Alþýðublaðið - 15.10.1965, Side 14
OKTÓBEK
15
rörfudugur
ML
Kvenfélag Hallgrímskirkju, hef
ur hina árlegu kaffisölu nk. sunnu
dag 17. okt. í Silfurtunglinu. Eru
konur vinsamlega beðnar um að
gefa kökur og hjálpa til við veit
ingarnar.
Ónefndur hefur gefið Slysavarna
félagi íslandg fimm þúsund kr. að
gjöf. Til minningar um Martein
Tausen, sem fórst með vélbátnum
Mumma frá Flateyri 10 okt. 1964.
Náttúrulækningafélag Rvíkur.
Fundur verður lialdinn laugard.
16. okt nk. kl. 2 eh. í Ingólfsstræti
22 ( Guðspekifélagshúsinu.) Kosn
ir fulitrúar á 10. landsþing NLFÍ.
Rædd félagsmál. Félagar fjölmenn
ið.
HÁSKÓLABÍÓ sýnir nú um
þessar mundir Rósariddarann eft
ir Richard Strauss og fyrir tómu
húsi. Mér varð að orði. Hvar er
nú músikáhugi Reykvíkinga. Hér
er um að ræða einhverja allra
beztu músikmynd sem hér hefur
sést og bæjarbúar virðast ætla að
sleppa þessu einstæða tækifæri
framhjá sér. Hvað veldur? Ei’um
við orðnir svo forpokaðir að það
þýðir ekki að bjóða okkur annað
en tómt prjál og vitleysu eins og
bítlagarg og þessháttar? Hér eru
á boðstólum allra beztu söngkraft
■ ar sem völ er á, að ég tali ekki
-um hljómsveitina. Þessi mynd er
.svo eftirsótt ytra, að Háskólabíó
hefur orðið að bíða í þrjú eða
fjögur ár til þess að fá hana hing
að. Ég skora á bæiarbúa að sleppa
ekki þessu tækifæri.
Magnús Jósefsson.
línfrapSela ,.,
Framhald af 1. síðu.
«m iðnfræðslu og var Sigurður
Ing’mundarson formaður hennar
1964 skilaði nefndin ítarlegum til-
lögum og var frumvarpið síðan
samið á grundvelli þeirna.
Helztu breytingarnar, sem hið
tiýja iðnfræðslufrumvarp gerir
ráð fyrir eru þessar: Iðnfræðslu
skólar verði 8, einn í hverju nú
verandi kjördæmi, og verði skóla
setur á þeim stöðum þar sem flest
ir nemendur eru. Nýjum þætti
verður aukið við iðnfræðslukerfið
þar sem er stofnun verknámsskóla
við iðnskólana. Skulu þessir verk
námsskólar gegna tvíþættu hlut-
verki. í fyrsta lagi skulu þeir
vera forskólar fyrir þá sem ætla
sér að hefja nám í löggiltum iðn
greinum og í öðru lagi skulu þeir
veita strfsþjálfun þeim sem ætla
að starfa í iðnaði, þar sem ekki
er krafizt sérstakrar löggildingar.
Frumvarpið gerir ráð fyr’r að stofn
settir verið bæði meistaraskólar,
fyrst við Iðnskólann- í Reykjavík
og að allt iðnfræðslokerfið heyri
undir menntamálaráðherra og
menntamálaráðunevi!ð og verði
undir samræmdri yfirstjórn.
Menntamálaráðherra benti á
nauðsyn þess að framkvæma yrði
þessar breytingar, sem frumvarp
ið gerir ráð fyrir í áföngum, þar
sem þær víkja í ve!gamiklum atrið
um frá núverandi kerfi, og munu
að auki kosta allmikið fé.
Þórarinn Þórarinsson (F) taldi
margt gott um þetta frumvarp, en
- Félagslíf »
/F'f:’’(ratafla handknattleiksdeild
ar KR.
Si'mmdagTir.
KI. o?!n — ll.io 4. fl. karla
Kl. 15 30 — 16 20 3. fl. kvenna
K1 1R no 17)0 Meistara og 2.
flollrkur kvenna.
Þriwi"daarrir.
Kl. 35 4. flokkar karla
Ki. ?na5 — 21 25 3. fl. karla
Ki 95 — 23 05 Meistara, 1. og
2 fir>V|cur karla.
Föstudagur.
Ki io 45 — 20 35 3. fl. kvenna
Kl. 9035 — 2,1 25 Meis+ara og
of 2 flokkur kvenna
Kl. 9i 95 — 22 15 3 flokkur karla
K1 99 15 — 23 n.5 Meístara, 1. og
2. fiokkur karla.
