Alþýðublaðið - 15.10.1965, Blaðsíða 9
aö byggja nema 3-4 hús í þúsund
ái\ þá verður að virða okkur það
lil vorkunnar, að við höfum ehn
ekki komið því í verk,
Sigurður Benediktsson.
SERKENNILEGASTI
ÍSLENDINGURINN
JÓHANNES SVEINSSON KJAR-
VAL er einstæður maður. Hann
er fremsti listmálari ísleftdinga
fyrr og síðar, genial í list sinni
og orginal. Það er alveg sama
hvernig maður veltir honum fyr
ir sér, hvort sem maður hefur list
hans fyrir augunum, ljóð hans
ritsmíðar, eða persónulega fram
komu hans á götum og gatnamótum
veitingasölum eða ferðalögum,
alls staðar birtist hann þannig í
mörgum myndum.
,Ég kynntist honum fyrir 40
árum, og enn í dag, þegar hann
er áttræður að aldri, er hann al
veg eins og þá. Þegar ég sé hann
á götum úti gengur hann þráð
beinn eins og þá, spengilegur og
ber höfuðið eins og þá, dálítið
fálkalegur eins og þá — og ég
: er alveg handviss um það, að
liann talar alveg eins og þá. Við
áttum margar stundir saman og
það fór vel á með okkur.
„Sjáðu hendurnar á mér“ sagði
hann við mig einu sinni á
horninu á Pósthússtræti og Aust
urstræti. „Sko hendurnar á mér
Alþýðan er þarna í fingurgómun
nm á mér, verkafólkið, baslara
fólkið, ég er kontinn af því og
iég er í því. Ég er> þess og það er
mitt. Skilurðu þetta, ha? Skilurðu
það? Og hann hélt báðum lófun
um fast upp við andlit mitt og
sýndi mér fingurgómana á sér. Síð
an álpaðist hann burtu, en sneri
sér svo við og kallaði „Það er ein
mitt það“.
Ingimundur bróðir hans kom
einu sinni upp um stigagatið
heima hjá mér. Hann var> með
grænan flauelishatt og það var kaf
ald úti og hörkufrost. Hann settist
á rúmið hjá mér og talaði við mig
og gaf mér smárit og eina mynd.
Hann var mikill listamaður, ég
skynjaði það þá og vissi það síð
ar. En hann var líka orginal,
fiðlan varð honum ekki það sem
pensillinn varð bróður hans.
Arfurinn úr ættinni hefur
verið alveg sérstæður. Það er
eins og þessir bræður hafi ekki
verið nema að nokkru leyti af
þessum heimi, heldur úr álfheim
um, hulduheimum, enda voru
fiðlutónar Ingimundar ekki af
þessum heimi, eða tal hans sumt
og búnaður hans. Ég gleymi aldrei
græna flauelishattinum. Og mynd
ir Kjarvals eru svo fullar af ann
arlegu lífi, verum og vættum af
öðrum heimi.
Ég kom eitt sinn sem oftar
í málarastofu hans. Það var í síð
asta sinn, sem ég kom í stofu hans
Þá sýndi hann mér myndir, sem
hann var að vinna að og hann
skýrði þær fyrir mér. Hann mál
aði hlíðina eftir skýjafari himins
ins. Hann málaði ekki skýin og
ekki himininn heldur myndirnar
sem skuggar og skin sköpuðu í sam
spili sínu í fjallshlíðinni. Þessar
myndir þóttu mér svo fagrar, að
ég hef ekki séð aðrar fegurri. Ég
veit ekki hvað orðið hefur af
þessum myndum. Ég hef aldrei
séð minnzt á þær.
List Kjarvals er alltaf hrein-
og tær. Magnanin sem frá þeim
streymir á ekki upptök sín í mik
illi hleðslu heldur einhverskonar
barnahjali. Um leið og maður lít
ur mynd eftir hann opnast hjartað
og hugurinn — og þar með er leið
in opnuð að listnautninni. Það
er eins og hann sé samgróinn ís
lenzkri náttúru. Það er ein hliðin
enn á gerð hans.. Maður getur ekki
skýrt þetta, en svona er það. Ef
til vill er þetta svona af því að
hann hefur „alþýðufólkið í fing
urgómunum."
Það eru alltaf hátíðahöld
honum til heiðurs. Ég held að þau
hafi staðið sleitulaust í þrjátíu ár
því að enginn íslenzkur listamað
ur nýtur annars eins trausts og
ástar fólksins og hann. Það hafa
alltaf verið hátíðahöld.
Hann langar til að gera áttræð
isafmælið sitt hátíðlegt á al-
veg sérstakan máta. Hann vildi
ekki neina sýningu sér til heiðurs
hann vildi ekki nein læti. En úr-
vals myndir hans, sem hægt var að
ná í, eru í Listamannaskálanum og
sýningin er til ágóða fyrir bygg
ingu nýs Listsýningahúss. Hann
hefur gefið eina af frægustu mynd
um sínum og um hana verðun happ
drætti. Við skulum hylla Kjarval
á þessu afmæli hans með því
að sækja sýninguna og kaupa
happdrættismiða. Um leið leggj
um við hvert og eitt ofurlítmn
lárviðarsveig í lófa þpfasa fré-
bæra listamanns, sénis og orginals.
v.s.v.
Stór sending af
HOLLENZKUM
VETRARKÁPUM
og KULDAHUFUM
tekin fram í gær.
Bernharð Laxdal
Kjörgarði.
PFAFF - saumanámskeið
í framhaldi af PFAFF-sniðanámskeiðum verða nú InJd-
in saumanámskeið á vegum Pfaff.
FYrstu i'.ámskeiðin hefjast þriðjudaginn 19. okt.
Ininritun í
PFAFF
Skólavöiðustíg 1. — Simar 13725 og 15054.
VINNA
Óskað er eftir mönnum til starfa við mót-
töku á kartöflum. j
Upplýsingar gefnar í síma 24480, og h.já
verkstjóra.
Grænmetisverzlun Iandbúnaðarins.
CBLLU' PLASTLAKK
NYKOMIÐ:
CELLU-pIastlakk — glært og matt.
CELLU-patínalakk fyrir Teak og Palaisandar
CHELLU-patina olía fyrir Teak.
CELLU-sIípimassi.
CELLU-slípiolía. ! ?■
’ i '
Pattex-lím og herðir.
Hannes Þorsteinssqn,
Heildverzlun — Hallveigarstíg 10.
Sími 2-44-55.
íl
MOLSKINNSBUXUR
Höfum fyrirliggjandi allar síærðir af
drengjabuxum úr molskinni, stærðir 4-1 ö.
VERÐ FRÁ KR. 198
Komið og berið saman verðin.
Miklatorgi — Lækjargötu 4.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. október 1965 $