Alþýðublaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir
sidastlidna nótt
★ SALISBURY: —• Forsætisráðherra Rhodesíu, Ian Smith,
Hagði til í gærk\ öldi í boðskap til Harold Wilsons forsætisráðherra
Breta, að Wilson og Bottomley samveldismálaráðherra færu tafar
ttaust til Salisbury. Áður hafði Wilson sagt í bréfi til Smiths, að
fliann og.Bottomley færii til Salisbury einhvern næstu daga.
★ ACCRA: — Átta ríkisstjórnir taka ekki þátt í störfum fáð
(Stefnu Einingarsamtaka Afríkurikja í Accra, höfuðborg Ghana,
4>ar eð þau saka Ghana um undirróðursstarfsemi í löndum sín-
um. Löndin uu: Chad, Dahomey, Gabon, Filabeinsströndin, Mada-
gaskar, Efri-Volta, Togo og Niger.
★ PÁRÍS: — Sendiherra Bandaríkjanna hjá NATO, Cleveland,
ekoraði í gær á aðildarríki NATO að taka 'þátt í *kjarnorkuvörnum
ðxmdalagsins svo *að !koma megi í veg fyrir útbreiðslu kjarnorku-
vopna til landa. sem ekki ráða yfir slikum vopnum. Hann sagði,
að innan örfárra ára igætu tíu til tólf riki komið sér upp sjálfstæð
lun kjaniorkuiiðum. Atvarleg vandamál gætu skapazt ef NATO-
ríkin ikæmu sér ekki saman um sameiginlegar kjarnorkuvarnir.
★ VARSJÁ: — Upphrópanir og skammir milli fylgismanna
Rússa annars vegar og fylgismanna Kínverja (hins vegar settu svip
Binn á fundi aiþjóðaverkalýðssambands kommúnista í Varsjá í
gær. Fulltrúar Rússa gengu tvívegis af fundi.
★ STOKKHÓLMI: — Einum japönskum og þremur banda-
rlskum vísindamönnum var í igær veitt Nóbelsverðlaun. Nóbelsverð
laununum í eölisfræði var skipt tmilli Japahans Tomonaga og
tBandarikjamannanna Julian Schvvingers og Richard P. Feymans.
Bandaríkjamaðurinn Robert Burns Woodward hlawt Nóbelsverð-
launin í efnafræði.
★ SAIGON- — Hermenn Vietcong hörfuðu til skógar í gær
eftir að bandarískar flugvéiar hrundu árás þeirra á toandarísku her
Stöðina við Fleik Me. Hér var um að ræða einhverja mestu loft-
íarás Vietnamstríðsins.
★ WASHINGTON: Johnson forseti hélt aftur til Hvíta húss-
insj í gær frá sjúkrahúsinu í Bethesda þar sem (gallblaðran var tek
ín úr honum 8. október. Eftir nokkra daga fer hann til búgarðar
SÍns í Texas.
★ HAMBORG: — 23. ára gamall austur-þýzkur vélfræðingur
flúði til Vestur-Þýzkalands í lítilli flugvél í gær. Hann lenti heilu
tog höldnu skammt frá Láuenberg við Hamborg.
★ KENNEDYHÖFÐA: — Veðurfræðingar spá hagstæðum veð
tirskilyrðum þegar „Gemini 6“ verður skotið frá Kennedyhöfða á
mánudag með tveimur geimförum innanborðs. Agenda-eldflaug
verður skotið 101 mínútu á Undan „Geimini" og mikilvægasti lið-
ur tilraunarinnar verður sá, að láta geimfarið og eldflaugina mæt
ast í geimnum. Geimferðin stendur í tvo sólarhringa. Geimfararnir
Cru Walter Schirra og Thornas Stafford.
Verðtryggingarfrum-
varpið rætt í gær
Reykjavík. — EG.
