Alþýðublaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 3
'000000000000000000000000000^000 LEIKRIT JÖKULS FRUM- SÝNT Á ÞRIÐJUDAGINN oooooooooo- Jökull Jakobsson. >000000000 Reykjavík. — ÓTJ. Leikfélag Reykjavíkur frumsýn- ir nýtt leikrit eftir Jökul Jakobs- son nk. þriðjudag. Það heitir Sjó- leiðin til Bagdad, og er þriðja leik- rit Jökuls sem Leikfélagið sýnir á fimm árum. Á fundi með frétta- mönnum sagði höfundurinn, að leikritið gerðist á þessum síðustu og verstu tímum, en vildi annars lítið um efni þess segja. Leikarar eru sjö: Guðrún Ásmundsdóttir, Inga Þórðardóttir, Valgerður Dan., Steindór Hjörleifsson, Helgi Skúla- son, Gestur Pálsson og Brynjólf- '’ramh. á 14. síðu Atvinnurétt- indi vélstjóra Reykjavík. — EG. Þorsteinsson (A) mælti í gær í efri deild fyrir frumvarpi til laga um atvinnuréttindi vélstjóra á ís- lenzkum skipum. Frumvarpið samdi nefnd, sem menntamálaráðherra skipaði á árinu 1964 og var Jón Þorsteins- son alþingismaður formaður hennar. Frumvarpið er í tengslum við frumvarp um vélstjóranám, sem lagt hefur verið fram á Alþingi og gerir ráð fyrir að vélstjóranámi verði skipt í fjögur stig, en það frumvarp er samið af sömu xjefnd og þetta. Höfuðbreytingin í þessu frum- varpi frá gildandi lögum er að því er varðar réttindastig vél- Kramhald á 14. *<ðn Hemingway. „Gom// maðurinn' hefur sagt til sín KEY WEST, Florida, 21. okt. í HÓPI kúbanskra flótta- manna, sem komu til Key West í Florida í dag, var 92 ára gamall fiskimaður, sem kvaðst vera fyrirmyndin i sögu rithöfundarins Ernest líeming ways, „Gamli maðurinn og haf- ið.” Fiskimaðurinn, sem heitir Ansalmo Hernandez, kvaðst hafa þekkt Hemingway um 30 ára skeið. — Við hittumst alltaf þegar liann dvaldi á Kúbu og röbb- uðum saman yfir kaffibolla. — Eitt sinn sagðist hann ætla að skrifa skáldsögu úm mig og það gerði hann, sagði Hern- andez. Flóttamenn streyma nú frá Kúbu síðan Fidel Castro lýsti því yfir að allir þeir, sem fara vildu til Bandarikjanna, gætu farið og bandarísk yfirvöld féllust á að taka við flótta- mönnunum. Um 170 smábátar eru ferðbúnir í Camarioca, liöfn einni á Kúbu, sem er sér- staklega notuð fyrir Kúbumemi er vilja fara úr landi. Mary Hemingway, ekkja Er- nest Hemingways, staðfesti í New York, að hún og maður hennar hefðu þekkt Hernandez í fjölda ára. Hún sagði, að eng- inn einn maður hefði verið fyr- irmynd fiskimannsins í „Gamli maðurinn og hafið.” Ernest Hemingway hlaut Pu- litzer-verðlaunin fyrir „Gamli maðurinn og hafið,” sem segir frá baráttu gamals fiskimanns við risafisk. 50 ára afmælis Sjómanna félagsins minnzt í kvöld Reykjavík. — ÓR. Sjómannafélag Reykjavikur veröur 50 ára á morgun, laugar- dag, en það var stofnaö hinn 23. október árið 1915. Verður afmæl- isins minnst meö veglegu hófi aö Hótel Sögu í kvöld, og mun dagskrá þess verða fjölbreytt mjög. Klukkan 8 í kvöld leikur hljóm- sveit Ragnars Bjarnasonar létt sjómannalög á meðan fólk er að koma til samkvæmisins, en kl. 8,30 mun Guðmundur Hallvarðs- son setja hófið. Þá verður ein- söngur. Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari syngur, en undir- leik mun Skúli Halldórsson tón- skáld annast. Síðan rekur Jón Sigurðsson, formaður Sjómanna- félagsins sögu þess, en hún er 1 Wsrður árekstur j MJÖG haröur árekstur varð á ellefta tímanum í gærkvöldi á Suöurlandsbraut við Ármúla. Rák- | ust þar á Moskvitsh-fólksbifreið * og strætisvagn. Báðir bílarnir - skemmdust mikið og tveir í fólks- i bílnum slösuðust alvarlega. viðburðarík á þessu hálfrar ald- ar tímabili, eins og við er að bú- ast. Jón Sigurðsson mun því næst heiðra nokkra eldri félaga, og að því loknu verða lesin upp heilla- skeyti til félagsins í tilefni af- mælisins. Þegar