Alþýðublaðið - 11.11.1965, Side 10

Alþýðublaðið - 11.11.1965, Side 10
Leitarskip Frh. af 1. sífla. upphafi máls síns, að í febrúar 1953 hefði Alþingi samþykkt þings ályktunarlillögu um fiskirannsókn arskip frá Pétri Ottesen. Fjárhags grundvöllur að smíði slíks skips hefði fyrst verið lagður 1958 með lögunum um útflutningssjóð, þar sem ákveðið hefði verið að hluti tekna af útflutningsgjaldi rynni til smíði þessa skips. Þessum á- kvæðum hefði síðan verið haldið þótt lögin um útflutningssjóð hefðu verið felld úr gildi. Árið 1964 hefði verið skipuð byggingarnefnd og í henni ættu sæti Gunnlaugur E. Briem, ráðu neytisstjóri, Davíð Ólafsson fiski málastjóri, Jóhannes Nordal, bankastjóri, Hjálmar Bárðarson, skipaskoðunarstjóri og Jón Jóns son , forstjóri Hafrannsóknarstofn unarinnar. Agnar Norland skipa- verkfræðingur og Ingvar Hall- grímsson fiskifræð’ngur hefðu nú um skeið unnið úr framkomnum teikningum og gert ýmsar fyrir komulagsteiknmgar. Kvaðst Egg ert húazt við að nauðsynlegum und irbúningsstörfum mundi lokið saemma á næsta ári. Ráðherra sagði, að í árslok 1964 hefðu verið fvrirl’gg.iandi 11,4 millj. kr.. til smíði skipsins, en um næstu áramót vrðu væntanlega fyrirliggiandi um 14 m'lli. kr. Með öllum bunaði mundi slíkt skip kosta um 50 rniUi. ísl. kr. Þá skvrði siávarútvegsmálaráð- herra frá bví. að Jakob Jakobsson fiskifræð;nffur væri nú að fram kvæma athusun á bví hvort borg aði sig betu„ a« kauna sérstakt skip til sUdarleitar eða brevta einhveriu skifí sárstaklega með til liti til bessa verkafnis. Er athugun in gerð að heiðni .Takobs. Mundu niðurstöður væntanleira liggia fyr ir innan skamms og ákvörðunin þá verða tekin. Lúðvík Jósefsson (K) gagnrýndi að jsmrði fiskirannsóknarskínS' hefði vaf zt fvrir stiórnvnldunum f heil átt.a ár. n" væri fiárskortur alls engin afsökun fvrir fram- kvæmdalevsi í bessum efnum. Emil Jónsson utanríkisráðherra sagði að ef töfin væri orðin átta ár hlyti Lúðvík að taka eitthvað af sökinni á sig, ef um sök væri að ræða, því fyrir átta árum hefði Lúðvík sjálfur verið sjávarútvegs málaráðherra. Emil lagði áherzlu á það að tekjur til smíði skips ins hefðu árum saman ekki ver ið meiri en svo, að ekki hefði ver ið hægt að leggja út í smíði þess með það fé eitt. Að auki hefði svo verið nokkur ágreiningur um gerð skipsins en 1964 hefði verið byrjað að endurskoða fyrri áætl anir og nú væri það eingöngu spurning um vikur eða mánuði, hvenær smíði skipsins yrði boðin út. 3 nýjar bækur Framhald úr Opnu Þorsteinn M. Jónsson skóla- stjóri: Spekin fellur þeim óbornu í arf., Þar segir höfundur frá sam- skiptum sínum sem útgefandi við skáldið, upplagafjölda og sölu einstakra bóka o. fl. Þorsteinn Jósepsson blaffamað- ur: Bókasafn Davíffs. Þar segir frá bókasöfnun Da- víðs. Bókasafni hans og saman- burður gerður á safni hans og Þorsteins Þorsteinssonar. Einar Bjarnason ríkisendur- skoffandi: Ættartala Davíffs Stef ánssonar. MYNDIR DAGANNA. Endurminningar séra Sveins Víkings, ritaffar af honum sjálfum. í bókinni bregður höfundur upp ógleymanlesum myndum af bernsku sinni norður í Keldu- hverfi. Bókin leiftrar af fjöri og gamansemi. en