Stjórnarfrumvarp um verð-
tryggingu fjárskuldbindinga kom
til fyrstu umræðu í neðri deild
í dag og var að lienni lokinni vís-
að til fjárhagsnefndar. Efni frum-
varpsins liefur áður verið rakið
hér í blaðinu, en því er ætlað að
vera almenn löggjöf um verð-
tryggingu í viðskiptum öðrum en
kaupgjaldsmálum.
Dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta-
málaráðherra mælti fyrir frum-
varpinu í ítarlegri ræðu, sem birt
verður í blaðinu eftir helgi. Gerði
liann í upphafi máls síns grein
fyrir verðbólguþróuninni undan-
farna áratugi, og benti á, að hún
hefði haft ýmsar óhagstæðar og
skaðlegar afleiðingar á íslenzk
efnahagsmál og félagsmál, tafið
hagvöxt, beint fjárfestingu inn á
• óheppilegar brautir að sumu
leyti, dreglð úr sparnaðarlineigð
og haft ranglát áhrif á tekju- og
eignaskiptingu með því að ýta
undir skuldasöfnun og ívilna
skuldurum á kostnað sparifjár-
eigenda.
Verðbólgan er margþætt fyrir-
bæri, sagði Gylfi, og á henni
verður ekki ráðin bót, nema með
margháttuðum samræmdum að-
gerðum
Viðskiptamálaráðherra sagði
ennfremur að brýna nauðsyn
bæri til að vinna gegn verðbólgu-
vandanum og ein þeirra leiða, sem
ekki hefði áður verið reynd hér
á landi, væri sú, að tryggja verð-
gildi sparifjár annars vegar og
lána til langs tíma hins vegar,
eins og frumvarpið gerir ráð fyr-
ir. Tilgangurinn er sá, að örva
sparnað með því að koma í veg
fyrir verðfall sparifjárins með
hækkandi verðlagi, og hins vegar
að freista þess að koma í veg
fyrir að menn sækist eftir láns-
fé til að öðlast verðbólguhagnað
og koma í veg fyrir að menn njóti
SÝSLURNAR KEPPA
f RfKISÚTVARPINU
VETRARDAGSKRÁ útvarpsins
liefst um næstu helgi. Á sunnu-
dagskvöld hefst framlialdið af
hinni vinsælu kaupstaðakeppni í
fyrravetur, og munu sýslurnar
eigast við í vetur, undir stjórn
"m
SVAVAR -
nýr þáttur
LAXNESS —
Paradísarheimt
Birgis ísleifssonar og Guðna
Þórðarsonar. Fyrst keppa Múla-
sýslur hvor við aðra. Þá sunnu-
daga, sem spurningakeppni verð-
ur ekKi, mun Svavar Gests flytja
nýjan skemmtiþátt.
Á mánudagskvöldum verður til
skiptis blaðafundur, sem Eiður
Guðnason tekur við af Gunnari
Schram, tveggja manna tal —
(Malthías Jóhannessen og Sig-
urður Benediktsson) og Spurt og
spjallað undir stjórn Sigurðar
Magnússonar.
Framhaldsleikrit verða á þriðju
dögum og verður fyrst flutt nýtt
leikrit eftir Agnar Þórðarson. —
Fyrsta útvarpssagan verður Para-
dísarheimt Halldórs Laxness, les-
in af höfundi.
Nýr þáttur verður tekinn upp
og á að flytja frægt efni á erlend-
um málum, leikrit o. fl. Björn
Th. Björnsson stjórnar og verður
þetta efni flutt kl. 11-12 á þriðju-
dagskvöldum.
Meðal annarra nýjunga í vetrar
dagskrá útvarpsins má nefna, að
Njörður Njarðvík stjórnar sam-
ræðuþælti um bækur, — og munu
3—4 menn ræða eina bók í einu.
sliks hagnaðar. Þeir sem því fá ] tjón, sem þeir verða fyrir, mefl-
ráðstöfunarrétt yfir sparifénu með | þeim liagnaði, sem lánsféð veitiB
lánum til lapgs tíma verða því að J í skjóli sömu verðhækkana.
bæta sparifjáreigendum upp það ; Frto. a 14. alBu.
