Alþýðublaðið - 15.10.1965, Side 8
KIRKJUBÆKUR herma, að
í Jóhannes- S. Kjarval sé áttræður,
j en slíkt er aðeins bókfærsluatriði.
; Hann gekk Bankastræti á mánu-
dag eins og víkingur nýkominn úr
frægðarför, og kannski hefur
j hann aldrei málað betur en í sum-
í ar. Svona er að vera ungur
í andanum, djarfur og leitandi og
þora að gera að gamni sínu við
guð og menn.
I Saga Kjarvals er ævintýrið um
' sveitadrenginn og skútustrákinn,
í sem fór út í heim að vinna sér
I’ frama, en vitjaði aftur garðshorns-
j ins og breytti því í kóngsríki frá-
} bærrar listar. Hann er rammís-
| lenzkur veraldarmaður, hefur ver-
t ið úti í öllum veðrum og þekkir
| landið af-sjón og raun, heyrn og
; nautn, ilman, smekk og tilfinn-
; ingu. Náttúran mælir til hans á
! tungu ljóss og skugga, kvölds og
morguns, sumars og vetrar, og
j hann túlkar undur hennar smá og
stór í málverkum sínum. Það
tekst honum svo, að furðu sætir.
Þvílíkur er sigur Kjarvals.
, Fyrsta myndskreytta bókin, sem
ég eignaðist, var Engilbörnin
| eftir Sigurbjörn minn Sveinsson
| með teikningum Kjarvals. Þær
' man maður enn, þó að kverið sé
í löngu týnt. Og víst er Jóhannes
» S. Kjarval meistari hugkvæmn-
innar, sem lýkur upp köldum
kletti veruleikans og lætur draum-
inn um ævintýrið rætast. Samt er
snilld hans eftirminnilegust í
margföldun umhverfisins, þegar
steinarnir tala og mosinn grær,
fjallið rís í naktri tign og dautt
hraunið verður hljómkviða lita-
dýrðarinnar. Þá töfra hefur Kjar-
val á valdi sínu umfram aðra mál-
ara samtíðarinnar. Hann gerir
storkna jörð að stórveldi, speglar
ísland og endursegir. En honum
er gefin ríkari gáfa en að gleðja
augað. Skoðendur málverka hans
skynja jafnt rósamálið á kyrrlátri
stund og aðdynjanda stormsins,
þegar foldinni bregður og hafið
æsist við hrjóstruga strönd. Hug-
ann grunar fleira en sést í fljótu
bragði. Þessi er galdur Kjarvals,
hvort heldur hann málar í björt-
um litum eða dökkum, opinberun
og örlagaseiður, viðkvæmni og
skapriki, mildi og þróttur. Sá á
sK'lið að hafa fæðzt í mjúkum
en sterkum faðmi íslenzkrar nátt-
úru, þar sem alls er von næm-
um anda og högum höndum.
Manninum Jóhannesi S. Kjar-
val verður ekki lýst eins og okkur
hinum, enda er hann þjóðsaga,
sem stækkar, þegar aðrir gleym-
ast. Mun nokkur sérkennilegri
einfari eða marglundaðri gestur
á mannamóti? Og þó veit enginn
hyggju Kjarvals. íslendingar fram-
tíðarinnar vilja aúðvitað fá mann-
lýsingu hans, en verða að láta sér
nægja, að hann var engúm líkur.
Samt fara þeir hans ekki á mis,
því að málverkin blífa og sjálfs-
myndir Kjarvals í orðum og drátt-
um. Helzt kemur hann sér sjálfur
á framfæri við þá, sem forvitn-
ast um list hans og persónuleika.
Almannarómur kallar hann
meistara Kjarval. Sú nafngift er
ekki skáldskapur heldur réttnefni.
Þannig launar íslenzk þjóð, að
hann gaf henni landið í nýjum
skilningi.
Helgi Sæmundsson.
Nýtt og endurtekið urn
MEISTARASKÁLDIÐ
KJARVAL
ALLIR, sem eitthvað hafa
kynnzt Kjarval, eru á einu máli
um það, að hann sé innblásinn
listamaður, stórskáld lita, hug-
mynda og máls. Hann getur ekki
snert svo við pensli, að litir og
form fari ekki að streyma fram
í skipulegri heild. Nýlega merkti
hann.- gamla mynd fyrir góðvin
sinn og bjó sig að heiman með
þrjárT mismunandi litadoppur á
pappaspjaldi, og terpentínu á glasi,
— og er hann hafði lokið við að
merkja myndina var pappaspjald-
ið or|íið að landslagsmynd með
tveinijur dularverum, er studdu
hvor jvið aðra og skimuðu undr-
andi jút í birtuna og tímann. —
Fyrirfeurður — tilviljun, — en
fyrirliurður, sem hendir Kjarval
einanj
Þcssi meistari íslenzkrar mynd-
listar! stendur nú á áttræðu,
hnarrseistur, teinréttur og spengi-
leguri Hann segist alltaf hafa vigt-
ast heldur illa, þetta kringum 140
pund, og er hann þó með hæstu
mönnum og vörpulegustu að vall-
arsýn. Hann hefur agað sig strangt
við harðrétti í útilegum og ó-
byggðaferðum, við að litfesta feg-
urð landsins og flytja haná í
byggð. Kuldi, vosbúð og matar-
leysi varð aldrei til þess, að gott
mótiv yrði útundan eða gleymd-
ist. Þegar þreytan ætlaði að buga
hann, var hann vanur að baða sig
í læk eða velta sér í dögginni.
