Alþýðublaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 10
Svona lítur Siglufjörður út, ofan af Hólshyrn unni, os' sést hér hvernig- byggðin er við fjörðinn. •I fyrra var borað eftir heitu vátni í Skútudal. Gaf sú borun góðar vonir um heitt vatn fyrir bæinn, og er ætlunin að hefja boranir aftur eins fljótt og mögu legt er. Ekki er útilokað að öll hús á Siglufirði fái hitaveitu inn an nokkurra ára. Á næsta vori verður hafirt handa um byggingu mikils íþróttasvæð is á Siglufirði, þar sem m.a. verða tveir malarvellir og einn gras völlur fyrir knattspyrnu og tveir handboltavellir. Hjá þessu í þróttasvæði verður skrúðgarður og skemmtigarður fyrir bæjarbúa. Siglfirðingar eru miklir skiða menn og hafa þeir oftast hlot ið flesta meistaratitla á skíðalands mótum undanfarin ár>. Þar fara börn á skíði fljótlega eftir að þau eru farin að ganga, ef skiða snjór er fyrir hendi. Árlegur viðburður á Siglufirði er Skarðsmótið, svonefnda, sem er skíðamót í Siglufjarðarskarði, en það er yfirleitt haldið rnn hvíta sunnuna. Þá koma skiðakappar víðsvegar að af landmu og einnig erlendis frá og reyna hæfni sína í snævi þöktum brekkum í ná grenni Skarðsins, þar sem vetur ríkir fram á mitt sumar, og stund um lengur. Skemmtanir og gleð- skapur fylgir Skarðsmótinu, ekki ósvipað og Sæluviku þeirra Sauð krækinga. En Siglfirðingar fara ekki að eins á skíði i snjó, heldur einnig á sjó - yfir sumarmánuðina. Sjó- skíðaíþróttin er þó tiltölulega ný íþróttagrein á Siglufirði, og enn ekki ljóst, hvort siglfirzkt skiða fólk verður eins efnilegt á sjó skiðum og snjóskíðum. Einn togari er gerður út frá Siglufirði. Er það togarinn Hafl iði, sem setur svip á bátaflota Siglfirðinga og einnig eru þarna nokki-ir fiski- og síldveiðibátar auk mikils fjölda trillubáta. En það er ekki nóg að eiga all ar stærðir af fleytum til að fiska á, ef enginn er fiskurinn við strendur Norðurlands. Samt sem áður halda Siglfirðingar áfram að reyna að veiða fiskinn, og við skulum vona, að fiskurinn fari að ganga meira á mið þeirra, en hann hefur gert. Síldarverksmiðjurnar á Siglu- firði eru þær stærstu hérlendis, og er afkastageta þeirra rúmlega 30 þúsund mál síldar á sólarhring Hvergi á landinu eru jafn margar söltunarstöðvar og þar. Á Siglu firði hefur hingað til allt verið byggt á síld, svo að það þarf engan að undra, að síldin er not uð í skjaldarmerki bæjarins. Það er gaman að vera á Siglu firði á sumrin, þegar vel veiðist og hamast er við að landa bæði í salt og bræðslu. Þegan tugir síld arbáta koma drekkhlaðnir inn fjörðinn frá morgni tii miðnætt is, miðnætursólin skín inn á fjörð inn og setur einhvern ævintýr.a ljóma yfir allt innan fjallahrings ins. Þegar allir eru önnum kafn ir, en samt ánægðir, því að síld- in er annars vegar, og reykháfár síldarverksmiðjanna spúa hvítUBtt gufubólstrum upp í heiðan himin- inn. Óskandi væri, að mörg slík surn ur ættu eftir að heilsa Siglfirð ingum. -ór,- Bækur Skólavörur f jölbreytt úrval Leikföng Gjafavörur Bókaverzlun Hannesar Jénassonar Siglufirði. r KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA Pósthólf 84 — Símar á skrifstofum: 151 og 158 KAUPFÉLÖGIN ERU FRJÁLS SAMTÖK FÓLKSINS TIL BÆTTRA LÍFSKJARA OG AUKINNA FRAMFARA. MEÐ VAXANDI SKILNINGI Á ÞÝÐINGU KAUPFÉLAGANNA EYKST VERZLUNARUMSETNINGIN OG SKAPAR MÖGULEIKA FYRIR ÓDÝRARI VERZLUN. Félag okkar annast auk verzlunarþjónustu rekstur BRAUÐGERÐAR og SÍLDARSÖLTUN. Kaupfélagið hefur umboð fyrir Samvinnutryggingar, Líftryggingafélagið Andvöku og Olíufélagið h.f. Kaupfélag Siglfirðinga Siglufirði 22. október 1965 - ALÞÝ0UBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.