Alþýðublaðið - 15.10.1965, Page 11

Alþýðublaðið - 15.10.1965, Page 11
^RitstiórTÖrn Eidssom i Segh GuBjón Finnbogason í FYRRADAG birtum við viðtal, sem Helgi Daníelsson átti við for- mann Knattspyrnuráðs Akraness, Magnús Kristjánsson um Akranes- liðið, og birtist í blaðinu „Skag- inn”. í dag birtist viðtal við þjálf- ara liðsins, Guðjón Finnbogason, um leiki ÍA í sumar og fleira. — Maður er heldur orðfár eftir svona lagað, sagði Guðjón Finn- bogason, þjálfari Akranesliðsins, þegar ég spjallaði við hann um úrslit íslandsmótsins. — Það er slæmt að vera búnir að eiga tvo möguleika á því að vinna mótið og glata þeim báðum. — Hverjum er um að kenna? — Það er ekki svo gott að kenna neinum einsíökum manni um þeg- ar svona fer. Við vorum sérstak- lega óheppnir í tveim síðustu leikj- unum og það má segja, að báðir hafi þeir tapast á mistökum. Bæði það að vörnin opnaðist stundum illilega og það, að framlínunni gekk illa að finna leiðina að mark- inu. | — Það hafa margir talað um að sóknin sé ekki nógu beitt, ef svo mætti að orði komast? — Já, það er aðvissu leyti rétt. | Sú taktík sem við höfum spilað, er ; að miðframherjinn er afturliggj- i andi og þá verður sóknin ekki eins beitt. En það hefur aftur á móti það í för með sér, að með þessu móti náum við betri tökum á miðj- unni og ráðum betur gangi leiks- ins. Það má eflaust deila um hvor aðferðin sé betri, þ. e. a. s. að láta GUÐJÓN FINNBOGASON þjálfari Akurnesinga. j miðframherjann liggja frammi eða ' ekki, en það má benda á það, að ' þrátt fyrir það, að framlínunni hafi 1 gengið illa að skora í tveim síðustu leikjunum, þá hefur ekkert l'ið skorað fleiri mörk í mótinu en ein- mitt Akranesliðið. En það er annar galli á sóknarleik okkar og það er hvað sóknin er hægfara og mundi ég telja, að þegar úr því hefur ver- ið bætt þá hafi mikið áunnizt. — Hvað um framtíðina? — Það er ekkert vafamál, að í liðinu í dag eru margir ungir leik- menn, sem eflaust eiga eftir að ná langt, en eigi að síður má ekki gleyma því, að það eru raunveru- j lega þeir gömlu, sem mynda kjarna liðsins og ef við misstum þá á einu ! bretti, þá höfum við ekki tiltæka , menn til að fylla í skörðin. Hvort, liðið stendur sig t. d. næsta sumar, . er að sjálfsögðu undir ýmsu kom- ! ið og ekki sízt. því, hvað við höld- | um mörgum af þessum gömlu og , reyndu leikmönnum okkar. j — Nú á liðið eftir að leika a. m. k. einn leik í Bikarkeppni K. S. í. og e. t. v. í Litlu bikarkeppninni og útséð er með að Ríkharður leiki með meir. Hver heldurðu að taki stöðu hans? — Það er ekki gott að segja. Það eru ýmsir möguleikar sem koma tii greina, en ég er ekki til- búinn að skýra frá þeim breyting- um sem kunna að verða gerðar á liðinu. Þær seffu heimsmet Fyrir nokkru settu þessar dömur heimsmet í sundi. Til hægri er rússneska stúlkan Galitia Prozumenshchikowa, sem aðeins er 16 ára og synti 20ð m. bringusund á 2.45,3 min. Til vinstri er A. Kok, Hollandi en liún setti heimsmet í 200 m. ííugsundi, synti á 2.25,3 mín, Kok er 18 ára grömul. ROSENBORG LEIKUR VIÐ DYNAMÓ KIEV í 2. UMFERÐ „í liði IA eru ungir og efnilegir menn" í næstu viku fer fram 20 ára afmælismót Sund 'élags Hafnarfjarðar-. Við birtum myndina í því tii- efni, en hún er tekin á Sundmeistaramóti íslands í sumar. Árni Þ. Kristjánsson, ý5H lcngst til vinstri vsrð íslandsmeistari í 200 m. bringusundi, næstur Iionum er annar Hafnfirðingur, Gestur .Tónsson, en lengst t.h. er Fylkir Ágústsson, Vestra, ísafirði. I GÆR var dregið um það hvaða ^ lið mætast í næstu umferð Evr-1 ópubikarkcppninnar, en nú leika öll liðin. Rosenborg, sem lék við KR í fyrstu umferð mætir rúss- nesku bikarmeisturunum, Dynamo Kiev og Ferencvaros leikur við gríska liðið Panathinaikos. Inter, sem sigraði í Evrópubikar- keppni meistaraliða mætir Dyn- amo Bucaresti. Annars leika eftirtalin líð sam- an: Keppni meistaraliða: Kilmar- nock, Skotlandi — Real Madrid, ASK Vorwaerts, Austur-Þýzka- landi — Manchester Utd., Derry City, N. írlándi — Anderlecht, Belgíu, Partizan, Júgóslavíu — Werder Bremen, V.-Þýzkalandi, Spartha Praha, Tékkóslóvakíu — Gornik Zabrze, Póllandi, Dinamo Bucaresti, Rúmeníu — nter, Ítalíu, Levski Sofía, Búlgaríu — Benfica, Portúgal, og Ferencvaros, Ung- verjalandi — Panathinaikos, Grikk Iandi. Keppni bikarmeistara: Dukla, Prag — Honved, Ung- : verjalandi, Dynamo Kiev, Sovét j — Resenberg, Noregi, Aarhus, Dan mörku — Glasgow Celtic, Skot- landi, Liverpool — Cardiff, West Ham — Olympikos, Grikklandi, Aufbau Magdeburg, A-Þýzkalandi — Sion, Sviss, Borussia Dortmund, V-Þýzkalandi — CSKA, Sofia, Búl- garíu og Stiinta Cluj, Rúmeníu —- Atletico, Spáni. ★ PÓLLAND sigraði Skotland i undankeppni HM í knattspyrnu 2—1, en leikurinn fór fram á Hampden Park í fyrrakvöld. Eítir þennan leik hafa möguleikar Skota um að komast í úrslit minnk- að verulega. Íta'lía og Skotland hafa 5 stig hvort, en ítalir hafa lei| ið 3 leiki, en Skotar 4. Pólverjar eru með 4 stig eftir f jóra leiki. ★ HONVED, Ungverjalandi, sigr- aði finnska liðið Reipas 6—0 i síS^ ari leik liðanna í Evrópubikar- keppni bikarmeistara í fyrrakvöld Framh. á bls. 15. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. október 1965 H r

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.