Stjórnin.
gagnrýndi ýmislegt og taldi að
frv. mætti ekki verða dauður laga
bókstafur, og að setja yrði í það
ákvæði um fé til framkvæmda.
Menntamálaráðherra svaraði Þór
arni og sýndi fram á að gagnrýni
hans væri á misskilningi byggt,
M.a. væri það ekki venja að setja
ákvæði um fjárveitingar til sér
stakra framkvæmda í önnur frum
vörp en fjárlagafrumvarpið.
Hannibal Valdimarsson (K)
kvaddi sér einnig hljóðs og kvað
hann frumvarpið vera til bóta, en
benti á að, að sínu áliti væri meist
arakerf!ð löngu úrelt.
Frumvarpinu var að umræðu
lokinni vísað til 2. umræðu og
menntamálanefndar.
Framhaldsleikrit..
Framhald af 2. síðu.
leika þau, Jón Aðils og Inga
Þórðardóttir. Gussa á Hrauni
leikur Bessi Bjarnason, en Jón
Sigurbjörnsson leikur Svarta
Pétur. Sögumaðurinn er Guð
mundur Pálmason. Auk þess
eru nokkrir fleiri leikendur í
minni hlutverkum.
Norðanátt...
Samkomulagið var
fellt á Akureyri
Akureyri, — GS, — ÓTJ.
BÆJARRÁÐ Akureyrar hafnaði í
gær samkomulagsumleitan sem
náðist í samningaviðræðum nefnda
frá Starfsmannafélagi Akureyrar
og Akureyrar bæjar. Samninga
viðræður hafa staðið yfir í nokkra
daga, og í fyrradag náðist sam
komulag um 13 prósent \ unahækk
un að því tilskyldu að trúnaðar
mannaráð Starfsmannafélagsins
annars vegar og Bæjarráð Akur
eyrar hlns vegar, samþykktu það.
í gærdag samþykkti svo trúnaðar
mannaráðið, en hæjarráð Akureyr
ar felldi. Málinu var vísað til
kjaradóms.
Frh. af 1. síðu.
ur verið hér undanfarið, og um
síðustu helgi var mun hlýrra en
í flestum öðrum höfuðborgum
Evrópu. Þá furðuðu menn sig
á hlýindunum á þessum árs
tíma, en nú finnst þeim sömu
einkennilegt hvað kalt er orðið
og haustlegt.
Síðastliðna viku eða lengur
hefur hitinn hér í Reykjavík
yfirleitt verið 12—14 stig dag
lega og svipaða sögu verið að
segja annars staðar af Suður
og Vesturlandi. Á Norður- og
Austurlandi hefur ekki verið
eins vætusamt og á áðurnefndu
svæði auk þess lilýrra. Á sunnu
dag var til dæmis 17 stiga hiti
á Vopnafirði og 16 stig á Siglu
firði, enda var þar þá allur
snjór liorfinn úr fjöllum.
En svo fór sem fór og er nú
norðanáttin rfkjandi um allt
land, Þeir hjá Veðurstof
uhni áttu von á, að hún færi
austur fyrir land í gærdag, en
okkur er ekki kunnugt um hvort
hún liefur haldið áætlun.
Klukkan briú í gær var all
hvasst í höfuðborginni og
tvegaia stiga hiti. og spáin fvr
ir næsta sólarliring: Norðan
stinn!naskaldi. síðar kald' og
skviað. Hiti nálæat frostmarki
og smá éi til fialla.
Vestantil á Norðurlandi var
sniókoma. en súld á Norð-Aust
urlandi. Kaldast var á Hvera
völlnm br’agia stiga frost.
vinstri armi flokksins í efnahags
málum og utanríkis- og kynþátta
málum. Enginn uppreisnarmaðun
I flokknum hefur viljað taka á
sig ábyrgðina á því að fella stjórn
ina, og stjórnin hefur því getað
breytt nokkrum stefnuskráratrið
um, sem fyrir einu ári voru tal
;n grundvallaratriði í stefnu Verka
mannaflokksins.
Eimskip...
útvarpíö
Föstudagur 15. október
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Síðdegisútvarp.
18.20 Þingfréttir — Tónleikar.
19.20 Tilkynningar
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 „Ýmislegheitin í kringumstæðunum",
dagskrá á áttræðisafmæli Jóhannesar
Kjarvals í umsjá Sigurðar Bénediktssonar.__
Lesið úr verkum listamannsins.
