Alþýðublaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 15
Lanfivegl 178. — Sfml «868*. Bifreiðaeigendur sprautum og réttum l'ljót afgreiðsla Bifreiðaverkstæðið Vesturás hf. Síðumúla 15B. Sími 35740. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala sannar gæðin. BRIDGESTONE veitir aukið örygg! í alcstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA Verzlun og viðgerðir. Gúmbarðinn h.f. Brautarholtl 8 Sími 17-9-84. Skýrsla Gylfa Framhald af 4. síðu. en hélt fast við fyrirmæli sín varð- andi fækkun nemenda við verklega kennslu. Veldur þetta því, að færri stúdentar komast að verk- lega náminu í síðari hluta þess en áður í núverandi húsnæði. Auk þess stóðust fleiri stúdentar milli- próf á sl. ári en undanfarin ár, og hefur það enn aukið á þrengsli í dcildinni. En vegna þessara þrengsla hefur læknadeildin ekki talið unnt að taka viðbótarstúd- enta til náms í tannlækningum i haust, að óbreyttum aðstæðum. í bréfi, sem háskólarektor rltaði menntamálaráðuneytinu liinn 26. júlí sl. um vandamál tannlækna- kennslunnar segir m. a.: „Á þessari stundu er ekki full-, ljóst, hvernig úr þeim (það er að segja þessum vandræðum), verði bætt, þ. e. 1) með sérstakri bygg- ingu, eða 2) með húsnæði, sem yrði hluti úr stærri byggingarheild í þágu læknakennslu eða 3) með bráðabirgðaúrræðum". Jafnframt bendir rektor á, að hver leiðin, sem farin yrði, þá yrðu fram- kvæmdir allar mjög kostnaðarsam ar og þeim yrði ekkl hrundið í framkvæmd, nema til komi mikill fjárstuðningur ríkisvaldsins. Sam- kvæmt lögum um Happdrætti Há- skóla íslands er> tekjum af happ- drættinu ætlað að ganga til ný- bygginga fyrir Háskólann og við- halds á háskólabyggingunum, en tekjur Háskólans af happdrættinu námu í fyrra tæpum 10 millj. kr. í viðræðum, sem ég átti nú í haust við forráðamenn Háskólans og tannlæknakennslunnar, hefur kom- ið í ljós, að ef byggja ætti sérstakt hús fyrir tannlæknakennsluna, þá telur Háskólinn það þurfi að vera 2.600 m2 að stærð og kosta ekki minna en 23 milljónir króna. Ekki hefur verið gerð nákvæm áætlun um kostnað við nauðsynlegan hús- búnað, en ýmsir hafa áætlað hann annað eins, þannig að sérstakt hús f.vrir tannlæknakennsluna mundi kosta 45—50 milljónir króna. Há- skólinn telur sér eðlilega ofviða að ráðast í slíka framkvæmd fyrir tekjur happdrættisins. Það er og augljóst, að fyrirætlanir um svo stóra og dýra byggingu leysa ekki þann vanda, sem að tannlækna- kennslunni steðjar nú, hver svo sem greiða mundi kostnaðinn við hana. Líklega yrði ódýrara að ætla tannlæknakennslunni liúsnæði í fyrirhugaðri byggingu fyrir lækna deildina, sem Háskólinn hefur nú í nokkur ár haft í undirbúningi. En fyrirsjáanlegt er, að nokkur tími muni líða þangað til sú bygging er risin af grunni. En vandamál tann- læknakennslunnar verður að leysa hið bráðasta. Þess vegna virðist sá kostur einn eftir, sem nefndur var í 3. lagi í því bréfi Háskólans frá í sumar, sem ég vitnaði til áð- an, að útvega tannlæknakennsl- Áskriílasíminn er 14900 unni aukið húsnæði til bráða- birgða. Er nú verið að vinna að þessu. Háskólinn er að reyna að tryggja viðbótarhúsnæði fyrir alla tekno- logiukennsluna nú þegar.jafnframt því sem verið er að athuga um möguleika á viðbótarhúsnæði fyr- ir klínisku kennsluna næsta haust. Jafnframt þessu hafa verið athug- aðir og er enn verið að athuga möguleika á því að tryggja