er jafnframt heill- andi sveitalífslýsing. ÁGÚSTDAGAR. Ljóðabók eftir Braga Sigurjóns son, bankastjóra á Akureyri. — Þetta er 7. bók höfundar. — í henni eru 42 ljóð. Svartbakurinn Framhald af 3. síðu um verðlaun fyrir skotinn svart- bak, og standa þar í sveit Óskar Levý, Sigurvin Einarsson og Guð laugur Gíslason. Má búast við, að til orrustu komi milli þessara fylk inga í neðri deild þá og þegar, ef til vill í dag. Enda þótt reynsla annara sýni, að ekki er unnt að stemma stigu við fjölgun svartbaks með skotum einum, telja fuglafræðingar ýms- ar aðrar leiðir koma til greina í þeirri haráttu. Má nefna eitur, þar á meðal ýmsar nýjar tegundir svæfilyfja, lyf til að gera fugla ófrjóa, lyf til að úða egg svart- baks. Sérstakloga telja þeir skyn samlegt að verja einstök æðar- vörp, og sé unnt að útrýma stað- bundnum stofni sem sæki í hvert varp. Hins vegar sé vitað, að 60% ungmáfa farist á fyrsta ári, og sé ástæðulaust að verðlauna menn fyrir að granda þeim. Mörg mál.... Framhald af 11. síflu- fulltrúum í Evrópunefnd IAAF falið að vinna að frekari tillög- um og endurskoðun á lögunum. Þá var fulltrúa Finnlands, Danmerkur og Svíþjóðar falið að útvega tilboð í leiguflugvél fyrir sameiginlegt lið Norðurlanda til keppni á Evrópumeistaramótið í Budapest næstk. sumar. Þinginu lauk á sunnudag. Menntamálaráðuneytið hafði boð inni fyrir þátttakendur þings- ins og gesti á laugardagskvöldinu í Þjóðleikhúskjallaranum. í þessu hófi heiðraði Frjálsíþróttasam- band íslands þá Jukka Lehtinen frá Finnlandi og Per Sönderud frá Noregi með gullmerki FRÍ. íþróttaráð Reykjavíkur og íþrótta samband íslands sýndi þingfull- fulltrúum margvíslega vinsemd og fyrirgreiðslu meðan á störfum þingsins stóð. Hinir erlendu fulltrúar fóru ut- an með flugvél Flugfélags íslands 8. nóvember sl. (Frá FRÍ). Tónleikar Framhald af 2. síðu munu innan tíðar fara í liljóm leikaferð um Noreg. Bækkelund liefur verið tönlistar gagnrýnandi við Morgenavisen og Arbeiderbiadet í Osló og jafn framt ritað um tónlist almennt. í maí síðastliðnum vakti það mikla ahygli að Bækkelund neit aði að taka við verðlaunum, sem samtök norskra tónlistargagnrýn enda veittu honum. Á fundi með blaðamönnum í gær, sagði hann að ástæðan fyrir að hann tók ekki við verðlaununum væri sú, að hann hefði átt að fá þau fyrir túlkun á nútímatónlist, en áður höfðu gagnrýnendur sagt að þeir skildu ekki tónlistina, — og hvern ig áttu þeir þá að vita hvort ég spilaði vel eða illa. Mér fannst ég ekki getað tekið við viðurkenn ingunni. Á tónleikunum í kvöld verður spilað í fyrsta sinn á nýjan Stain weg flygil, sem Synfóníuhljóm- sveitin hefur eignast. Þann átjánda og nítjánda þessa mánaðar verða haldnir fjórir skólatónleikar í Há skólabíói. Stjórnandi verður Boh dan Wodiczko, Hallurímur Helga son mun flytja skýringar. Sænskur «ftvrkur Framhald af 2, síffu. blöðunum 25 milljónir króna | styrk. Styrkurinn skyldi veittur stjórnmálaflokkunum öllum en renna í heild til blaðanna. Nefnd- in vildi skipta upphæðinni í sam- ræmi við hundraðshluta flokk- anna af atkvæðamagni þeirra í tveimur síðustu þingkosningum og samkvæmt þessu hefðu komm- únistar t.d. fengið rúmlega eina milljón króna í styrk til tveggja blaða fiokksins. í>0000000<x>00000000000000'500000000000000000000000< útvarpið Fimmtudagur 11. nóvember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Á frívaktinni Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óskalagaþætti fyrir sjómenn. 