Alþýðublaðið - 15.10.1965, Side 5
Saumanámskeið j
Verzlunin Pfaff auglýsir í dag
saumanámskeið í framhaldi af
Pfaff-sníðanámskeiðunum, sem
ihaldin hafa verið á vegum verzlun
arinnar síðastliðin þrjú ár.
Pfaff-sniðkerfið ,sem er mjög
auðiært og auðvelt í notkun, hef
ir notið sérstakra vinsælda hér
á landi. Hefir það verið kennt í
öllum landsfjórðungum og er nú
farið að kenna það í mörgum skól
lini t.d. kvennaskólanum í Reykja-
vík, húsmæðra- og gagnfræðaskól
Um og námsflokkum Reykjavíkur.
Á þessum þremur árum hafa meira.
en þrjú þúsund konur og stúlkur
lært þetta kerfi, og er nú kennslu
bókin komin á íslenzku.
Á saumanámskeiðunum sníða
konurnar sjálfar, þræða, máta og
sauma, allt undir handleiðslu fag
lærðs kennara. Auk þess læra
þæj' ísetningu erma, ganga frá
vösum og vasalokum, sauma „pas
peleruð“ hnappagöt, sauma renni
lása í o. fl. og fl.
Það gefur auga leið að mikið
má spara með því að sauma heima ,
og má því búast við mikilli þátt i
töku í námskeiðum þessum.
I
Ný sjálfvirk jb votta-1
og bónstöð stofnuð
Reykjavik GO.
í UNDIRBÚNINGI er nú stofn
un þvotta og bónstöðvar fyrir bif
reiðir í Reykjavík. Er stöðin að
inestu sjálfvirk og tekur í hæsta
SMURT BRAU0
Snittur
Opið frá kl. 9-33,30.
| BratiSstofara
Vesturgötu 35.
Simi £©012
lagi 15 mínútur að hreinsa bíl að
innan, sápuþvo að utan. bóna og
þjprrka. Sérstaka athygli vekur
undirvagnsþvottur, sem er veiga
mikið atriði til að hindra ryð-
skemmdir af völdum salts og ryk-
bindiefna á vegum. Vélar allar eru
írskar og af fullkomnustu gerð,
sem fáanlegar eru í dag. Má bú-
ast við verulegri lækkun á þvotti
og bónun, svo að hér er um gleði
tíðindi að ræða fyrir bifreiðeig
endur.
Á borgarráðsfundi nýlega var
Sveini I-Ialldórssy.ni Bragagötu 38
a veitt lóð undir þessa starfsemi
við Sigtún, skammt frá vélsmiðj-
unni Héðni og Borgarskála Eim-
skips. Ráðgert er að þvotta og
bónstöðin hefji starfrækslu á
næsta ári. ,
Vegna endurnýjunar höfum við til sölu efliríaldar
SCANÍA-VABIS, árgerð 1959, Model 51 — 7 tonna með
stálpalli, sturtum og hliðarborðum. Nýskoðaður og ný-
upptekin vél.
Tliames TRADER, árgerð 1961 — 5 tonna — með stál-
palli. Frambyggður og með vökvastýri.
MERCEDES-BENZ, árgerð 1963, Model 337 — 9,8 tonn
á grind — með stálpalli, sturtum og háum hliðarborðum.
Greiðslur eftir samkomulagi. ef samið er strax.
Upplýsingar í síma 10-600.
Jén Loftsson hf.
Hringbraut 131.
Bæjarsjóður Hafnarfjarðar
óskar að ráða nú þegar nokkra verkamenn.
Upplýsingar gefur verkstjóri í síma 50488
eða tæknifræðingur í síma 50113 eða 51635
NÝKOMNIR
Karlmannakuldctskór úr leðri og rúskinni
með rennilás og með kósum. -— Stærðir: 34—45.
PÓSTSENDUM.
Skóverzlun Féturs Ændréssonar,
Laugavegi 17. Framnesvegi 2.
Látið okkur stilla og
herða upp nýju
bifreiðina!
8ÍLASK0ÐUN
Skúlagötu 34. Sími 13-100
Látið okkur ryðverja
og hljóðeinangra
bifreiðina með
TECTYL!
RYÐVÖRN
Grensásvegi 18. Sími 30945
Liglik
Að undsngegnum úrskurði í dag verða lögtök látin fram
fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda en á á-
byrgð ríkissjóðs að átta dögum liðnum frá bh'tingu þess-
arar ouglýsingar fyrir ógreiddum almannatryggingaið-
gjöldum, slysa‘, lífeyris- og atvinnuleysistryggingaiðgjöld
um. framlögum sveitarsjóða til Tryggingastofnunar ríkisins
og atvinnuleysistryggingasjóðs, tekju- og eignaskatti,
iaunaskatti, söluskatti, hundaskatti, sýsluvegasjóðsgjaldi,
bifreiðaskatti, bifreiðaskoðunargjaldi, vátryggingargjaldi
ökumanns, skemmtanaskatti, gjaldi af innlendum toll-
vörutegundum, útflutningssjóðsgjáldi, skipulagsgjáldi,
vélaeftirlitsgjaldi, rafstöðvagjaldi, f jallskilasjóðsgjaldi
og ölium gjöldum vegna lögskráðra sjómanna, sem gjald-
fallin eru liér í umdæminu.
Hafnarfirði, 8. október 1965.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
sýslumaðurinn í Gullbringu- og
Kjósarsýslu.
Björn Sveinbjörnsson
settur.
Auglýsing um
sveinspróf
Sveinspróf í löggiltum iðngreinum fara fram um land
allt í október og nóvember 1965. í
Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próf-
töku íyrir þá nemendur sína, sem lokið hafa nánis-
tíma og burtfararprófi frá iðnskóla.
Ennfremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá
nemendur, sem eiga 2 mánuði eða minna eftir af náms-
tíma sirium, enda hafi þeir lokið iðnskólaprófi. — Um-
sóknir um próftöku sondist formanni viðkomandi próf-
nefndar fyrir 18. þ.m. ásamt venjulegum gögnum og
prófgjaldi.
Meistarar og iðnfyrirtæki í Reykjavík fá umsóknareyðu-
blöð afhent í skrifstofu iðnfræðsluráðs, sem einnig veit-
ir upplýsingar um formenn prófnefnda.
Reykjavík, 11. október 1965.
Iðnfræðsluráð.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. október 1965 5