Alþýðublaðið - 15.10.1965, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 15.10.1965, Qupperneq 4
Kitstjörai: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: Eiöur Guönason. — SímaK 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14900. ASsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. XJtgefandi: Aiþýðuflokkurinn. 20 PUNKTAR RÍKISSTJÓRNIN hefur birt þjóðinni nýja stefnuskrá, sem hún mun starfa eftir síðari hluta líð- andi kjörtímabils, væntanlega fram til kosninga vor ið 1967. Að sjálfsögðu er þessi stefnuskrá talin beint framhald af Viðreisninni frá 1960, en í raun réttri sýnir hún breytt verkefni þjóðarinnar við allt aðrar aðstæður en þá ríktu. Nú þarf ekki — eins og 1960 — að fella gengið, bjarga þjóðinni úr skuldafeni erlendis, létta af verzl unarhöftum eða skera niður mörg hundruð milljóna uppbótakerfi. Hins vegar þarf enn að glíma við al- varlega verðbólgu, og viðurkennir ríkisstjórnin hlut- verk sitt í samningum um kaupgjald og verðlag í landinu. Stærsta skrefið, sem nú verður stigið gegn verðbólgu, er verðtrygging sparifjár og lána, sem á að draga úr hagsmunum einstaklmga af áframhald- andi verðbólgu. Alþýðuflokkurmn hefur undanfarna mánuði lagt mikla áherzlu á, að stefnuskrá stjórnarinnar yrði end urskoðuð. Er yfirlýsing sú, sem forsætisráðherra gaf í fyrradag, árangur af því starfi og nytur stuðnings beggja stjórnarflokka. Hlaut hin nýja stefna þegar þá viðurkenningu frá formönnum andstöðuflokk- anna á þingi, að hún sýndi góðan ásetning, og er það mikið sagt úr þeirri átt. Alþýðuflokksmem? munu sérstaklega fagna þrem nýjum stefnumálum, sem ríkisstjórnin nú hefur op- inherlega sett sér að hrinda í framkvæmd. Þau eru þessi: 1) Ríkisstjórnin hefur lokið athugun sinni á lífeyris sjóði fyrir alla landsmenn, og hrindir af stað bein- um undirbúningi. Hún ætlar að koma þessu máli fram, en það þarf mikinn og vandlegan aðdrag- anda. Þetta er mesta baráttumál jafnaðarmanna í nágrannalöndum og helzta áhugamál jafnaðar- manna á íslandi. Það er voldugasta félagsleg um- bót, sem hér hefur verið á dagskrá, síðan almanna tryggingar fyrst komu til sögunnar. 2) Ríkisstjórnin lofar í hinni nýju stefnuskrá ekki aðeins að stuðla að því, að stytting vinnutímans verði raunhæf, heldur einnig að færa orlof hér á landi til samræmis við orlof á hinum Norðurlönd- ■ unum. 3) Ríkisstjórnin ætlar nú að stíga enn einu skrefi lengra á braut áætlana og skipulegs þjóðarhú- skapar með stofnun svokallaðs Hagráðs, þar sem stjórn og sveitafélög, atvinnuvegir og verkalýður koma saman til að f jalla um áætlunargerð og önn ; ur efnahagsvandamál. Ástæða væri til að nefna margt f leira úr 20 punkt um ríkisstj órnarinnar, svo sem áframhaldandi um- 'bætur skólakeríisins, breytt iðnnám og meiri skóla- byggingar. Hvert þessara atriða mun á næstunni koma til frekari og nánari umræðu með þjóðinni. 4 15. október 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ /T \v-| S:-$5 ' ■. Y-n? Þcssi mynd er frá þeirri deild sýningar Æsbulýðsráðs, þar sem ljósmyndaiðja var kynnt. (Mynd: JV.j Fjölbreytt félags- og tómstundðstarf á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur Reyíkjavík, — ÓR ATHYGLISVERÐ sýning hefur undanfarið staðið yfir í æskulýðs heimilinu að Eríkirkjuvegi 11. Er þar um að ræða kynningu á fé- lags- og tómstundastarfsemi Æsku lýðsráðs Reykjavíkur og sýn- ingin aðallega ætluð nerrendum gagnfræðastigsins, en öllum öðr- ■um að sjálfsögðu 'heimill aðgang- ur. Fjöldi foreldra sótti sýninguna og þótti llún takast mjög vel. Voru þarna sýnd ýmis tómstunda viðfangsefni æskufólks og kynntu klúbbar þeir, sem starfa á vegum Æskulýðsráðs, starfsemi sína. Alls hafa 2300 unglingar tekið þátt í félags og tómstundastarfi gagn- fræðaskólanna síðastliðna tvo vetur, en öll sú starfsemi hefur verið fyrir tilstuðlan Æskulýðsráðs Reykjavíkur. Tilgangurinn með þessari starfsemi er rneðal ann- ars sá, að nýta húsnæði skólanna, um leið og ungu fóiki er leiðbeint í ýmsum greinum tómstunda- starfs, þannig, að þeim veitist auð veldara að nota tómstundir sínar til vinnu að hollum viðfangsefn- um. Skólarnir hafa því orðið eins konar ‘hverfisheimili, en eins og strax kom í ijós, var erfift fyrir unglinga víðs vegar úr borginni, að sækja námskeið og aðra starf semi, sem fram fór að Fríkirkju vegi 11. í Golfskálanum á Öskju- hlíð fer einnig fram stór hluti istarfseminnar, og hafa nokkrir klúbbar þar aðsetur sitt. Við ræddum stuttlega við Jón Pálsson á sýningunni um daginn og taldi hann, að ljósmyndagerð og ljósmyndaiðja væri einna vin sælust af viðfangsefnum þeim, sem unigt fólk getur unnið að á vegum ráðsins. Sagði Jón, að ljós myndaiðjan hefði verið það fyrsta, sem byrjað hefði verið með á Lindargötu 50, við góðar aðstæður og margir fengið áhuga þá strax, Framhald á 10. síðu. lli ■ jOÚXxjl;: : % \-s >T- ' % \ s Tp 'v'" s ? S. Tsý SS-Í.V-: s% íV-X-.s mmá Bifreiðaklúbbur var stofnaður á vegum Æskulýffsráðs í fyrra og var starfsemi lians kynnt á sýningunni,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.