tann- lækna-stúdentum námsvist erlend- is í síðari hluta námsins, en það er einkum hann, sem er verklegur og krefst mikils húsnæðis og mik- illa og dýrra tækja. í þessu sam- bandi hefur rektor danska tann- læknaháskólans verið boðið hingað til lands, og er hann einmitt ný- kominn til bæjarins. Munu for- ráðamenn Háskólans og tannlækna kennslunnar ræða ýtarlega við hann um það, með hverjum hætti skynsamlegast sé að ráða bót á þeim þrengslum, sem nú eru orð- in í deildinni, og jafnframt mögu- leika á því, að nokkur hluti ís- lenzkra tannlæknastúdenta stundi fvrri hluta námsins hér, en fyrri- hlutinn er einkum fræðilegur, og sfðari hlutann, sem einkum er verk legur, erlendis á grundvelli sam- starfs milli Háskólans hér og er- lendra háskóla, líkt og nú á sér stað varðandi verkfræðinámið. Ég get að sjálfsögðu ekki um bað sagt á þessari stundu, hver verður niðurstaða þessara við- ræðna og þeirra athugana, sem nú eru að fara fram. Ég vona, að þær leiði til jákvæðrar og skynsamlegr- ar niðurstöðu. Hitt get ég sagt, að ég tel brýna nauðsyn á því, að brevtt verði þeirri ákvörðun. að "ngir nýir stúdentar verði teknir t'l tannlæknanáms nú á þessu. hausti. Ég get að sjálfsögðu sk'lið há afstöðu Háskólans, að vilia ekki toka stúdenta til náms, nema þvl atteins að hægt sé að sjá þeim fvrir f”Ukominni og vandaðri kennslu. hef þegar tjáð forráðamönnum wá^kólans og tannlæknakennsl- ’rnnar, að ríkisstjórnin er reiðubú- 'u til alls skynsamlegs stuðnings "'ð öflun viðbótarhúsnæðis handa 'annlæknakennslunni og til þess "ð greiða kostnað við þá auknu V'mnslu, sem það krefst, að nýir '•túdentar séu teknir í deildina í v,a„st. Með hliðsjón af því, hversu 'annlæknakennsla er gevsilega dvr — þar er líklega um að ræða °ína dýrustu kennsluna, sem fer f’’am innan Háskólans, — þá er ■>ð sjálfsögðu nauðsynlegt, að f’-amkvæmdir allar séu vel vfirveg- aðar og að þeim sé sniðinn sá stakk ”r. sem íslenzkum aðstæðum hfntar. Ég ber fullt traust til for- váðamanna tannlæknakennslunnar Háskólans og vona, að lausn finnist á þeim vanda, sem nú steðj "’r að, þannig að framvegis verði vægt að brautskrá fleiri tann- 1-”kna frá Háskóla íslands en und- anfarin ár. Jafnframt tel ég sjálf- 'iaet að athuga, hvort ekki sé hægt að efia til reglulegrar og samn- fngsbundinnar samvinnu milli Há- "Vúla fslands- annars vegar og við- "nkenndra erlendra tannlækna- skó'a hins vegar um að mennta til- +okinn fjölda íslenzkra tannlækná •íWega að einhverju eða öllu leyti, °n dæmi eru tim slíka samvinnu ”>111! landa, t. d. milli Norðurlanda •’nnars vegar og Þýzkalands hins vegar. Framleltt elnungia 4r firvalsgleri — 5 ára ábyrgf. Pantið tímanlega. Korkiöian hf« Skúlagötn 57 — Sími SS888 HjóföarSaviðserSlr OPHD ALLA DAGA (LÍKA LAUGARDAGA , OG SUNNUDAGA) FRÁ KL. 8 TIL 22. Gúmmívinnustofan h.f. SUpholti 35, Beykiavik. Simar: 31055, vertateíií, 30688, skrlfatofan. Benzínsala - Hjólbarðaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. Hjólbarðaverkstæðið Hraunholt Horni Lindargötu og Vitastígs. — Sími 23900. Alþýðublaðið óskar að ráða blaðburðarböm í eftirtalin hverfi: Laugarneshverfi Miðbæ Laugaveg, neðri Hverfisgötu, efri Kleppsholt Miklubraut. Hverfisgötu, neðrl Seltjarnarnes I. Laufásvegur Lindargata Laugavegur efri ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. október 1965 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.