20.00 Einsöngur í útvarpssal: Viktoria Spans fró
Hollandi syngur
við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar.
21.30 Útvarpssagan: „Vegir og vegleysur" eftir
Þóri Bergsson
Ingólfur Kristjánsson les (8).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22 10 Verkfræðingurinn við Viktoríuvatn
Séra Felix Ólafsson flytur síðara erindi isitt
um Alexander Mackay.
22.35 Næturhljómleikar: Sinfóníuhljómsveit ís-
lands leikur í Háskólabíói. Stjórnandi: Tauno
Hannikainen.
Síðari hluti tónleikanna frá kvöldinu áður:
Sinfónía nr. 1 í e-moll eftir Jan Sibelius.
23 20 Dagskrárlök.
Wilson ...
Framíiald af S- síðu.
og hætta leikur á að hann minnki
enn. Ef það er haft í huga, má líta
á það sem sigur fyrir Wilson að
stjórnin hafi haldizt við völd.
Fylgi Verkamannaflokksins með
al kjósenda hefur hins vegar aldrei
staðið traustari fótum en nú. Sam
kævmt skoðanakönnun, sem íhalds
blaðið „Daily Mail“ skýrði frá í
dag er fylgi flokkskins 11 af hundr
aði meira en fylgi íhaldsflokksins
og segir blaðið að íhaldsmenn hafi
aldrei haft meiri forystu meðan
þeir sátu við völd 1959—64, Sam
kvæmt skoðanakönnun, sem íhalds
47.7% kjósenda Verkamannaflokk
inn, en 38.7% segjast munu kjósa
íhaldsflokkinn.
66% þeirra sem spurðir voru
kváðust vera ánægðir með Wilson
X embætti forsætisráðherra.
Á fyrsta stjómarári Verkamanna
flokksins hefur hinn naumi meiri
hluti flokksins reynst vopn gegn
Framhald af 3. síðu.
u. þ. b. þriggja vikna millibili í
Finnlandi, Rússlandi, Póllandi,
Gautaborg og Kristiansand.
Þess er vænzt, að liin aukna þjón
usta með svo tíðum ferðum frá út-
löndum geti orðið viðskiptavinum
félagsins til verulegra hagsbóta, og
þá eigi sízt innflytjendum utan
Reykjavíkur, sem eiga þess nú kost
að fá vörur sínar fluttar frá útlönd
um án þess að til umhleðslu í
Reykjavík þurfi að koma. Þá skal
þess og getið, að skinin geta losað
á aukahöfnum á ströndinni þegar
um nægilegt flutningsmagn er að
ræða og um flutningana er samið
fyrirfram.
Framhald af 3. siðu
án þessarar samvinnu milli þriggja
ólikra greina líffræðinnar.
Karolinska Insititutet veitti
Frökkunum verðlaunin fyrir upp-
götvanir þeirra með tilliti til á-
hrifa efnakljúfa- og vírussambandá
á erfðir. í starfi sínu hafa þeir
m.a. uppgötvað áður óþekktar teg
undir of genum. sem liafa þ\ð
bl'itverk að stjórna starfsemi, sem
þjónar þeim tileangi að auka lífs
möguleika sellanna brátt fyrir
brevtilegar ytri aðstæður.
Læknum í S+okkhólm’ kemur
bað ekki á óvart. að Frökkunum
væri veitt venðla"nin Sagt er, að
starf þeirra hafi úrs’itabéðingu
fvrir allar krahhameinsrannsóknir
og bótt starf!ð hafi ekki borið hag
n'+’n árangur enn sem komið er
hafi beir unnið brautrvðiendastarf
Algert skilyrði fvrir allri barátt
unni gegn krabbameini er vitn
eskian um,- hvernig genin og sell
"r.uar starfa. Tluigötvanir Frakk
anna hafa hlotið viðurkenningu
a+lra, sem við krabbameinsrann-
sóknv fást.
Nóbelsverðlaunin í ár er" 282.
0(10 sænskar krónur. 1000.000 kr.
meiri en í fvrra. Vprðiaunin verða
afhent á Nóbelsbátíðinni 1 Stokk
hólmi 10. desember. Nóbelsverð,
laun í bókmennt'im verða veitt á
morgun og verðlavn'n í eðlis- og
ofnqfrseði 21. október.
OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
Vö
Útför eiginmanns míns
Steingríms Steingrímssonar,
Álfaskeiði 26, Ilaínarfirði,
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 16. október kl. 2,
Lára Andrésdóttir.
J.4 15. október 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