRAR OG SLYS af völdum umferðar fara..vaxandi hér á landi ár frá ári og-óhemju. fjárupphæðir fara í súginn af þessum sökum. Nú hafa um-' ferðarnefnd Reykjavikurborgar. og samstarfsnefnd bifreiðatrygg ingafélaganna efnt til umferð- arkynningar sem standa á yfir í allan vetur. Einn liður þessarar kynning- ar er að hafa til sýnis á áber- andi stöðum í borginni flök af . bílum sem lent hafa ‘f■ árekstr- um, sem ekki einasta hafa eyði Iagt bílana heldur valdið slys- um á fólki og jafnvel dauða. Umferðarherferð þessi hófst 1. þessa mánaðar, en það eru leiðbeiningar til gangandi fólks, hvernig það eigi að haga sér í umferðinni. Um miðjan næsta mánuð verður tekinn fyrir Ijósaútbúnaður bíla. Helztu orsakir umferðarslysa eru of hraður akstur, aðgæzlu- Ieysi og ölvun við akstur. — Alls valda fyrrgreindar orsakir 95% þeirra slysa, sem hér eiga sér stað. Áætlað er að greiðslur trygg- ingafélaganna verði rúmar 100 millj. kr. ó þessu ári vegna bílaárekstra, en þeir eru áætl- aðir alls 10-12 þús. Þá eru ó- taldar þær greiðslur sem bíla- eigendur verða sjálfir að standa skil á og munu þær vera 100 millj. til viðbótar. Af þessu má sjá að það er ekki lítið eigna- tjón, sem bílaárekstrar valda, og þar á ofan bætist örkuml og dauði sívaxandi fjölda fólks af völdum umferðarslysa og verður sá skaði ekki metin til fjár. Komið hefur verið fyrir fimm bílum til sýnis almenningi, sem allir hafa lent í árekstrum undanfarið og eru stórskemmd- ir eða ónýtir. Verðmæti þeirra áður en árekstrarnir urðu nam um 700 þús. kr. Við bílaflök- in eru skilti, þar sem skýrt er frá orsökum slysanna og afleið- ingum. Á horni Sölfhólsgötu og Kalkofnsvegar er bíll sem valt á Eiðsgranda. Orsökin: Ofhrað ur akstur, bílstjórinn próflaus. Á horni Austurstrætis og Að- Framh. á 14. síðu. Bifreiðaflaki ásamt aðvörunarorðum hefur verið komið fyrir á Kalkofnsvegi. (Mynd: j.V). ALÞÝÐUBLAÐiÐ - 7. okt. 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.