Myndarlegt hefti
af Áfanga komið
FYRRA hefti 5. árgangs Áfanga,
tímarits Sambands ungra jafnað-
armanna, er nýkomið út. Er ritið
hið myndarlegasta að vanda, búið
nýrri kápu, 58 síður að stærð og
vandað í hvívetna. Ritstjóri þess
er Sigurður Guðmundsson, for-
maður Sambands ungra jafnaðar-
manna. Búnað þess annaðist Aug-
lýsingastofa Gísla B. Björnssonar.
Meðal efnis, er Áfangi flytur
nú, eru greinarnar Barátta við
hungrið eftir ritstjórann; Guðað
á glugga eftir Guðmund Magn-
ússon skólastjóra; Lýðræði og rík-
isvald eftir Arne Helldén; Jöfn út-
svör um land allt eftir Guðjón
B. Baldvinsson; Þróun sósíalism-
ans eftir Leo Colland; Aukning
þjóðarauðs — í hvers hlut? eftir
Ivar Sands; Fara almannaþarfir
halloka? eftir Erik Ribu; Sósíal-
isminn og frelsið eftir Iring Fet
scher; Á aldarafmæli Alþjóða-
sambands eftir Július Braurithal;
Annar áratugurinn, annar hluti a£
sögu Sambands ungra jafnaðar«
manna eftir Hörð Zóphaníasson*
Hin nýja forsíða Áfanga.
Wilson heldur
til Salisbury
Salisbury og London, 21. okt.
(TB-REUTER).
Forsætisráðherra Rhodesíu, lan
Smith, lagði til í boðslcap til Har-
old Wilsons, forsætisráðherra
Breta, í kvöld, að Wilson og Pot-
tomley samveldismálaráðherra
færu tafarlaust til Salisbury. —
Smith segist gera ráð fyrir þvi að
halda fundi með Wilson og Bot-
tomley um helgina.
Smith bar fram þessa tillögu í
svari við bréfi frá Wilson forsæt-,
isráðherra fyrr um dagiun, þar
sem Wilson skýrði Smith frá því,
að hann og samveldismálaráðherr-
ann hygðust halda til Salisbury
éinhvern næstu daga.
í bréfi sínu, sem svar við á-
skorun Smiths um, að Rhodesíu
verði veitt sjálfstæði, spurði Wil-
son hvort nauðsynlegt væri, að
>OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOöOOOOO<
Spilakvöld í Reykjavík |
ANNAI) spilakvöld Alþýð'uflokksfélaganna verður í kvöld,
föstudag í Iðnó og hefst klukkan 8,30. Þetta er fyrsta kvöld
ið í þrig.gja kvölda kieppni. Helgi Sæmundsson, formaður
Menntamálaráðs, talar uin daginn og veginn. Dans á eftir. —
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og mæta stundvíslega. 6
ÖOOOOOOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO-
þeir liéldu áfram að skiptast 5
röksemdum úr fjarlægð nieðan
framtíð margra manna væri í ó-
vissu.
Wilson kveðst reiðubúinn atl
ræða við hvern sem er, ef þacj
geti orðið til þess að leysa megl
hið alvarlega vandamál. „Eg vil
að þér gerið yður þess ljósa grein,
að eini tilgangurinn með heim-
sókn minni er að reyna að finna
leið út úr ógöngunum og forða
hinum alvarlegu afleiðingum, sem
ég annars tel ómögulegt að forð-
ast,” segir í bréfi Wilsons til
Smiths.
Halastjarnan
sást ekki vel
Halastjarnan niikla, Ikeya-Sekl,
fór fram hjá sólinni í dag, en I
vigrgum löndum varð fólk fyrir
vonbrigðum. þar eð það hafði búr
izt við að sjá flugeldasýningu &
himninum. í París og í London
risu margir úr rekkju fyrir dög«
un til þess að horfa á fyrirbærið,
en sólin og halastjarnan fólu sig
á bak víð ský og sáust ekki. —«
Bezt sást halastjarnan í Japan. ,
2 22. október 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