14.40 Við, sem heima sitjum Marigrét Bjarnason segir frá konum á Ind- •landi. 15.00 Miðdegisútvarp 16.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Þingfréttir — Tónleikar. 18.00 Segðu mér sögu Sigríður Gunnlaugsdóttir stjórnar þætti fyr- ir yngstu hlustendurna. í tímanum les Stef- án Sigurðsson framhaldssöguna „Litli bróð- ir og Stúfur“. 18.20 Veðurfregnir.. 18.30 Tónleikar — Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daiglegt mál Árni Böðvarsson cand. mag. flytur þáttinn. 20.05 Einsöngur: Gérard Souzay syngur frönsk lög. Við píanóið: Dalton Baldwin. 20.30 Sagan um fyrsta hjartauppskurðinn Jónas Sveinsson læknir flytur erindi. 21.00 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í Háskóla ibíói Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Einleikari 'á píanó: Kjell Bækkelund frá Noregi. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Minningar um Hendrik Ibsen eftir Bergljótu Ibsen. Gylfi Gröndal ritstjóri les eigin þýðingu (2). 22.(30 Djassþáttur í umsjá Ólafs Stepsensens. 23.25 Dagskrárlok, SX^OOOCKXXXKXXXXXXXXXXKW 000<X><X><XKXXXXXK><><>0<>C><>00' New York Framhal af 1. síðu hafi verið sú, að bilaö hafi streng ur frá orkuverinu við Niagarafossa Allt lögreglulið New York borg ar var kvatt út til að vernda borgara geng misyndismönnum og öðrum sem notuðu tækifærið til rána. Um 200 lögreglumenn bún ir táragasi voru sendir til Wal- pole-fangelsisins skammt frá Bost on þar sem fangar höfðu gert upp reisn. Niðamyrkur grúfði yfir borg- inni og það sem venjulega eru taldir mikilvægir þættir í þjóðlífi lögðust niður: Enginn ís fékkst með áfengum drykkjum, og sjón varpssendingar og bíósýningar lögðust niður. Rafmagnsbilunin- hafði engin áhrif á fjarskiptakerfi heraflans. í aðalstöðvum SÞ sátu hundruð starfsmanna og full trúa i niðamyrkri á skrifstofum sínum. U Thant framkvæmdastjóri fór fótgangandi lieim til sín í myrkrinu. Formælandi landvarnaráðuneyt isins segir að rafmagnsbilunin hafi verið góð æfing með tilliti til að stæðna sem gætu skapast á stríðs tíma. Þessi æfing hafi verið vel heppnuð. Þrátt fyrir umferðaröngþveitið urðu ekk mörg slys. Er talið, að milt og gott haustveður og glamp andi tunglskin hafi átt nokkurn þátt í því, að slys urðu ekki fleiri en raun ber vitni. Veðrið var svo milt, að upphitun var ekki nauðsyn leg á heimilum. „The New Yoirk Times" var eina blaðið sem kom út í New York í morgun. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málaflutnmgsskrifsíofa Óðinsgötu 4 — Súnl 1104S. sky-high qualityv KOMiÐ SA!WltE¥NIÐ SVEIl BjíÍRSi & CO. LANGHOLTSVEGI 113 SÍMI 30530 Þakka innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Sigurðar Jónassonar, forstjóra. Fyrir mína hönd oig annarra ættingja Ilelga Stefánsdóttir. 10 11- nóv. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.