Einu sirini fékk hann skyrbjúg
eftir langa útivist í Svínahrauni.
Þá flutti hann í bæinn, hélt sýn-
ingu og keypti sér sítrónur!
Kjarval er ekki maður einham-
ur. í honum hafa tekið sér bústað
andar margra gjörólíkra einstakl-
inga, ólíkra um allt nema það,
að allir eru þeir andar fagurra
lista. Svo er hann fjölhæfur að
upplagi, svo skyggn á eðli hvers
máls, að hann hefði allt eins vel
getað orðið rithöfundur, leikari
eða söngvari, — og hvað sem hann
hefði orðið, annað en það, sem
hann varð, mundi hann hafa borið
af, skarað fram úr. En hann valdi
að verða málari, til allrar ham-
ingju fyrir íslenzka myndlist, sem
annars sæti nú hnípin við gafl,
ef hans hefði ekki notið við.
Seint sóttist Kjarval heiman-
búnaðurinn til ævistarfsins, — en
þeim mun betur vandaði hann för
sína. Tuttugu og sex ára fór hann
fyrst utan til náms, lauk háskóla-
prófi í listgrein sinni, ferðaðist
síðan víða um lönd, dvaldi með
forustuþjóðum lista, - lærði, las og
leitaði — og svo fann hann allt,
sem hann hafði verið að svipast
eftir, hér heima!
í fullan áratug dvaldi liann er-
lendis, en flutti þá heim og settist
að hér í Reykjavík. Hann hafði
með sér ýmsa lífsreynslu og hug-
myndir, strauma og stefnur, sem
þá voru að skjóta upp kollinum í
Evrópu. Mun hann vera fyrsti
dadaistinn, fútúristinn, súrreal-
istinn og abstraktmálarinn á fs-
landi og fyrsta atómskáldið, þó að
hann dagaði ekki uppi í þeim
fræðum, og liti raunar alltaf á
þau sem æfingu, leit og skóla-
skyldugrein sinnar listar. Hann
var fyrst og fremst natúralisti,
landslagsmálari, sannur aðdáandi
íslenzkrar náttúrufegurðar og lit-
skrúðs. Fjöllin og hraunið, grjót-
ið og mosinn seiddu hann til
fundar við sig, og síðan hefur
hann unnið að því að flytja feg-
urð og blæbrigði fslands inn í
hug og hjarta þjóðar sinnar. Og
hann á mikið óunnið, sem betur
fer.
Er aldir líða, og kaldrifjaðir
vísindamenn fletta blöðum okkar
aldar, þá munu listfræðingarnir
segja þetta um Kjarval: Hann
kunni að laða fram í málverk sín,
það sem hinum tókst aldrei að
finna, — og sýna það sem lá í
augum uppi, en enginn sá fyrr
en hann. Hann fór sínar eigin
götur, og skóp sinn frumlega,
sjálfstæða og karlmannlega stíl,
sem er engum líkur nema hon-
um.
Þó að við dáum Kjarval fyrst
og fremst sem landslagsmálara,
og skipum honum þar í öndvegis-
sess, þá er það ekki nema önnur
hliðin á list hans. Hin hliðin er
skáldmyndir hans, fantasíur og
fúgur, ortar í liti og ofnar í hríf-
andi og sterk form stórbrotins
skálds. Þessi viðfangsefni Kjar-
vals býst ég við að útlendingar
kunni betur að meta en við, enn
sem komið er. Þar birtist hið al-
þjóðlega viðhorf listamannsins
skýrast, kunnátta hans og færni.
Og hver eru svo siguriaun þessa
athafnamanns á sviði íslenzk'rar
myndiistar? Þau koma skýrast í
Ijós' í hinum almennu, fölskva-
lausu vinsældum hans og alþýðu-
hylli. Hann er jafn vinsæll af
ráðherrum og rónum, ungum og
gömlum, hvar í stétt sem þeir
eru. Það andar oft köldu um
ýmsa, sem eiga sér marga formæl-
endur og sterka, — en Kjarval
virðist ekki eiga neinn óvin, eng-
an öfundarmann, — tæplega, að
hann njóti stéttarbróðurlegs rígs.
Og hvað vill svo þjóðin gera
tíl heiðurs þessum snillingi, sem
hefur gefið henni meíra en ann-
aðhvert málverk, sem hún á? Hún
víll sýna honum virðingu og votta
honum þakkir sínar með því að
reisa veglegt hús yfir verk hans
í hjarta höfuðborgarinnar. Þetta
vill þjóðin, og þetta vildi hún
þegar hafa gert. En þar sem for-
feður okkar gáfu sér ekki tíma til