hingað er komið í dag- skránni mun klukkan verða ná- lægt 11, en þá mun dansinn hefj- ast, og er ekki að efa, að þar verður líf og fjör. Um hálf tólf leytlð munu þeir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyj- ólfsson hvíla hljómsveitina og flytja skemmtiþátt. Síðan verður aftur tekið til við dansinn og hann stiginn til kl. 2 fyrir hádegi, en þá verður laug- ardagurinn runninn upp, afmælis dagur Sjómannafélagsins — og hófinu slitið. Enn mun eitthvað vera til af aðgöngumiðum á þetta glæsilega hóf, og er rétt að hvetja sjómenn og aðra þá, er hug hafa á, að ná sér í miða sem fyrst. Á laugardaginn kl. 2 til 5 síðr degis mun svo stjórn sjómanna- félagsins taka á móti gestum f hinum glæsilegu húsakynnum fé- lagsins í Lindarbæ. Öldruð kona fyrir bil SJÖTÍU OG FIMM ára gömul kona varð fyrir bíl í Lækjargötu í gær og fótbrotnaði. Var hún flutt á Landakotsspítala. Slysið vildi til síðari hluta dags á móts við Iðnaðarbankahúsið. — Konan var á gangbraut á leið yfir götuna og var bíl ekið í veg fyrir hana og lentl hún á aftur- brettinu og féll í götuna. Bíllinn var á hægri ferð og var í fyrstu álitið að konan væri lítið meidd, en við rannsókn kom í ljós að hún var fótbrotin. ' stjóra, sem fást eftir hvert próf Félagsmálaráðherra, Eggert G., í vélstjóranámi, og breytt er nokk Alþýðublaðið hefur haft samhand við tvo af þeim mönnum sem fluttu ræður á mótmælafundi þeim sem hal dinn var í Keflavík í sambandi við vegatollinn á nýja Keflavíkurveginum, og spurt um álit þeirra á þeim verkn- aði að tollskýlið var hrennt í fyrrinótt. ,Viö liggjum undir grnn' Ingvar Guðmundsson, kenn- ari í Keflavík, en hann var annar þeirra serri fluttu fram söguerindi á mótmælafund- inum svaraði: — Eg harma þennan atburð mjög og verð að segja það, að það er óverjandi að nokkrum skuli koma til hugar að fara út í aðgerðir af þessu tagi. Við Suðurnesjamenn allir liggjum að sjálfsögðu undir grun, þangað til upp kemst um þá sem unnið hafa þetta illvirki. Eg vona að unnið verði kappsamlega að rannsókn máls ins, unz í ljós kemur hver framdi þennan verknað. Þetta er alls ekki til að styrkja mál- stað okkar. Eg mundi álíta að það muni miklu fremur veikja hann. Þetta er gert af stráksskap og ég efast um að sá sem að þessu stóð hafi verið á fundinum. Þar fór allt fram með ákveðni og festu, en engar hótanir voru hafðar í frammi, og enn síður minnzt á skemmdarverk. Því miður virðist mér svo, sem hér á landi séu menn farnir að láta tilfinningarnar hlaupa með sig í gönur og ber að harma það. Mér dettur í • hug í því sambandi leikurinn milli KR og Akurnesinga og hvernig fólkið hegðaði sér eftir leik- inn. Ingvar Guðmundsson 99 lllt fyrir málstaðinn“ Arinbjörn Kolbeinsson. Arinbjörn Kolbeinsson, for- maður Félags íslenzkra bif- reiðaeigenda svaraði á þessa leiö: — Þetta er hörmulegt fyrir málstaðinn og leiðinlegt fyrir alla þá, sem hlut eiga að þessu máli. Þeir menn, sem þarna liafa verið að verki, hafa unn- ið ámælisverðan verknað, sem er með öllu vanhugsaður og ber að sjálfsögðu að fordæma hann sterklega. Úr því sem komið var, var ekki um það að ræða, að unnt reyndist að koma í veg fyrir, að tollurinn yrði settur á. — Þetta var algjörlega lögleg ráðstöfun. Hins vegar hefði verið hægt að beina málinu inn á mjög jákvæðar braut- ir, ef ekki hefði verið gripið til svona róttækra aðgerða. En þetta er áreiðanlega gert af einhverjum sem ekki hafa hugsað málið og hafa ekkert vit á því, því að mjög auðvelt væri að fá vegatollinn afnum- inn, ef rétt væri á haldið. 000000000000000000<000000<>00000000000000000000000< ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. október 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.